Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 44
AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sælan er þess eðlis að henni fylgir oft sektarkennd. Þetta þekkjum við öll. Hálfur lítri af rjómaís eða hvað það nú er, afgangurinn af jólasteikinni, sörurnar í frystinum, súkkulaðisósan sem tekur því ekki að geyma. Best að klára hana bara strax! Þegar kemur að kvikmyndum á þetta hugtak, „sakbitin sæla“, við um þær myndir sem maður nýtur þess að horfa á en skammast sín líka pínulítið fyrir það. Réttara væri kannski að tala um sakbítandi sælu því það er sælan sem bítur en er ekki bitin. Ekki satt, Þuríður? En höldum okkur við hugtakið þótt mögulega sé það málfræðilega rangt. Það hefur nefnilega birst og verið nefnt manna á milli sem þýðing á því sem enskumælandi kvikmyndaunn- endur kalla „guilty pleasures“ og birtast reglulega yfirlitsgreinar um kvikmyndir og/eða sjónvarpsþætti sem falla í þann flokk. Eiga þessar myndir það sameiginlegt að hafa oft- ar en ekki verið rakkaðar niður af kvikmyndagagnrýnendum en notið hylli almennings og jafnvel öðlast ein- vers konar költstöðu. Fortíðarþrá Í nýjasta kvikmyndahlaðvarps- þætti okkar Moggamanna, BÍÓ (sem finna má í undirdálkinum „Fólk“ á mbl.is og líka á Spotify), tökum við slíka sælu fyrir og gesturinn að þessu sinni doktor Arnar Eggert Thorodd- sen, sá hinn sami og ritar vikulega um tónlist í blaðið (sjá næstu síðu). Kom í ljós, og ekki svo óvænt, að hin sakbitna sæla tengist öðru fremur fortíðarþrá, nostalgíu, alla vega hjá okkur Arnari sem fæddir erum sama ár, 1974. Hin kostulega unglinga- mynd Weird Science er ofarlega á blaði hjá okkur, gamanmynd um ung- lingsdrengi sem þykja miklir lúðar og tekst að búa til hina fullkomnu konu og öðlast í framhaldi virðingu töffar- anna í skólanum. Stórkostleg mynd og um leið svo kolröng hvað innihald- ið varðar. Viðurkenndi ég líka blæti mitt fyrir Rocky IV – sem er ferlega léleg kvikmynd og einmitt þess vegna Ó, þú sakbitna sæla! svo heillandi – og líka fyrir slags- málamyndum þar sem slags- málakóreógrafían (hönnun slags- málaatriða?) ber handritið algjöru ofurliði. Sjá til að mynda The Trans- porter með hinum síráma og ævin- lega órakaða Jason Statham. Samstarfsmaður minn hér á Morgunblaðinu sagðist í hlaðvarps- þættinum hafa sérstakt dálæti á kvikmyndum þar sem geimverur ráð- ast á jörðina og hetjur bjarga málunum með tilheyrandi ofbeldi, væmni og þjóðrembingi. Sami hafði líka dálæti á söngvamyndum á borð við Pitch Perfect. Það hef ég líka og eins og sjá má er mengið vítt þegar kemur að hinni sakbitnu eða -bítandi sælu. Í djörfum dansi endalaust Sæla eins er vansæla annars og hin sakbitna sæla er auðvitað persónu- bundin. Mig grunar líka að hún sé hressilega kynjaskipt. Því til dæmis þekki ég þrjár konur, reyndar allar úr sömu fjölskyldu, sem fá aldrei nóg af dansandi folum. Á ég þar við menn á borð við Patrick Swayze og John Travolta sem gerðu garðinn frægan í Dirty Dancing og Grease. Að ekki sé minnst á Point Break, reyndar eru ekki dansandi folar þar á ferð heldur hasarfolar, fyrrnefndur Swayze og Keanu Reeves. En ólíkt kvikmyndum sem áður voru nefndar eru þessar alls ekki lélegar, Dirty Dancing kemst nálægt því en