Morgunblaðið - 18.04.2020, Síða 43

Morgunblaðið - 18.04.2020, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Söngvaskáldið Svavar Knútur var beðinn um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. „Þvert á það sem margir kunna að halda eru tónlistarmenn mjög gjarn- an innhverfar manngerðir. Þess vegna hefur samkomubannið ótta- lega lítil áhrif á líðan mína önnur en fjárhagsleg. En vissulega leiðir mað- ur hugann að alls konar ólíkum við- fangsefnum þeg- ar stemningin í samfélaginu tek- ur svona borg- arstjórabeygju. Ég hugsa mikið um hvað þessi tími, ólíkt hrun- árunum, gefur okkur tækifæri til að horfa inn á við, hugsa í lausnum og sýna skapandi viðhorf, laus við reiði eða skömm. Við erum öll saman í þessu ástandi og þetta er engum að kenna. Það er góður upphafs- punktur í hugsun og vangaveltum. Það er bara verst að við getum ekki hist til að vinna með það, ólíkt hrun- tímanum. En jú, svona ástand dregur vissu- lega ólíkar bækur út úr bókaskápn- um og opnar mig fyrir nýrri tónlist og ýmiss konar list og fræðiritum. Ég er t.d. búinn að sökkva mér ofan í Byggðasögu Skagafjarðar, bindin tvö sem fjalla um Fljótin og Sléttu- hlíðina. Alveg makalaust efni. Þá var ég að uppgötva tvær magnaðar söngkonur og lagasmiði, þær Ástu og K.óla. Þrátt fyrir gjörólíkan stíl, þá sýna þessar tvær listakonur alveg ótrúlegt næmi og dýpt. Lagasmíð- arnar eru flóknar og frum- legar, en aðgengileg- ar, algerlega lausar við tilgerð eða til- raunir til skrums, baðaðar í ein- lægni og sköp- un. Svo er ég að skoða svolítið minn eigin geira frá ólík- um sjónar- hornum. Annars vegar út frá hinum prýðilega rit- höfundi og fyrrverandi tónlistarblaða- manni, John Niven, sem Kristinn Her- mannsson vin- ur minn kynnti mig fyrir. Bók hans, Kill your friends, er ein- stök, svört, ógeðsleg og hörð sýn á tónlistar- heiminn. En frá hinu sjónarhorninu er ég að lesa bókina Band:Smart eft- ir pönkarann Martin Atkins, sem er löðrandi í hvatningu, innsýn og góð- um ráðum til upprennandi tónlist- arfólks. Eitthvað sem ég get síðan miðlað til fólks sem leitar til mín. Maður er líka alltaf að læra. Svo er ég nú alveg sekur um að hanga dálítið í tölvunni, annars veg- ar dúllandi mér í rökþrautum á Brainzilla eða spilandi herkænsku- leiki eða hermileiki, annaðhvort sögulega eða vísindaskáldsögulega. Það er eitthvað við það að fikta við mannkynssöguna frá 1440-1830 sem kennir manni alls konar. Leikirnir heita Europa Universalis IV og Stellaris. Og við verðum bara að við- urkenna að tölvuleikir eru orðnir hluti af menningu og eru oft alveg ótrúlega góð- ir í að segja eða skapa sögu. Svo sit ég nú bara oft úti á svöl- um með kaffibolla og nýt þess að horfa út í kyrrðina í Hlíðunum. Það er afskaplega notalegt.“ Mælt með í samkomubanni Morgunblaðið/Eggert K.óla Tónlistarkonan Katrín Ólafsdóttir heillar Svavar Knút. „Hugsa í lausnum“ Svavar Knútur Leikur Kynningarmynd fyrir leik- inn Europa Uinversalis IV. Notalegt Svavar Knútur situr úti á svölum með kaffibolla. Bandaríska streymisveitan Netflix er nú orðin meira virði en risafyrir- tækið Disney, ef litið er til hluta- bréfamarkaðar. Um miðja viku, 15. apríl, náði verð hlutabréfa nýjum hæðum hjá veitunni og er það eng- in furða þegar litið er til ástands heimsins, langvarandi samkomu- banna um víða veröld og lokaðra bíóhúsa. Tímaritið Variety, sem helgar sig öðru fremur umfjöllun um kvik- myndir, greinir frá því að markaðs- verð Netflix hafi eftir lokun mark- aða á miðvikudag verið hærra en markaðsverð Disney, 187,3 millj- arðar bandaríkjadala á móti 186,6 milljörðum hjá Disney. Verð