Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 ✝ Einar Krist-insson fæddist 20. nóvember 1935 á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, N-Múlasýslu. Hann lést eftir skamm- vinn veikindi á hjúkrunarheimilinu Eir 23. mars 2020. Foreldrar hans voru Kristinn Magn- ússon, f. 1890, d. 1958, frá Hrollaugsstöðum og Friðgerður Gunnarsdóttir, f. 1909, d. 1994, síðari kona hans, ættuð úr Eiðaþinghá og Mjóa- firði. Einar átti einn albróður, Gunnar. Hann lést af slysförum árið 1973, 32 ára að aldri, frá konu og tveimur ungum börn- um. Hálfbróðir Einars sam- mæðra var Vignir Brynjólfsson, f. 1926, d. 1983, uppalinn á Ekkjufelli í Fellum. Hálfsystir Einars samfeðra var Gróa Jón- ína, f. 1918, d. 2006. Systkin Gróu sem látin voru áður en Einar fæddist voru Einar, f. 1920, d. 1927, og Magna Sólveig, f. 1922, d. 1933. Uppeldisbróðir Einars var Hartmann Eymunds- son, f. 1929, d. 2019, systursonur Friðgerðar. Tveimur árum eftir lát Kristins fluttu Einar og móð- ir hans til Reykjavíkur. hefðbundna skólagöngu. Hann átti auðvelt með nám, var minnugur með afbrigðum og fjölfróður. Hann las utanskóla og tók landspróf frá Eiðum og stúd- entspróf frá MA 1962. Einar stundaði nám við læknadeild Háskóla Íslands 1962-63 en þar náði eðlisfræðin yfirhöndinni og helgaði hann líf sitt þeirri fræðigrein. Hann nam eðlis- og efnafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1963-64 og eðlis- og stærðfræði við Háskóla Íslands 1964-68. Hann stundaði námið af áhuga þrátt fyrir lítil efni og heilsu- brest um tíma. Hann tók einnig próf í uppeldis- og kennslu- fræði frá Háskóla Íslands 1971. Einar kenndi við Mennta- skólann á Laugarvatni vorið 1966 og var kennari við Tækni- skóla Íslands frá hausti sama ár. Hann hætti störfum þegar Tækniháskóli Íslands og Há- skólinn í Reykjavík voru sam- einaðir árið 2005. Eftir Einar liggur mikið safn dæma og kennsluefnis í eðlisfræði. Hann átti gott með að leið- beina og koma þekkingu sinni frá sér svo auðskilið væri. Hann þótti góður kennari, kenndi þúsundum nemenda og margir eiga honum þökk að gjalda. Í ljósi aðstæðna í samfélag- inu fór útför Einars fram í kyrrþey. Sambýliskona Einars var Sophia H. Ósvaldsdóttir póstfulltrúi, f. 7. maí 1938. Sonur þeirra er Magnús Orri, bygginga- fræðingur og verkefnastjóri, f. 27. apríl 1976. Kona Magnúsar er Kristín S. Harðar- dóttir, verk- efnastjóri hjá Actavis, f. 25. ágúst 1976. Börn þeirra eru Steindís Elín, f. 2008, og Theó- dór Einar, f. 2010. Einar gekk Steingrími, syni Gunnars bróð- ur síns, í föðurstað en hann var níu ára er faðir hans lést. Einar fór snemma að vinna á búi foreldra sinna eins og títt var um börn þess tíma. Sem ungur maður vann hann ýmis störf, s.s. bygginga- og véla- vinnu á Egilsstöðum, Neskaup- stað og í Reykjavík, fiskverkun á Suðureyri við Súgandafjörð, mælingastörf hjá Orkustofnun og vélgæslu hjá Áburðar- verksmiðju ríkisins. Einar var laghentur svo af bar, jafnvígur á tré, járn og rafmagn, leitaði margur maðurinn til hans með viðgerðir með góðum árangri. Hugur Einars stóð snemma til náms en efni leyfðu ekki Ungur nemur, gamall temur er máltæki og líklega átti það vel við okkur feðga framan af. Strax ung- ur hafði ég endalaust gaman af því að leika með verkfærin hans pabba úti í skúr. Þegar ég stækk- aði aðeins breyttist þetta og í stað þess að vera fyrir fór maður að gera eitthvert gagn. Haustið 1984 hófst fjölskyldan handa við að byggja í Grafarvogi og var ég munstraður upp sem sérlegur að- stoðarmaður pabba við að járna- binda og smíða steypumót, ein- angra, snitta rör og skrúfa saman, leggja rafmagn, reisa innveggi og mála. Líklega varð þetta bras okkar feðga þegar ég var 8/9 ára til þess að byggingarframkvæmd- ir urðu mitt fag. Þegar nær dró bílprófsaldri fór ég að fikta í bílum með pabba, bæði vélum og undirvagni