Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Í byrjun mars sá ég knatt- spyrnuleik á Möltu. Ég fór nú bara á leikinn mér til ánægju og var ekki sendur af Mogganum til að fjalla um hann. Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum í bik- arkeppninni og var leikið á hlut- lausum velli, þjóðarleikvang- inum. Framlengja þurfti til að knýja fram úrslit. Í tapliðinu var markvörður sem vakti fljótt athygli mína. Var með ýmsa takta sem mér fannst ekki traustvekjandi. Rauk út í fyrir- gjafir og tímastillti úthlaupin illa. Ef hann greip boltann lagðist hann ávallt niður á eftir. And- stæðingarnir skoruðu í fram- lengingunni og komust áfram. Markvörðurinn hafði virkað illa á mig en ég hefði þó ekki getað spáð því sem gerðist eftir að flautað var til leiksloka. Áhorfendafjöldinn á leikn- um var ekki endilega há tala en hörðustu stuðningsmennirnir voru mjög háværir og fjörugir. Eitthvað var markvörðurinn ósáttur við sína stuðningsmenn og gekk rakleiðis að girðingu sem skildi að völlinn og áhorf- endastúkuna þótt samherjarnir reyndu að stöðva hann. Þar lenti hann í heiftarlegu rifr- ildi við heitustu stuðningsmenn liðsins sem hann spilar fyrir. Ekki mátti á milli sjá hvort þeir voru æstari en leikmaðurinn en til að gefa vísbendingu þá voru stuðn- ingsmennirnir eins og trylltir ap- ar í búri þegar markvörðurinn var kominn í kallfæri við þá. Samskipti sem þessi hef ég bara ekki séð fyrr hjá leikmanni og stuðningsmönnum sem ættu að vera á sömu línu. Mér skilst að markvörðurinn hafi fengið eins leiks bann fyrir uppá- komuna. En hann mátti teljast heppinn að girðingin var á milli þegar hann jós úr skálum reiði sinnar yfir eigin stuðningsmenn. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞÝSKALAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég kom aftur út fyrir 4-5 dögum eftir að hafa verið heima. Ég ætlaði bara að vera í 3-4 daga heima eftir landsliðsferðina á Spáni en ég end- aði á að vera heima í um fjórar vik- ur þar sem flugið mitt frestaðist nokkuð oft,“ sagði Sara Björk Gunn- arsdóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Sara leikur sitt fjórða tímabil með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg en búið er að fresta öllum leikjum þar í landi ótímabundið. Vonir standa til að hægt verði að halda áfram með tímabilið í maí og þá án áhorfenda. Í sóttkví í Þýskalandi „Liðið er ekki að æfa saman, heldur í litlum hópum. Ég þarf hins vegar að vera í sóttkví í tvær vikur hérna úti og flestar þær sem komu erlendis frá eru enn í sóttkví. Þetta er svipað hjá mér eins og flestum,“ sagði Sara, sem fékk óvenjulangan tíma heima með fjölskyldunni. Hef- ur hún leikið sem atvinnumaður frá 2011, fyrst með Rosengård í Svíþjóð og síðan Wolfsburg frá 2016. „Ég var akkúrat að hugsa það um daginn að þetta væri orðinn svolítið langur tími. Það er ekki oft sem maður fær svona mikinn tíma og sérstaklega með fjölskyldu. Ég var heppin að fá að hitta hana, því það eru ekki allir sem geta það. Þetta voru góðir tímar en ótrúlega skrítn- ir tímar líka,“ sagði Sara. Dugleg að æfa Hún reynir að láta sér ekki leið- ast í sóttkví og æfir heima um þess- ar mundir. „Maður dundar sér og svo er ég að æfa á hverjum degi. Ég vakna í rólegheitunum og á mína morgunstund, svo fer ég eftir pró- grammi og er dugleg að æfa.“ Wolfsburg var með átta stiga for- skot á Bayern München á toppi þýsku deildarinnar þegar nánast öll- um fótbolta í Evrópu var frestað og þá var liðið komið í átta liða úrslit bæði í Meistaradeild Evrópu og í þýska bikarnum. Wolfsburg á að mæta Glasgow City í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar og B- deildarliðinu Gütersloh í átta liða úrslitum þýska bikarsins. Hef saknað fótboltans Sara og stöllur eru taplausar á leiktíðinni og búnar að vinna 15 af 16 deildarleikjum en sex umferðum er ólokið. Hún viðurkennir að það sé svekkjandi að tímabilið hafi verið stöðvað þegar liðið var á mikilli sigl- ingu og spennandi leikir heima í Þýskalandi og í Evrópu fram undan. „Maður var orðinn spenntur fyrir þessum fasa sem var að koma. Það var mikið af leikjum fram undan í bikar, deild og í Meistaradeildinni sem var ótrúlega spennandi. Maður áttar sig hins vegar betur á því á þessum tímum að heilsan kemur fyrst og fótboltinn fer aðeins til hliðar. Á sama tíma hef ég saknað fótboltans. Ég fór nokkrum sinnum út á sparkvöll og fann að ég var al- veg til í að fara að æfa og spila og fara aftur í mína rútínu. Heilsan kemur hins vegar fyrst og vonandi batnar þetta núna og við getum byrjað að æfa og spila sem fyrst,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. Framhaldið rosalega óljóst Sara gaf það út í byrjun árs að hún ætlaði að yfirgefa Wolfsburg í sumar, þegar samningur hennar við félagið rennur út. Hefur hún verið orðuð við stórlið á borð