á hlutabréfum Netflix hafði þá hækk- að um 3,2% en verð á hlutabréfum Disney lækkað um 2,5%. Verð á hlut í Netflix endaði í 426,75 doll- urum en fyrra met fyrirtækisins var 418,97 dollarar, sett fyrir tæp- um tveimur árum. Þykir þetta sýna trú fjárfesta á að Netflix muni græða verulega á Covid-19-faraldrinum enda sitja nú tugmilljónir manna heima hjá sér og horfa á sjónvarpið og líklegt þykir að fleiri milljónir áskrifta að veitunni hafi selst á síðustu vikum, til viðbótar þeim sem fyrir voru, en Netflix mun birta þær tölur í næstu viku, ef marka má frétt Var- iety. Segir í henni að áhorf á net- veitur hafi aukist um 109% í Bandaríkjunum í samkomubanninu miðað við sama tíma árs í fyrra. Það er hressilegur vöxtur, svo ekki sé meira sagt. Disney Plus á siglingu Fleiri veitur en Netflix hafa not- ið góðs af ástandinu, þeirra á meðal Disney Plus sem yfir 50 milljónir eru áskrifendur að en að öðru leyti hefur Disney tapað háum fjár- hæðum og þá sérstaklega vegna lokana kvikmyndahúsa með tilheyr- andi frestunum á frumsýningum kvikmynda sem kostaði fyrirtækið tugmilljónir bandaríkjadala að framleiða. Vega þar einna þyngst myndir á borð við Mulan og Black Widow en framleiðslukostnaður þeirrar síð- arnefndu er talinn allt að 200 millj- ónir dollara og kostnaður við Mul- an er líklega svipaður. Slík fjárfesting mun varla skila sér nema fólk flykkist í bíó og þó svo kvikmyndahús verði opnuð á ný, mögulega snemma sumars, er erfitt að spá fyrir um hversu vel eða illa þau verða sótt og líklega verða fjöldatakmarkanir í sölum fyrst um sinn. Horfur eru því ekki mjög góðar þegar kemur að „big budget“ kvik- myndum svokölluðum, þeim allra dýrustu í framleiðslu sem ætlað er að skili hagnaði. Disney framleiðir bæði Marvel- og Stjörnustríðs- myndirnar og hafa sumir gengið svo langt að spá því að tími þeirra sé nú liðinn. Líklega er það þó allt- of djúpt í árinni tekið. helgisnaer@mbl.is AFP Furða Heimildarþættirnir um tígrisdýrakónginn furðulega, Joe Exotic, hafa notið mikilla vinsælda á Netflix enda lyginni líkastir. Netflix skákar Disney Frestað Scarlett Johansson á vegg- spjaldi fyrir Black Widow, ofur- hetjumynd Marvel-fyrirtækisins sem er hluti af Disney-samsteypunni.  Markaðsverð streymisveitunnar nær nýjum hæðum og er nú orðið hærra en markaðsverð Disney  Áhorf tvöfaldast Nýtt leikár Þjóð- leikhússins hefst 29. ágúst með frumsýningu á Kardemommu- bænum eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn Ágústu Skúla- dóttur, en sam- kvæmt upplýs- ingum frá leikhúsinu hefur verið ákveðið að engar fleiri sýn- ingar verði það sem eftir lifir þessa leikárs vegna samkomubanns. Til stóð að frumsýna Kardemommu- bæinn nú í vikunni í tengslum við 70 ára afmæli Þjóðleikhússins, en af því verður ekki. Samkvæmt upplýs- ingum frá leikhúsinu var þegar uppselt á hátt í 50 sýningar og fá leikhúsgestir upplýsingar um nýja sýningardaga strax í næstu viku. Önnur sýning yfirstandandi leik- árs sem frestast til þess næsta er Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem gerði leikgerðina ásamt Ilmi Stefánsdóttur. Fresta varð frumsýningunni í seinasta mánuði þegar samkomubannið var sett á, en ný frumsýningardagsetn- ing er í september. Loks má nefna að sýningar á Þínu eigin leikriti II – Tímaferðalag eftir Ævar Þór Bene- diktsson í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar halda áfram í haust. Engar fleiri leiksýningar í vor Bók Kardemommu- bærinn var nýlega endurútgefinn. UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða sem burðarpoki í verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.