en ekki síður boddýsmíði og bílamálun í bland við bílarafmagn. Ekki hafði ég áhuga á að leggja þetta bíladót fyrir mig en góður skóli var það. Þegar hugsað er til baka voru þetta forréttindi sem of fáir upp- lifa, þ.e. að fá að brasa gagnlega og áhugaverða hluti með foreldri sínu af því að báðir hafa áhuga á. Ónefnt er þá hversu mikið þetta breikkaði þekkingargrunninn sem býr með manni. Svo liðu árin og þá snerist dæmið við, pabbi fór að vera með mér í hinum ýmsu byggingar- verkefnum og þó við værum ekki alltaf sammála um leiðina að markinu þá tryggðu rökræður okkar líklega betri niðurstöðu en annars hefði orðið raunin. Inn á milli og aðallega síðari árin gátum við svo sífellt rætt heimsmálin og aftur vorum við ekki alltaf sam- mála en höfðum sennilega báðir jafngaman af. Pabbi var sannkallaður þús- undþjalasmiður og jafnvígur á allt en vélar og rafmagn þótti honum áhugaverðast, barnabörnin nutu góðs af því hann gat lagfært öll þeirra leikföng sem ekki þoldu meðferðina sem þau veittu þeim. Sama gilti um marga aðra sem leituðu til hans og fengu aðstoð. Pabbi hvorki gat né kunni að segja nei. Sem kennari var hann mjög vel liðinn og tók sér allan þann tíma sem þurfti til að kenna og aðstoða sína nemendur í gegn- um námið. Nemendur hans skipta þúsundum og hef ég aldrei hitt fyrrverandi nemanda hans sem ber honum ekki vel söguna. Þekki ég þessa eiginleika hans vel og naut góðs af. Fjölmörg ferðalög um landið fór ég með pabba og mömmu sem krakki og fram á unglingsár. Hringvegurinn með óteljandi út- úrdúrum var farinn annað hvert ár og alltaf var stoppað í lengri tíma á Austurlandi til að hitta fólkið hans pabba og skoða svæð- ið. Vildi hann endilega koma þekkingunni á svæðinu fyrir aust- an og landinu áfram til næsta ætt- liðar. Einnig var farið í margar hálendisferðir á Bronco-jeppan- um þar sem landið var þverað þvers og kruss. Vakti þetta mik- inn áhuga hjá mér og á líklega sinn þátt í að skáta- og björgunar- sveitarstörf áttu lengi vel hug minn allan. Þegar svona greinarkorn eru skrifuð rennur greinilega upp fyr- ir manni hversu mikið þetta hefur mótað mann á sinn hátt og get ég ekki annað en þakkað óendanlega fyrir það. Takk fyrir áhugann á mér og samferðina, takk fyrir allt, pabbi. Magnús Orri Einarsson. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, föðurbróðir minn, Einar Kristinsson. Alveg frá barnæsku fékk ég að njóta þeirrar einstöku góðmennsku og hjálpsemi sem einkenndi þig. Þeg- ar ég missti föður minn, níu ára gamall, tókstu mig að þér á vissan hátt og reyndist mér svo vel alla tíð síðan. Ég á margar góðar minningar frá samvistum okkar. Eftir því sem árin liðu áttaði ég mig betur á því hversu gaman var að hlýða á hnyttnar athugasemdir þínar um hin ýmsu málefni, þar sem oft var slegið á létta strengi. Umræðuefnið gat verið af marg- víslegum toga, hvort sem það var óstjórn hagkerfisins, sögur af af- glöpum embættismanna eða frá- sagnir af afkomendum hákarla- veiðimanna á Ströndum. Þú áttir svo til að lauma inn á milli gam- anvísum sem féllu vel að efninu. Þú varst mikill raunsæismaður með sterka réttlætiskennd og um- hyggju fyrir þeim sem stóðu höll- um fæti. Að sama skapi þótti þér minna koma til afreka þeirra sem höfðu öðlast skjótan gróða. Þú lást ekki á skoðunum þínum og áttir það til að fá birtar eftir þig greinar í dagblöðum, þar sem þú dróst gjarnan fram raunsannar hliðar á ýmsum málefnum og jafnframt oft á tíðum þær spaugilegu. Þegar árin færðust yfir fékkstu enn meiri áhuga á að kynna þér ætt og uppruna samferðamanna þinna og varst allfróður á því sviði. Það gat verið mikil skemmtun að fylgjast með hvernig þú raktir ættir manna og þá gjarnan með nokkrum hliðarsögum um ein- staka forföður eða frænda við- komandi. Þú varst sannur þúsundþjala- smiður og ansi oft tókst þér að koma í gagnið