Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 70 ára Ingibjörg ólst upp í Kristnesi í Eyja- firði en býr nú í Kópa- vogi. Hún er sérhæfður sjúkraliði og starfar á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Maki: Helgi Bjarnason, f. 1953, blaðamaður við Morgunblaðið. Börn: Fanney, f. 1970, Hafdís, f. 1976, Bjarni, f. 1977, og Friðrik, f. 1982. Barna- börnin eru níu. Foreldrar: Kolfinna Gerður Pálsdóttir, f. 1924, húsmæðrakennari og Friðrik Krist- jánsson, f. 1926, d. 2016, hús- gagnasmíðameistari. Þau voru búsett í Eyjafirði en Kolfinna dvelur núna á Hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ingibjörg Friðriksdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er aðdáunarvert að fara vel með fé en að halda of fast í eitthvað, sama hvað það er, hefur þveröfug áhrif. Vertu óhrædd/ ur við að segja fólki að þér þyki vænt um það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er fullkominn dagur til að breyta mataræði þínu og venjum í hreyfingu. Hikaðu ekki við að þiggja það sem að þér er rétt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Fjarvera þín eða annríki eykur áhuga ein- hvers á þér til muna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Yfirstandandi ágreiningur gæti kom- ið róti á heimilislífið. Hertu upp hugann því breytingarnar munu að öllum líkindum verða til bóta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsanlegt er að þú sjáir nýjar leiðir til þess að fá leyfi, aðstöðu, stuðning, fé eða tæki til þess að sinna vinnunni þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Búðu þig undir að gamall vinur valdi þér vonbrigðum. Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fátt er skemmtilegra en góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Undirbúðu þig því vandlega áður en þú segir hug þinn varðandi viðkvæmt fjölskyldumál. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að gefa þér tíma til þess að gaumgæfa fjármálin, þó ekki væri nema til þess að tryggja að engar misfellur séu fyrir hendi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ekki í vandræðum með að koma fyrir þig orði og nýtir vel þau tækifæri sem bjóðast. Fólk er móttækilegt fyrir við- ræðum um langtímalausnir á vandamálum augnabliksins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þörfin fyrir að gera sér glaðan dag er allsráðandi. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samningaviðræður sem tengjast fjármálum munu sennilega snúist þér í hag. Ekki láta deigan síga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Beittu verksviti þínu því þú hefur nóg til þess að leysa þau verkefni sem þér hafa verið falin. Viðbrögð og athugasemdir koma til hjálpar þegar verið er að taka ákvarðanir. „Eftirminnilegastar eru forseta- kosningarnar 2016. Þá gerðist allt svo hratt, frá því að vera hugmynd sem var ólíkleg í það að Guðni og Eliza, vinir okkar hjóna, eru nú bú- in að sitja á Bessastöðum í tæp fjögur ár og munu vonandi sitja í a.m.k. fjögur enn.“ hef alltaf notið þess að vera í kring- um fólk, starfa með ólíkum aðilum og koma að fjölbreyttri miðlun upp- lýsinga,“ segir Friðjón. Friðjón hefur komið að hátt í fimmtíu kosningabaráttum í gegn- um tíðina með einum eða öðrum hætti. F riðjón Reynir Friðjóns- son er fæddur 18. apríl í Reykjavík og ólst upp í Fossvogi. Hann gekk í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1991. Hann var skiptinemi í Sycamore High School í Sycamore í Illinois-ríki í Bandaríkjunum 1987 til 1988. Friðjón stundaði nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og skiptinám við Háskólann í Baskalöndum. Árið 1999 hóf hann störf sem vef- forritari