við Barce- lona, en vegna ástandsins í heim- inum um þessar mundir, er fram- haldið óljóst. „Framhaldið er rosalega óljóst og ég get ekki sagt neitt um það núna. Það eina sem ég bíð eftir er að fá að vita hvenær við getum byrjað að æfa aftur svo verður maður bara að taka stöðuna eftir það. Það er ótrúlega skrítin tilfinn- ing að vita ekki neitt og maður get- ur ekki planað neitt. Maður veit engar dagsetningar. Auðvitað er það skrítin staða hjá mér að vera samningslaus í sumar, en ég vona að við getum byrjað að spila í byrj- un maí, þá verður deildin fram- lengd og þetta tekur aðeins lengri tíma. Maður verður bara að sjá hvernig þetta er sett upp og svo tekur maður stöðuna út frá því,“ sagði Sara. Vil klára og vinna titlana Ekki er víst að hægt verði að klára tímabilið áður en samning- urinn hennar við þýska félagið rennur út 30. júní, en hún einbeitir sér að því að klára tímabilið með Wolfsburg. Gæti samningurinn verið framlengdur út tímabilið, ná- ist ekki að klára það í tæka tíð. „Ég vil klára mitt með Wolfsburg þar sem við erum í bullandi séns að taka þá titla sem eru í boði. Svo verðum við að sjá til hvort samn- ingurinn minn verður framlengdur og hvort ég nái að klára það. Þetta er óljóst, en ég hugsa að það verði þannig.“ Spennandi landsliðstímar Ef ekki væri fyrir heimsfaraldur hefði Sara væntanlega verið ný- komin heim til Þýskalands eftir tvo landsleiki við Ungverjaland og Sló- vakíu ytra í undankeppni EM 2021. Ísland hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í undankeppninni og er í bar- áttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils. „Það eru spennandi tímar með landsliðinu og við ætluðum að klára þessa undankeppni með tveimur úr- slitaleikjum við Svíþjóð. Við eigum að klára hina leikina. Vonandi get- um við spilað þessa leiki og komið okkur á EM,“ sagði Sara Björk. Skrýtið að vita ekki neitt og geta ekkert planað  Sara Björk vonast til að geta lokið tímabilinu þar sem Wolfsburg stendur vel Ljósmynd/@vfl.wolfsburg.frauen Sigursæl Sara Björk Gunnarsdóttir hefur orðið tvöfaldur meistari í Þýskalandi, unnið deildina og bikarinn, öll þrjú árin hjá Wolfsburg og vonast eftir því að geta bætt við fjórðu tvennunni áður en hún fer frá félaginu. Íris Björk Símonardóttir, landsliðs- markvörður í handknattleik og leikmaður Vals, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá í viðtali við Stöð 2. Íris hefur verið einn besti markvörður landsins um árabil og var í vetur með um 44% mark- vörslu. Á síðasta tímabili, 2018-19, var hún kjörin besti leikmaður deildarinnar en þá vann Valur alla þrjá titlana sem í boði voru. Saga Sif Gísladóttir er komin til Vals í staðinn frá Haukum og á að leysa Írisi af hólmi. Saga var með tæp- lega 34 prósent markvörslu í vetur. Íris Björk leggur skóna á hilluna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Landsliðskonan Íris Björk hefur lagt skóna á hilluna. Ítalski knattspyrnumarkvörðurinn Gianluigi Buffon ætlar að halda áfram minnsta kosti eitt tímabil enn þótt hann sé orðinn 42 ára. Buffon kom aftur til Juventus síðasta sum- ar eftir eitt ár með París SG, en fram að því hafði hann varið mark liðsins í átján ár og unnið með því níu meistaratitla. Hann á að baki 656 leiki með félaginu og samtals 912 leiki á ferlinum en Buffon varði fyrst mark Parma árið 1995, þá 17 ára gamall. Hann hefur ekki verið aðalmarkvörður Juventus í vetur en þó spilað ellefu leiki. Gerir nýjan samning 42 ára AFP Fyrirmynd Gianluigi Buffon er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum. Ensku úrvalsdeildarfélögin í fót- bolta eru áfram staðráðin í því að ljúka yfirstandandi keppnistímabili innan vallar og ræddu ekki þær hugmyndir að því yrði að vera lokið fyrir 1. júlí á fundi sínum í gær. Fréttir hafa verið í gangi um að mörg félaganna vildu nú að tíma- bilinu yrði lokið fyrir þann tíma þar sem þá renna út samningar fjöl- margra leikmanna. Samkvæmt Sky Sports var þetta hins vegar ekki nefnt á fundinum sem haldinn var með fjarfundabúnaði. Talsmaður deildarinnar sagði við Sky Sports að í umræðunni væru margar og flóknar lausnir á vanda- málinu sem hefði skapast vegna út- breiðslu kórónuveirunnar sem hef- ur leikið Bretlandseyjar grátt síðustu vikur. Ekkert yrði gert án fulls samráðs við yfirvöld sem myndu segja til um hvenær óhætt væri að byrja að spila. „Það er áfram okkar markmkið að ljúka tímabilinu 2019-20 en sem stendur er erfitt að ræða dagsetn- ingar á meðan kórónuveiran er enn þá í fullum gangi. Vegna faraldurs- ins hefur úrvalsdeildin, félögin og leikmennirnir, veitt samfélaginu og heilbrigðisþjónustunni mikinn stuðning og munu halda því áfram eftir að keppnin fer í gang á ný,“ sagði talsmaðurinn sem var ónafn- greindur. Staðráðnir í að ljúka tímabilinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.