vélum eða tækjum sem búið var að dæma ónothæf. Einnig varstu ótrúlega laginn við húsbyggingar, allt frá hönnun burðarvirkis að lagnavinnu. Það voru margir vinir og ættingjar sem nutu góðs af einstöku verkviti og handlagni þinni. Vegna þess hversu hófsamur þú varst reynd- ist þó oft erfitt að endurgjalda þér greiðann. Hins vegar varstu alveg laus við prjál og tískustrauma. Ef hlutir gerðu sama gagn gætu þeir naumast þótt misfínir. Mestan hluta af starfsævi þinni kenndir þú eðlisfræði við Tækni- skóla Íslands. Þau eru ófá skiptin sem ég hef heyrt fyrrverandi nemendur þína segja frá því hvernig þú lagðir þig fram, með þolinmæði, rósemi og skýrleika, við að koma öllum sem best í gegnum námsefnið. Ég er þess fullviss að margir þeirra eru þakk- látir fyrir það. Elsku Einar, margt verður óendurgoldið af hjálpsemi þinni og náungakærleik. Eftir lifir þó þakklæti og góðar minningar um einstakan mann. Steingrímur Gunnarsson. Einar varð hluti fjölskyldu minnar um miðjan áttunda ára- tuginn þegar hann og Sophia syst- ir mín hófu búskap. Ég hafði reyndar kynnst honum áður þeg- ar hann kenndi mér eðlisfræði í Tækniskóla Íslands sem þá var og hét, og glöddu þessi nýju tengsl mig því mun meir. Einar og Sophia bjuggu lengst af við Funafold í Grafarvogi. Í bíl- skúrnum þar hafði Einar ágætis aðstöðu til smíða og viðgerða af ýmsu tagi. Það var hreint ótrúlegt hvað út úr þeim bílskúr kom; ný- uppgerðir bílar, nýsmíðuð tæki af flóknustu gerð og aflóga raf- magnstæki með nýfengið fram- haldslíf. Sagt var að ekki væri hægt að senda Einar á Sorpu - hann kom með meira heim en hann fór með, s.s. sláttuorf og ým- is raftæki sem dæmd höfðu verið ónýt af eigendum sínum. Margur maðurinn leitaði til Einars með viðgerðir og þótti gott ef menn fengu að borga útlagðan efniskostnað. Þess nutum við einnig, ég og mín fjölskylda. Einar var mótaður af uppvexti sínum. Það var ekki mulið undir hann og hann þurfti snemma að taka ábyrgð á búi foreldra sinna. Þá kom sér vel að drengurinn var vel gerður til munns og handa. Síðustu misserin sagði hann mér nokkuð frá æsku sinni á Hrol- laugsstöðum. Kjörin voru kröpp, stórt heimili þar sem margir fengu skjól og verkin mörg sem leysa varð af hendi heima og heiman til að hafa í sig og á. Eftir langan vinnudag við heyskap heima á Hrollaugsstöðum var oft farið til annarra starfa, s.s. til Seyðisfjarðar í síld þar sem unnið var kvöldið og fram á nótt. Þegar heim var komið var tekinn smá lúr áður en heyskapur hófst að nýju. Einar var fróðleiksfús drengur og aflaði sér fræðibóka um hugð- arefni sín, s.s. rafmagn og eðlis- fræði. Föðuramma hans kenndi honum að lesa og sagðist Einar hafa valið texta um aflfræði til nota við lestrarnámið. Hann nýtti sér tungumálakennslu í útvarpinu til að geta lesið á frummálinu bækur sem ekki voru til á ís- lensku. Á unglingsárum þegar hann var við byggingarvinnu á Egilsstöðum kynntist hann Tryggva Þorsteinssyni lækni sem hvatti hann til mennta. Einar fór í MA en vegna fjárskorts tók hann námið þar töluvert utanskóla og vann fyrir sér með einkakennslu. Þórarinn skólameistari mælti óspart með honum því gott orð fór af kennslunni. Kennsla varð hans ævistarf og bæði ég og aðrir geta vitnað um að þar var hann á réttri hillu. Ég hafði heyrt margan manninn lofa Einar sem kennara, en minnis- stætt er þegar við fjölskyldan vor- um við útskrift úr TÍ og nemend- ur sýndu honum þakklæti sitt á tilfinningaríkan hátt. Einar var að miklu leyti sjálf- menntaður og hafði vítt áhuga- svið. