Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
Leirdalur 21, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Nýjar 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs.
Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum.
Hagstæð seljendalán í boði
sýningaríbúð
Skáksamfélagið á Íslandimissti góðan mann á dög-unum þegar Gylfi Þórhalls-son féll frá eftir langvar-
andi veikindi. Hann var 65 ára
gamall.
Margir gamlir félagar Gylfa hafa
minnst hans með miklum hlýhug
undanfarið.
Hann var æði hugmyndaríkur
skákmaður og öflugustu stórmeist-
arar máttu vara sig á honum. En
hann lagði ekki fyrir sig tafl-
mennsku á alþjóðavettvangi því að
mestur tími hans fór í að sinna fé-
lagsmálum skákarinnar nyrðra,
skákkennslu barna og unglinga og
skipulagi móta og keppnisferða og
var sálin í Skákfélagi Akureyrar
áratugum saman, tefldi í fyrstu
keppni Íslandsmóts skákfélaga
haustið 1974 og missti varla úr skák
eftir það. Þeir voru margir aðrir sem
treystu stoðir þessa ágæta skák-
félags en þáttur Gylfa er óumdeild-
ur. Hann var gerður að heiðurs-
félaga Skáksambands Íslands fyrir
nokkrum árum og var það vinsæl
ákvörðun.
En hvernig skákmaður var hann?
Það er ekki alveg einfalt að lýsa
skákstíl Gylfa. Hann minnti stund-
um á 19. aldar meistarana og það var
engin deyfð né drungi yfir borðinu
þegar hann sat að tafli. Flækjur
voru í hávegum hafðar. Gamall vinur
hans að norðan, Pálmi Pétursson,
benti á stórskemmtilega baráttu
Gylfa við bandarískan skákmann á
opnu alþjóðlegu móti sem haldið var
á Egilsstöðum sumarið 1987. Skákin
var langt í frá gallalaus og lengi vel
var Gylfi með tapað tafl en hann
greip tækifærið þegar það gafst:
Max Zavanelli – Gylfi Þórhalls-
son
Vínartafl
1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d4
Tiltölulega sjaldséð afbrigði sem
andstæðingur Gylfa virðist hafa
kunnað mjög vel.
3. … exd4 4. Rf3 Bc5 5. e5 d5 6.
exf6 dxc4 7. De2 Be6 8. fxg7 Hg8 9.
Bg5 Dd5 10. Rc3!
Öflugur leikur sem setur svartan í
mikinn vanda. Nú er 10. … dxc3
svarað með 11. Hd1!
10. … Df5 11. O-O-O Rc6 12. g4!
Dg6 13. Rd5!
Hvítur hefur gert allt rétt og
stendur til vinnings.
13. … d3!?
Reynir að loka línum.
14. Rxc7+ Kd7 15. Rxa8 Bd6!
16. cxd3 c3 17. d4 Bxg4
Svartur er enn heilum hrók
undir og hvítur hefur nær alltaf
hitt á besta leikinn. Nú er einfald-
ast að leika 18. Re5+ t.d. 18. ..
Rxe5 19. dxe5 Bxe2 (eða 19. …
Dxg5+ 20. De3! o.s.frv.) 19.
Hxd6+ Dxd6 20. exd6 og hvítur á
vinningsstöðu.
18. Db5 Kc8 19. Hd3 Rb4 20.
Hxc3+ Kb8 21. He1 f6 22. Rc7
Rxa2+ 23. Kd2 Rxc3 24. He8+
Kxc7 25. Dc4+ Kb6 26. Db3+?
Fyrst nú stígur hvítur feilspor.
Vinning var að hafa með 26. Dxg8,
t.d. 26. … Rb5 27. He1 o.s.frv. )
26. … Rb5! 27. 27. Hxg8 Bxf3
28. Be3 Db1 29. d5+ Ka5
Furðuleg staða.
30. Bb6+
Hvítur er ekki af baki dottinn.