og starfaði í tækni- geiranum til 2002, þegar hann hóf störf sem vefstjóri hjá dómsmála- ráðuneytinu. Eftir fimm ár í ráðu- neytinu söðlaði Friðjón um og flutti búferlum til Bandaríkjanna, þar sem hann starfaði sem ráðgjafi í upplýsingatækni og upplýsinga- miðlun um þriggja ára skeið. Þegar heim var komið starfaði Friðjón við almannatengsl og varð síðar aðstoðarmaður Bjarna Benedikts- sonar um skeið. Hann er í dag framkvæmdastjóri almannatengsla- fyrirtækisins KOM, sem hann keypti í ársbyrjun 2014 ásamt meðeigendum sínum. Friðjón hefur alla tíð verið virkur í hvers kyns félagsstarfi. Hann var í stjórn og var varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins um langt skeið. Hann hefur setið í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá 2012, sat í stjórn Heimdallar og stjórn SUS og var varaformaður Sambandsins í tvö ár. Hann hefur verið í stjórnum hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnum málefna- nefnda. Friðjón sat einnig í stjórn Heimssýnar á árunum 2004 til 2007. Þá hefur hann um árabil verið álitsgjafi fjölmiðla um banda- rísk stjórnmál. „Það lá beint við að ég færi í al- mannatengslin, enda hef ég starfað við þau með einum eða öðrum hætti nær alla tíð. Í félagsstörfum var ég alltaf í útgáfu og viðburðaverk- efnum, í ráðuneytinu var skipulag viðburða í mínum verkahring og ég Friðjón hefur setið í stjórn Sin- fóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2015 og í stjórn Íslandsstofu frá 2019. Hann er formaður skóla- nefndar Menntaskólans við Sund, sat áður í skólanefnd Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og var vara- maður í stjórn ÍTR. Áhugamál Friðjóns eru stjórn- mál, ferðalög og knattspyrna. Hann er ákafur stuðningsmaður knatt- spyrnufélagsins Vals, eins og allir í föðurfjölskyldu hans, og var for- maður knattspyrnudeildar félagsins frá 2010 til 2012. „Ég fór mikið á völlinn með pabba, við misstum varla af heima- leik Vals og aldrei af landsleik. Í því liggja dýrmætar minningar,“ segir Friðjón. Hann kynntist eiginkonu sinni, Elizabeth B. Lay, þegar þau voru bæði skiptinemar í San Sebastian á Spáni árið 1997. Þau fögnuðu 18 ára brúðkaupsafmæli á páskadag. Fjölskylda Eiginkona Friðjóns er Elizabeth B. Lay, f. 23.7. 1976, arkitekt og doktorsnemi í uppeldisfræðum við HÍ. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Elizabeth eru hjónin Joe, f. 7.1. 1936, og Kathy Lay, f. 14.8. 1948, búsett í Wichita í Kansas í Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri – 50 ára Fjölskylda Friðjóns Foreldrar, systkinin, makar og börn þeirra. Myndin er tekin árið 2013 þegar Atli mágur Friðjóns varð sextugur. Almannatengslin lágu beint við Feðgarnir Síðasta myndin af þeim feðgum saman, Friðjóni R. og Friðjóni B., tekin á landsleik Íslands og Albaníu 8. júní 2019. Hjónin Elizabeth og Friðjón í San Sebastian þar sem þau kynntust. 30 ára Sigríður ólst upp í Dæli í Fnjóskadal en býr í Lundi í Fnjóskadal. Hún er grunnskóla- kennari að mennt og kennir við Stóru- tjarnaskóla. Maki: Sindri Geir Óskarsson, f. 1991, sóknarprestur í Glerárkirkju á Akur- eyri. Börn: Aðalgeir Hannes, f. 2013, Mar- grét Lilja, f. 2015, og Egill, f. 2019. Foreldrar: Geir Árdal, f. 1957, bóndi í Dæli, og Margrét Bjarnadóttir, f. 1959, hjúkrunarfræðingur á Hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Sigríður Árdal Til hamingju með daginn Lundur, Þingeyjarsveit Egill Árdal fæddist 11. apríl 2019 á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann vó 4.772 g og var 54,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Árdal og Sindri Geir Óskarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.