Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝVEFVERSLUN www.hjahrafnhildi.is 20%afsláttur af öllum skóm Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook GLÆSILEGUR VORFATNAÐUR FRÍ HEIMSENDING hjá Laxdal gætum við fyllsta öryggis v/ covid OPNUM NETVERSLUN FLJÓTLEGA Ekkert landmót hestamanna verður í ár. Landsmótinu sem vera átti á Rangárbökkum við Hellu í byrjun júlí hefur verið frestað um tvö ár. Jafnframt var landsmótinu sem halda átti hjá hestamannafélaginu Spretti í Kópavogi eftir tvö ár frest- að til ársins 2024. Ástæðan fyrir frestun landsmóts- ins er áform um að takmarka fjölda- samkomur í sumar við 2.000 manns. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri landsmótsins á Hellu, segir að mótið gangi ekki upp miðað við þann fjölda. Fram hefur komið áður að til þess að landsmót standi undir kostnaði þurfi 6-7 þúsund gesti. Mótshaldarar á Hellu stefndu að 8 til 10 þúsund manns. Mikið lagt í undirbúning „Þetta er gífurlegt áfall. Við erum búin að leggja mikla fjármuni í verkefnið, sem hefur þróast vel, og útlit var fyrir öflugt mót,“ segir Ei- ríkur. Landsmót hestamanna eru haldin annað hvert ár, á móti Heimsleikum íslenska hestsins. Þegar pest herj- aði á hestastofninn á árinu 2010 var mótinu á Vindheimamelum frestað um ár. Eiríkur segir að það hafi ekki komið til álita nú vegna áhrifa á heimsleikana. Næstu heimsleikar verði haldnir í Herning í Danmörku 1. til 8. ágúst á næsta ári. Þeim félögum sem sóttu um að halda landsmót 2024 hefur verið boðið að færa umsóknirnar yfir á landsmót 2026. Þeir sem keypt hafa miða á við- burðinn geta valið um að fá endur- greitt eða láta miðann gilda fyrir mótið 2022. Þriðji valmöguleikinn er að styrkja viðburðinn. helgi@mbl.is Landsmót hesta- manna fellt niður Morgunblaðið/Ómar Rangárbakkar Landsmót á Hellu hafa yfirleitt verið fjölsótt.  Haldið á Rangárbökkum eftir tvö ár Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Skólar eru nú margir farnir að huga að útskrift nemenda og verða at- hafnirnar ólíkar því sem við eigum að venjast sökum útbreiðslu kórónu- veiru og þeirra umfangsmiklu sótt- varnaaðgerða sem gripið hefur verið til í skólum og samfélaginu öllu. Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og for- maður Skólameistarafélags Íslands, segir enga eina leið farna við út- skriftir, skólastjórnendur séu að kanna alla möguleika í stöðunni. „Útskriftir verða með mjög fjöl- breyttum hætti, að ég tel. Menn hafa eitthvað rætt um hvort skólar ættu að taka sig saman en því hefur verið hafnað. Sumir munu reyna að fá nemendur til sín í einhverjum hollum á meðan aðrir ætla að vera með þetta alfarið á netinu. Við munum að öllum líkindum vera með útskriftina í beinni á Facebook og svo munu nem- endur annaðhvort ná í prófskírteini sín eða fá þau send,“ segir Kristinn og bætir við að honum finnist afar ólíklegt að skólum verði gefin und- anþága frá sóttvarnaaðgerðum til að útskrifa nemendur í stórum hópum. Ástandið nýtist í nýjungar Vilji skólar fá nemendur til sín í útskriftarathöfn segir Kristinn ljóst að fylgja verði öllum tilmælum um sóttvarnir, þ.e. að ekki séu fleiri en 50 einstaklingar í sama rými og að minnst tveir metrar séu á milli manna. „Þetta er kannski ekkert mjög flókið þannig séð, en þá þarf væntanlega að taka hópinn mjög ró- lega inn. Persónulega finnst mér ein- faldara að hafa athöfnina rafræna. Við verðum þá með okkar ræðu, til- kynnum um dúx og verðum vonandi einnig með tónlistaratriði og allt saman í beinni á Facebook,“ segir Kristinn og bendir á að hann telji af- ar mikilvægt að nýta sér ástandið til þess að læra eitthvað nýtt. „Við höf- um að vísu síðustu ár sent út okkar útskrift á Facebook. En ég reikna nú með því að við reynum að gera þetta aðeins flottara nú en áður.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, seg- ist vera að skoða þann möguleika að halda útskriftarathöfn í skólanum. „Við ætlum að halda okkar út- skrift á réttum tíma, 26. maí. En með nákvæmlega hvaða sniði, það á eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að ákveða hvort hún verði í hollum, nokkurs konar raðútskrift með mis- munandi hópum á ólíkum tímum. Okkur líst betur á það en rafútskrift enda erum við með bæði stóran sal og mjög stóra lóð sem hægt væri að nýta.“ Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Eggert Bannað Skólum verður gert að virða tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir við útskriftir á þessari önn. Veiran mun setja svip sinn á útskriftir skóla  Sumir skólar sýna á netinu en aðrir reyna að halda athöfn Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta á mbl.is Starfi Háskóla unga fólksins og ferðum Háskólalestarinnar sem fram áttu að fara á næstunni hefur verið frestað, að minnsta kosti fram á haust. Er þetta vegna takmarkana um samskipti næstu vikur og mán- uði vegna faraldurs kórónuveirunnar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Háskóla Íslands. Þar er harmað að grípa þurfi til þessara ráð- stafana sem séu þó óhjákvæmilegar. Hjá Háskóla Íslands hafi verið gripið til mjög fjölþættra aðgerða undanfarnar vikur vegna faraldursins. Meðal annars hafi allar bygg- ingar verið lokaðar nemendum frá 16. mars og tekin upp rafræn kennsla og prófahald á öllum fræðasviðum. Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur frá árinu 2004 og verður að óbreyttu haldinn að nýju í júní 2021. Í starfi hans hefur m.a. verið vakin athygli á mikilvægi nýsköpunar og rannsókna fyrir um- hverfi og samfélag. Ferðalag Háskólalestarinnar hófst 2011, á ald- arafmæli HÍ, og hefur lífleg vísindaskemmtun fyrir alla aldurshópa þar verið leiðarstefið. Háskólastarfi unga fólksins frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.