Þetta er eina leiðin til að halda
baráttunni áfram, 30. … axb6
strandar á 31. Ha8+ og mátar.
30. … Kxb6 31. He8 Bb4+?
Sterkara var 31. … Bf4+ 32.
He3 Df1! o.s.frv.
32. Dxb4 Dd1+ 33. Ke3 De2+
34. Kf4 Dxe8 35. Kxf3 Dh5+ 36.
Dg4?
Hann gat varist betur með 36.
Kg3. Nú getur svartur unnið með
36. … Rd4+ 37. Kg3 Rf5+ 38.
Dxf5 Dxf5 39. g8(D) Dg6+ og
peðsendataflið er auðunnið.
36. … Dxd5+ 37. Kg3 Dg8 38.
Dd7 a6 39. De7 Rd4 40. Dd6+ Kb5
41. Dxf6
Skárra var 41. Dxd4 en and-
stæðingi Gylfa gast ekki að erfiðu
drottningarendatafli peði undir.
41. … Dxg7+! 42. Dxg7 Rf5+
43. Kf4 Rxg7 44. Kg5 Kc5 45. Kh6
Rf5 46. Kxh7 Kd5 47. Kg6 Ke5 48.
Kg5 a5 49. Kg4 Ke4 50. Kg5 b5
- og hvítur gafst upp.
Gylfi var sálin í Skák-
félagi Akureyrar
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Heiðursfélagi SÍ Gylfi Þórhallsson við taflið.
Fyrir skömmu birtist
ágæt grein: „Ætihvönn
gamalt pestarlyf“ eftir
Þorvald Friðriksson
fréttamann þar sem
hann bendir á gamalt
viðtal við Margréti
Guðnadóttur, prófessor
og veirufræðing. Hér
viljum við taka undir
hvatningu Þorvaldar og
hvetja menn til að nýta
sér íslenskar lækn-
ingajurtir sem finnast víða í íslenskri
náttúru.
Veiruvirk efni í jurtum
Nú er mikið rætt um kórónaveiru,
COVID-19, og hefur hún breiðst út og
valdið farsótt sem herjar á heims-
byggðina alla. Slíkar farsóttir gerðu
mikinn usla á árum áður og varnir eru
litlar enn í dag. Það mun taka tíma að
þróa og framleiða hentug lyf og munu
ekki allir hafa aðgang að þessum
lyfjum. Þegar slík vá herjar er vert að
huga að því hvernig hægt er að efla
varnir líkamans á
annan hátt, t.d.
með því að leita að
náttúrulegum
veiruvörnum. Í
náttúrunni finnast
veiruvarnir sem
plöntur hafa þróað en plöntur hafa
eigin varnarvopn sem þær hafa þróað
á milljónum ára. Þessar veiruvarnir
eru margskonar lífvirk náttúruefni
sem finnast bæði í grænmeti og
ávöxtum og í ýmsum lækningajurt-
um, m.a. í ætihvönn, blóðbergi og vall-
humli. Til dæmis hefur verið sýnt
fram á að ef sellerí er sýkt með veiru
þá er framleiðsla á fúranókúmarín-
efnum örvuð mjög í jurtinni og bæla
þessi efni veirufjölgun í jurtinni.
Fúranokúmarín eru mikilvæg efna-
vopn jurta og hefur verið sýnt fram á
að þessi efni hafa einnig áhugaverða
lífvirkni í mönnum. Með því að neyta
jurta sem hafa veiruvirk efni eða
heilsubótarefna sem unnin eru úr
þessum jurtum má hugsanlega draga
úr áhrifum veirusýkinga. Í ætihvönn
eru mörg veiruvirk efni. Imperatorin
er fúranókúmarín sem
mikið er af í ætihvönn.
