Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 4
4 KÓRÓNUVEIRUFARALDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Ragnhildur Þrastardóttir Þór Steinarsson Sigurður Bogi Sævarsson Snorri Másson Frá fimmtudegi til dagsins í gær, föstudags, greindust alls 15 manns á Íslandi með kórónuveiruna; að meirihluta fólk sem hafði verið í sóttkví. Níu eru látnir af völdum sjúkdómsins, fjöldi staðfestra smita er nú 1.765 og 522 eru í ein- angrun. Alls 1.224 hafa náð bata eða um 70% þeirra sem sýkst hafa. „Faraldurinn er á niðurleið en reynslan annars staðar frá sýnir að það gerist ekki mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á upplýsingafundi al- mannavarna í gær. Hann hvatti því fólk til að vera áfram á varð- bergi og benti á að enn gætu kom- ið upp hópsýkingar. Ekki hægt að útiloka hópsýkingar Samstaðan er mikilvæg, sagði Þórólfur, og sömuleiðis að fólk færi eftir þeim fyrirmælum um smitvarnir og fjarlægðartakmark- anir sem hafa og verða gefin út. Enn hefði 4. maí, dagurinn sem létt verður á takmörkunum, ekki litið dagsins ljós og allt væri óbreytt þangað til. Á upplýsingafundi gærdagsins fór Alma Möller yfir stöðu heil- brigðisþjónustu í landinu og sam- ráð milli heilbrigðisumdæma og góða samvinnu á fundum. Á covid- deild Landspítalans sé fylgst með stöðunni, heilsugæslan á hverjum stað sjái um vitjanir og þeir sjúk- lingar sem þurfi innlögn fari á LSH eða sjúkrahúsið á Akureyri. Þá hefur tekist að létta á því mikla álagi sem var á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með atfylgi bakvarða- sveitar, en allt að 60 manns hafa undir merkjum þeirrar sveitar far- ið vestur að undanförnu og rétt hjálparhönd. Á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands sagði Alma að ástandið væri viðráðanlegt og tekist hefði að leysa úr málum á Norðurlandi, en þar ber hátt að margir í Húna- þingi vestra veiktust eða þurftu að fara í sóttkví en eru nú lausir. Á Austurlandi hefði sömuleiðis geng- ið vel og færri smit greinst þar en annars staðar. Á Suðurlandi hefði spilast ágætlega úr hlutunum þótt mikið álag hefði verið á sjúkrahús- inu í Vestmannaeyjum á tímabili. Róðurinn á hjúkrunarheimilum hefði verið erfiður í byrjun en þar hefðu bakvarðasveitir nýst vel. Sterk keðja og góð samstaða „Það sem hefur einkennt allt þetta ferli hjá okkur er góð sam- staða. Allar stéttirnar hafa komið sterkt inn, sem sýnir hve sterk keðjan er þegar allir hlekkirnir koma saman,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri, á upplýsingafundinum í gær. Hún þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín og sagði þrekvirki hafa verið unnið. Á Akureyrarspít- ala var legudeild, sem getur tekið á móti allt að tíu smituðum sjúk- lingum, sett á laggirnar á skömm- um tíma. „Að opna nýja legudeild á stuttum tíma er eiginlega þrek- virki. Horfa þarf til margra þátta eins og mannskapar, búnaðar, smitvarna, tækni og svo framvegis þannig að það var afskaplega vel gert,“ sagði Hildigunnur. Þá sagði hún að mikilvægi sjúkraflugsins hefði komið vel í ljós að undan- förnu. Flókið væri að flytja smitað fólk á milli landshluta með flugi og á sjúkrahús. Flutnings- og ein- angrunarhjúpar hefðu dugað ágætlega, að sögn Hildigunnar, en tæknin væri hins vegar langt frá því að vera fullkomin. Á upplýsingafundinum í gær gerði Hildigunnur mikilvægi smit- varna að umtalsefni, en á Sjúkra- húsinu á Akureyri hefði allt verið gert til að tryggja öryggi starfs- manna og sjúklinga. Í því efni hefði fjarfundabúnaður reynst vel og gagnast vel til að veita sjúk- lingum góða þjónustu. Þróa og bæta starfsemi Hildigunnur sagði ánægjulegt hve fá tilfelli hefðu komið upp á Norðurlandi en sjúkrahúsið væri meðvitað um að upp gætu komið hópsýkingar sem kölluðu á aðgerð- ir innanhúss og væri tilbúið í slíkt verkefni, kæmi til þess. Allt hefði þetta skapað þekkingu meðal starfsmanna sjúkrahússins, sem notuð yrði til að bæta og þróa frekar þá starfsemi sem sjúkra- húsið hefði með höndum. