Morgunblaðið - 18.04.2020, Síða 17

Morgunblaðið - 18.04.2020, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Seljum og þjónustum frysti- og kælikerfi Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666 Kæli- & frystibúnaður í allar gerði og flutning Iðnaðar- einingar mikð úrval r sendi- abíla Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Loftkælings- & varmadælur ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Kórónuveiran hefur komið víða við hér í bæjarfélaginu, eins og víða um heim, hér er bókasafnið lokað og Íþróttahúsið. Allt starf eldri borgara í Miðhúsum og heim- sóknabann. Margir Sandgerðingar starfa í flugstöðinni sem er einn stærsti vinnustaður á landinu en þar er ansi dauft yfir að líta nú um þessar mundir. Þó að veiran sé víða hefur mikið aukist að fólk fari í gönguferðir um bæjarfélagið enda eru víða malbikaðir göngu- stígar. Vinna við glæsilegan göngu- og hjólastíg milli Sandgerði og Garðs gengur vel og er áætlað að í maímánuði verði framkvæmdum lokið.    Töluverð vinna hefur verið hjá fyrirtækjum sem eru í fisk- vinnslu, þar er gætt fyllsta öryggis og starfsmönnum skipt í hópa, sama á við á kaffistofum og í matarhléi. Í Sandgerði eru 10 öflug fiskvinnslufyrirtæki sem enn starfa enda er gætt þess að smit komist ekki þar inn. Það hafa verið góð aflabrögð það sem af er árinu og mikið borist í land af fiski sem að sjálfsögðu þarf að vigta á Hafnar- voginni, sem er orðin 24 ára gömul. Vigtin er mikið stálvirki, 18 metra löng og gerð fyrir að vigta 100 tonna farm, en nú hefur vigtin ver- ið dæmd ónýt enda burðarvirki hennar mikið ryðgað og tært. Búið er að fjarlægja gömlu vigtina og á næstu dögum verður sett ný og fullkomnari vigt í stað þeirrar gömlu. Nýja vigtin kostar um níu milljónir króna, til að vigta afla báta var fengin lítil pallavigt sem var notuð víða um bryggjurnar. Aflafrettir.is tóku saman hversu mikið magn af fiski hefði verið vigtað á vigtinni þessi 24 ár og er það um 600 þúsund tonn.    Ólafur Þór Ólafsson, sem hefur setið í bæjarstjórn í 18 ár, hefur sagt sig úr bæjarstjórn þar sem hann hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Tálknafirði, en Ólaf- ur á ættir að rekja til Tálkna- fjarðar. Ólafur er lærður stjórn- sýslufræðingur, svo er hann mjög fjölhæfur tónlistarmaður og á örugglega eftir taka lagið á nýjum stað. Ég óska Ólafi til hamingju með nýja starfið og þakka fyrir samstarfið frá því ég var í bæjar- málunum með honum.    Á undanförnum árum hefur verið góð aðsókn að tjaldsvæðinu. Stór hluti gesta þar er útlendingar sem oft eru að koma úr flugi eða fara í flug. Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við þjón- ustuhúsið, búið er að byggja stóran sal þar sem tjaldgestir geta setið inni og eldað eða grillað, þá er ver- ið að breyta losunarstaðnum fyrir húsbíla. Á svæðinu eru átta hús sem hægt er að fá leigð, nú er bara stóra spurningin: koma erlendir ferðamenn ekki fyrr en í haust?    Það hefur oft í vetur verið ófærð hér á skaganum og stórhríð og vegir milli byggðarlaga lokaðir. Vegna ófærðar hefur kostnaður bæjarfélagsins aukist um 60 pró- sent miðað við hvað fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir allt árið 2020. Tölu- verðu af snjó var ekið á vörubílum í sjóinn til að fá pláss á götunum.    Golfklúbbur Sandgerðis hef- ur verið að láta byggja vandaða 240 fermetra tækjageymslu við Kirkjubólsvöll með stuðningi Suð- urnesjabæjar. Hið nýja hús leysir af hólmi gamla hlöðu og fjós sem eru frá fyrri hluta síðustu aldar. Ekki hefur verið tekin ákvörðum um hvað gert verður við gömlu húsin. Menn eru þegar byrjaðir að leika golf enda er völlurinn góður. 600 þúsund tonn hafa farið á vigtina Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Elsta húsið Efra Sandgerði, byggt 1883, er elsta húsið í bænum. Lionsklúbbur Sandgerðis hefur gert húsið upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.