Þetta efni hindrar t.d.
fjölgun á veiru sem
veldur eyðni. Flavono-
ídar er stór flokkur líf-
virkra efna og eru sum
þessara efna virk gegn
veirum. Í ætihvönn,
vallhumli og blóðbergi
eru efni sem hefta vöxt
á kvefveirum. Gömul
hefð er fyrir því að nota
blóðberg við kvefi og
flensu. Ekki hefur tek-
ist að bera kennsl á öll
veiruvirku efnin í þessum jurtum.
Hagnýtum þekkingu
og reynslu fyrri kynslóða
Notkun ætihvannar til lækninga á
sér langa sögu. Í Norður-Evrópu
töldu menn hvönnina vera eina mikil-
vægustu lækningajurtina. Auk þess
að vera mikilvæg matjurt á Norður-
löndum og Bretlandseyjum var lækn-
ingamáttur hvannarinnar vel þekktur
meðal norrænna manna. Öll jurtin
var notuð til lækninga, bæði laufið og
ræturnar sem mátti geyma þurrk-
aðar árum saman,
einnig safaríkir og
meyrir blaðstilk-
arnir svo og fræin
sem þroskast síð-
sumars. Ætihvönn
var talin geta
læknað fjölda sjúkdóma. Vallhumall
er önnur mjög öflug lækningajurt
sem er töluvert mikið notuð, m.a. í
græðandi smyrsl. Náttúra Íslands
hefur upp á að bjóða fjölda áhuga-
verðra lækningajurta, bæði í sjó og á
landi, og ættum við að nýta þær betur
til að styrkja heilsuna og skapa úr
þeim aukin verðmæti.
Heimildir:
Aniviral potental of medicinal plants against
HIV, HSV, influenza and coxsackievirus:
Adam M. et al. Phytother. Res. 2018: 32(5):
811-822.
Antiviral herbs-present and furure. Huang
J. et.al. Infect. Disord. Drug Targets. 2014:
14(1):61-73.
Imperatorin Inhibits HIV-I Replication
through an Sp1-dependent Pathway. Rochio
Sancho et. al. J. Biol. Chem. 2004. 279,
37349-37359.
Eflum forvarnir
gegn veirusýkingum
Eftir Sigmund
Guðbjarnason
»Náttúra Íslands
hefur upp á að
bjóða fjölda áhuga-
verðra lækningajurta.
Sigmundur
Guðbjarnason
Höfundur er prófessor emeritus.
sigmgudb@hi.is
Ólafur Halldórsson fæddist
18. apríl 1920 í Króki í Flóa.
Foreldrar hans voru hjónin
Halldór Bjarnason, bóndi þar,
f. 1888, d. 1988 og Lilja Ólafs-
dóttir, f. 1892, d. 1974.
Ólafur ólst upp í Króki, lauk
stúdentsprófi frá MA árið 1946,
cand.mag.-prófi í íslenskum
fræðum frá Háskóla Íslands
árið 1952. Í Kaupmannahöfn
sérmenntaði hann sig í hand-
ritalestri hjá Jóni Helgasyni
prófessor auk þess að starfa
sem lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Árið 1963
bauðst Ólafi starf við Handrita-
stofnun Íslands, nú Stofnun
Árna Magnússonar, við hand-
ritarannsóknir og fluttist heim
með fjölskyldu sína.
Ólafur starfaði við Stofnun
Árna Magnússonar til starfs-
loka við sjötugt en sjálfstætt
eftir það. Ólafur vann um ára-
tugaskeið að rannsóknum á
handritum, textum og útgáfum
á fornsögum. Helstu verkefni
hans voru m.a. Ólafs saga
Tryggvasonar, Færeyinga-
saga, Grænland í miðalda-
ritum, Jómsvíkingasaga og
Miðaldarímur. Hann var kjör-
inn félagi í Vísindafélagi Ís-
lendinga árið 1975.
Kona Ólafs var Aðalbjörg
Vilfríður Karlsdóttir, f. 1925, d.
1998. Börn þeirra eru þrjú.
Ólafur lést 4.4. 2013.
Merkir Íslendingar
Ólafur
Halldórsson