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 84 Útlönd 1 0 Austurland 8 25 Höfuðborgarsvæði 1.285 1.034 Suðurnes 77 59 Norðurland vestra 35 2 Norðurland eystra 46 54 Suðurland 176 144 Vestfirðir 83 99 Vesturland 41 42 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 39.536 sýni hafa verið tekin 1.224 einstaklingar hafa náð bata 9 einstaklingar eru látnir 32 eru á sjúkrahúsi 3 á gjör-gæslu 522 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 16. apríl Heimild: covid.is 1.754 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.754 522 feb. 1.650 1.375 1.100 825 550 275 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 80% 54% 10,1% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,66% sýna tekin hjá ÍE 17.445 hafa lokið sóttkví1.543 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit mars apríl Um 70% smitaðra hafa náð bata  Alls 1.765 manns hafa smitast  Enn er hætta á hópsýkingum  Samstaða um smitvarnir er mikil- væg  Bakverðirnir hafa bjargað miklu  Þrekvirki unnið  Fá tilfelli hafa komið upp á Norðurlandi Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Þríeykið á sínum púltum og Hildigunnur Svavarsdóttir í mynd að norðan með fjarfundabúnaði. „Einmitt núna erum við í stríði,“ sagði Jón Páll Hreins- son, bæjar- stjóri í Bol- ungarvík, á upplýsinga- fundi vegna kórónuveir- unnar sem haldinn var þar í bæ í gær og sýndur á netinu. Þar kom fram að hápunktur greindra smita kæmi sennilega síðar fyrir vest- an en á höfuðborgarsvæðinu. Faraldurinn væri ekki á undan- haldi og því væri ekki í boði að brjóta reglur um sóttvarnir, fjarlægð og fjöldatakmarkanir. „Ekki er útlit fyrir annað en að greindum smitum haldi áfram að fjölga,“ sagði Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða. Skimað hefur verið fyrir kórónuveirunni hjá 1.500 manns á Ísafirði og í Bolung- arvík síðan á miðvikudag og lauk því verkefni í gær. Búast má við að greindum smitum fjölgi þegar niðurstöður skim- unar koma í ljós, á allra næstu dögum. Strangar takmarkanir um daglegt líf fólks gilda á norð- anverðum Vestfjörðum, en þar mega aldrei fleiri en fimm koma saman í einu. Bannið gildir til 26. apríl og verður mögulega framlengt. Nokkuð hefur verið um brot á reglum og hefur lögreglan áminnt við- komandi. Smitunum mun fjölga VIÐSJÁR Á VESTFJÖRÐUM Gylfi Ólafsson Icelandair mun neyðast til þess að fækka enn frekar í hópi starfs- manna sinna á komandi vikum vegna þeirrar stöðu sem ríkir í flugheiminum. Þetta sagði Bogi Nils Bogason í samtali við mbl.is í gær. Hann seg- ir þó að vonir standi til að hægt verði að ráða fólk að nýju þegar að- stæður snúist til hins betra. Hjá fé- laginu störfuðu í fyrra að meðaltali ríflega 4.700 manns. Í síðasta mán- uði var 240 starfsmönnum sagt upp störfum og stærstur hluti þeirra sem eftir sátu var færður í hluta- starfsúrræði Vinnumálastofnunar. Í gærmorgun sendi Icelandair Group frá sér tilkynningu til Kaup- hallar Íslands þess efnis að það hygði á hlutafjárútboð til að styrkja lausa- og eiginfjárstöðu sína. Það væri auk þess gert til þess að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Í tilkynningunni sagði að forsenda slíks útboðs væri að viðræður við stéttarfélög skiluðu ár- angri en einnig samtöl sem félagið á nú við fjármögnunaraðila sína, flug- vélaleigusala og aðra birgja. Nýir samningar lykilatriði Í fyrrnefndu samtali sagðist Bogi Nils hafa trú á því að félagið gæti orðið samkeppnishæft á alþjóða- vettvangi og þar með vænlegur fjárfestingarkostur. Samningar við flugvirkja, flug- menn og flugfreyjur eru nú ann- aðhvort lausir eða losna á þessu ári. Segir Bogi að það sé algjört lykil- atriði að ganga frá langtímasamn- ingum við þessa aðila. „Við teljum þetta nauðsynlegt svo að fjárfestar komi að félaginu. Við höfum fengið skilaboð þar um.“ Hlutabréfaverð Icelandair Gro- up tók mikla dýfu við opnun mark- aða í gærmorgun og nam lækkunin á tímabili ríflega 10%. Félagið rétti nokkuð úr kútnum þegar leið á daginn. Hins vegar enduðu bréf fé- lagsins á því að lækka um tæplega 6,2%. Er markaðsverð félagsins nú 17,4 milljarðar króna. Um mitt ár 2016 nam markaðsvirði félagsins nærri 200 milljörðum króna. Sviptingar hjá Icelandair  Frekari uppsagnir í kortunum  Leita að nýju fjármagni Bogi Nils Bogason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.