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og setti þær fram á kjarnyrtri íslensku með sínum hætti. Hann var vel- virkur, minnugur og nákvæmur. Sú nákvæmni birtist á skemmti- legan hátt þegar við fjölskyldan kvöddum þau Sophiu að aflokinni fermingarveislu á heimili okkar. Þar sem við stöndum í anddyrinu ákveður Einar að ljúka við sögu sem ekki tókst að ljúka á ná- kvæmlega þessum sama stað, ári áður, að aflokinni annarri ferm- ingarveislu. Veri Einar Kristinsson mágur minn kært kvaddur. Guðmundur Osvaldsson. Haustið 1959 bættust nokkrir ungir menn, sem höfðu lesið 3. bekkinn utanskóla, í hóp okkar sem síðar útskrifuðumst vorið 1962 frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þeirra á meðal var Einar Kristinsson sem kvaddi okkur 23. mars sl. Hæglátur og prúður skar hann sig nokkuð úr hópnum þar sem hann var 7-8 árum eldri en flestir okkar hinna. Það er veru- legur þroskamunur á 17 til 18 ára ungmennum og 24 ára fullorðnum karlmanni sem hafði stundað margvísleg störf um margra ára skeið. Samt lét Einar sig hafa það að setjast að á heimavist með galsafengnum og uppátækja- sömum piltum sem sumir hverjir voru ekki alltaf með hugann við námið. Einar lét það ekki trufla sig. Hann var harðákveðinn í að mennta sig þótt hann þyrfti að umbera einhverja bullukolla í leið- inni. Okkur þótti hann forvitnileg- ur og fundum fljótt að hann hafði fjölmargt til að bera fram yfir okkur. Það átti ekki síst við um allt er sneri að útvarpstækni en hana hafði Einar kynnt sér ungur. Það spurðist fljótt út í sveitinni Einar Kristinsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SARA SAARD WIJANNARONG, Moldhaugum, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. apríl. Í ljósi aðstæðna fer útför hennar fram í kyrrþey. Þökkum læknum, hjúkrunarfólki og heimahlynningu fyrir einstaka hlýju og alúð við umönnun hennar. Þröstur Þorsteinsson Ágúst Þór Þrastarson Alex Jón Þrastarson Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERGEIR KRISTGEIRSSON, fv. lögreglufulltrúi á Selfossi, lést á heimili sínu Grænumörk 5 á Selfossi sunnudaginn 12. apríl. Jarðsett verður í kyrrþey. Ragnheiður Hergeirsdóttir Snorri Jóelsson Þórir Hergeirsson Kirsten Gaard Grímur Hergeirsson Björk Steindórsdóttir Guðrún Herborg Hergeirsd. Júlíus Magnús Pálsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMAR HALLDÓR ÓSKARSSON hugbúnaðarsérfræðingur, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 6. apríl. Vegna aðstæðna sem nú ríkja í þjóðfélaginu verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram mánudaginn 20. apríl. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Starfsfólki hjartadeildar Landspítalans eru færðar þakkir fyrir alúð og fagmannlega umönnun. Elísabet Guðrún Snorradóttir Edda Björg Sigmarsdóttir Gunngeir Friðriksson Elísa Björg Gunngeirsdóttir Aron Andri Gunngeirsson Valdís Ósk Gunngeirsdóttir Snorri Rafn Sigmarsson Belinda Karlsdóttir Kristrún Edda Snorradóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA RAGNARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 16. apríl. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu mun útför fara fram í kyrrþey föstudaginn 24. apríl. Minningarathöfn verður haldin síðar og auglýst þegar þar að kemur. Hjartans þakkir færum við starfsfólki blóð- og krabbameinslækningadeildar 11EG og líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka alúð. Gísli Kristófersson Georg Gíslason Júlía Egilsdóttir Ólína Jóhanna Gísladóttir Jóhannes Ásbjörnsson Rúrik Gíslason Nathalia Soliani og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA MAGGÝ JÓHANNESDÓTTIR, Dista, lést á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 14. apríl. Vegna aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Ægishrauns, 5. hæð, fyrir dásamlegt viðmót og kærleiksríka umönnun. Arnþór Ingólfsson Kristín Snæfells Arnþórsd. Sigurgeir Arnþórsson Ásdís Gígja Halldórsdóttir Friðbjörg Arnþórsdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson Margrét Arnþórsdóttir Hinrik Olsen Elín Inga Arnþórsdóttir ömmubörnin, langömmubörn og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.