alls ekki Grease og hvað þá Point Break. Væri líklega réttara að tala um hreina sælu því fyrrnefndar konur skammast sín ekkert fyrir þetta blæti sitt, þvert á móti eru þær stoltar af því. Nei, nær væri að skammast sín fyrir að hafa gaman af myndum á borð við Pretty Woman með Juliu Roberts eða Conan the Barbarian með Schwarzenegger. Eða hvað? Hvernig væri kvikmyndasagan án þeirra? Þurfum við ekki á svona kvik- myndum að halda, þessum yfirdrifnu, tilfinningaþrungnu, hallærislegu, kol- röngu, ofbeldisfullu og kjánalegu myndum? Stundum þarf maður bara að komast á almennilegt nammifyll- erí og gefa skít í hvað öðrum finnst. Söngvasæla Pitch Perfect sló verðskuldað í gegn á sínum tíma. Barbari Conan bregður brandi. Rembingur Will Smith og Jeff Gold- blum með vindla við tökur á geim- veruinnrásarheimsendaþjóðrembu- myndinni Independence Day. »Eiga þessar myndirþað sameiginlegt að hafa oftar en ekki verið rakkaðar niður af gagn- rýnendum en notið hylli almennings og jafnvel öðlast einhvers konar költstöðu. Sæla Dirty Dancing veitir mörgum sælu en ekki endilega sektarkennd. Nostalgía Weird Science heillaði unga drengi um miðjan níunda áratuginn. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S VERSLUM Á VEFNUM Á FELDUR.IS bjóðum við viðskiptavinum 15% afslátt af hlýjum vörum fyrir útiveruna og sendum frítt innanlands. AFSLÁTTARKÓÐI: FELDUR2020 Bandaríski djasssaxófónleikarinn Lee Konitz, einn af höfuðpaurum svala djassins svokallaða, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést af völdum COVID-19. Konitz átti langan og gjöfulan tónlistarferil sem stóð í 75 ár, en hann lék opinberlega fram yfir ní- rætt. Konitz varð eins og margir saxófónleikarar af hans kynslóð fyr- ir áhrifum af tilfinningaríkum og flæðandi leik Charlies Parker en valdi að fara aðra leið í sinum blæstri á alt-saxófóninn, hófstilltari, víbratólausan og meira á háu nót- unum. Sá stíll hafði einnig áhrif á marga sem á eftir komu, eins og Paul Desmond og Art Pepper. Konitz var árum saman annar í vinsældakosningum djassrita um bestu saxófónleikara, á eftir Parker, en hann þótti leika vel í ýmsum stíl- um djassins; bíboppi, svala djass- inum og þeim framsæknari. Er Ko- nitz þó ekki síst minnst fyrir merkilegt framlag sitt til þess svala á fimmta og sjötta áratugnum, en hann lék meðal annars við hlið Miles Davis í hinum frægu Birth of the Co- ol-upptökum. Margir gagnrýnendur telja tím- ann er Konitz lék í sveit píanistans Lenny Trisanos sem einn hans gjöf- ulasta. Á þeim tíma, 1951, léku Ko- nitz og básúnu- og víbrafónleikarinn Tyree Glenn, fyrstir bandarískra djassstjarna sem hér spiluðu, með ís- lenskum hljóðfæraleikurum á tvenn- um tónleikum í Austurbæjarbíói. Meðal djasshetja sem Konitz lék og hljóðritaði með á sínum langa ferli má nefna Gerry Mulligan, Dave Brubeck, Ornette Coleman, Charles Mingus, Charlie Haden, Brad Mehl- dau og Elvin Jones. Hann dvaldi löngum og starfaði í Evrópu, þar sem hann naut meiri hylli djass- geggjara en í heimalandinu. Djassblásarinn Lee Konitz allur  Einn helsti meistari saxófónsins Wikipedia/Brian McMillen Áhrifavaldur Lee Konitz blæs í saxófóninn á ljósmynd frá 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.