Morgunblaðið - 18.04.2020, Side 23

Morgunblaðið - 18.04.2020, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Vorverk Allt fram streymir og garðyrkjufólk hreinsar nú sprek og sölnuð lauf frá síðasta sumri úr görðum. Senn laufgast allt að nýju því lífið heldur áfram, hvað sem líður kórónuveiru. Eggert Þær sóttvarnaraðgerðir sem nauðsynlegt hefur verið að ráðast í vegna COVID-19 hafa haft mjög mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Heilu at- vinnugreinarnar eru lam- aðar og ljóst er að fjöldi fyrirtækja hefur eða mun lenda í miklum og jafnvel óyfirstíganlegum vanda. Við höfum síðustu vikur unnið út frá því að um tíma- bundið ástand væri að ræða, engar tekjur yrðu af ferðaþjónustu í skamman tíma en síðan færi að rofa til. Sem ráðherra vinnumarkaðsmála lagði ég höfuðáherslu á að bregðast hratt við og koma strax fram með frumvarp um hluta- atvinnuleysisbætur þar sem hægt væri að minnka starfshlutfall niður í allt að 25% og Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi at- vinnuleysisbætur á móti. Með þessu mynd- um við tryggja að ráðningar- sambandi fólks og fyrirtækja yrði viðhaldið gegnum þetta tíma- bundna óveður. Markmiðið var að verja störf og framfærslu fólks. Nú eru um 33.000 einstaklingar skráðir á umræddar hluta- atvinnuleysisbætur og jafnframt eru 15.000 einstaklingar að fullu skráðir án atvinnu. Staðan er því sú að um 25% af öllum sem eru á vinnumarkaði eru skráð að fullu eða að hluta á atvinnuleysisbætur. Þetta hefur í för með sér að út- greiddar atvinnuleysisbætur munu líklega nálgast allt að 100 millj- arða á þessu ári og er það um 70 millj- örðum hærra en ráðgert var. Hlutaatvinnuleysisbætur höfðu skýrt markmið Framundan er að taka ákvörðun um hvaða úrræði taka við fyrir starfsmenn sem hafa verið á hlutaatvinnuleysisbótum. Við þurfum m.a. að leggja mat á hvort telja megi að það tímabundna ástand sem við vorum að brúa með hlutaatvinnuleysisbót- unum sé í raun að verða varanlegt og ef svo er með hvaða hætti sé hægt að hlúa sem best að fólki og búa til ný störf. Í öllum skrefum sem stigin eru þá er það fyrst og síðast skylda okkar að aðgerðir í þessum málum tryggi stöðu fólksins í land- inu, framfærslu fjölskyldna og heimila þeirra. Við verðum að hafa hugfast, þótt óvinsælt kunni að reynast, að stjórnvöld geta ekki bjargað öllum fyrirtækjum gegn- um skaflinn með fjárframlögum úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna. Með þessu er ekki verið að tala gegn aðgerðum til að að- stoða fyrirtæki heldur verið að minna á þá staðreynd að ekki sé hægt að vænta stuðn- ings af hendi hins opinbera umfram það sem talist getur mikilvægt út frá almanna- hagsmunum. Við eigum sóknarfæri sem nú þarf að nýta Stóraukið atvinnuleysi kallar jafnframt á að við stígum stærri skref í að nýta vannýtt sóknarfæri til eflingar á innlendri fram- leiðslu og aukinni verðmætasköpun í ís- lensku hagkerfi. Þarna má t.d. nefna að- gerðir sem þarf að ráðast í til að efla landbúnað, einkum grænmetisrækt, auka möguleika íslenskrar kvikmyndagerðar, styrkja sóknarfæri í hugvitsiðnaði o.fl. Oft og tíðum þarf einfaldar kerfisbreytingar og/ eða fjárveitingar til að hægt sé að sækja fram á þessum sviðum og þær eigum við að framkvæma núna. Við ætlum ekki og munum ekki sem sam- félag sætta okkur við atvinnuleysi líkt og það sem er nú um stundir. Undir liggur öll samfélagsuppbygging okkar og velferð þjóðarinnar. Eftir Ásmund Einar Daðason » Aðgerðir okkar verða að tryggja framfærslu fjöl- skyldna og heimila þeirra. Ásmundur Einar Daðason Skylda okkar að standa með fólki og fjölskyldum Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Mér er sagt að í kjölfar spænsku veikinnar og með tilkomu mjólkuriðnaðarins og danskra mjólkurfræðinga hingað hafi hreinlæti stór- aukist. Einnig risu hús- mæðraskólar sem kenndu ungum stúlkum grundvall- aratriði í hreinlæti og mat- argerð. Eitt er líka víst að í heimavistarskólum var mikið lagt upp úr hreinlæti og góðri umgengni. Ég minnist þess þegar ungur ég var og við systkinin vorum að þvo okkur fyrir svefninn, þá sagði móðir mín stundum til áherslu „þetta er kattarþvottur“. En maður varð að sápuþvo sér rækilega og núa höndunum saman í heita vatninu í vaskafatinu. Þá var ekki rennandi heitt vatn í hverjum krana. Laugardagar voru þá hrein- lætisdagar á heimilunum undir óskalögum sjúklinga fyrir hádegi. Allt var skúrað út og skipt á rúm- unum. Á þetta minnist ég hér vegna þess að mig grunar að hreinlæti hafi verið nokkuð á undanhaldi í landinu um nokkra hríð. Ég hef sjálfur tekið eftir því á almenningssalernum að karlar og ekki síður þeir yngri þvo alls ekki hendurnar eftir athöfnina. Sé á götum úti að enn snýta menn sér í lófann og þurrka í buxurnar. Svo rétta þeir manni höndina og heilsa með veiruna milli fingr- anna. Gömlu mennirnir snyrtilegu höfðu tvennt í vasanum, fiskikníf og vasaklút. Það sagði mér kona á dögunum sem annast hreinlætisstörf í grunnskóla að hún tók að veita því athygli hversu lítið gekk á sápur og handþurrkur á klósettunum. Hún ræddi málið við skólastjórnendur og málið var tek- ið föstum tökum. Það var eins og við mann- inn mælt, kvefið og veikindi barnanna minnkuðu til muna. Nú þegar þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir hefur kennt okkur svo margt í daglegum þáttum um mikilvægt hreinlæti og betri siði set ég þessa hugsun á blað. Þrifnaður er undirstaða góðrar heilsu og þar gegna for- eldrar stærstu hlutverki en skólarnir og heil- brigðisyfirvöld eru í lykilstöðu með foreldr- unum í uppeldi barnanna. Ég tek líka eftir einu sem var bannað hér áður fyrr. Gæludýr eru nú meðhöndluð eins og menn, sofa hjá börnum og eru ofan í vitum þeirra! Kötturinn fer út, en hvað ber hann með sér til baka? Húsdýrin voru mikilsvirt en þau voru ekki í eldhúsi eða svefnherbergjum barnanna. Eftir Guðna Ágústsson »Húsdýrin voru mikilsvirt en þau voru ekki í eldhúsi eða í svefnherbergjum barnanna. Guðni Ágústsson Þetta er kattarþvottur, sagði móðir mín Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.