Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Markmiðið með diskinum var að taka saman þverskurð af samstarfi mínu við búlgarska harmóníkusnill- inginn Borislav Zgurovski,“ segir Haukur Gröndal, klarínettu- og saxófónleikari, um geisladiskinn Narodna Muzika – Balkan Impress- ions sem hann hefur sent frá sér og tileinkaður er Zgurovski sem fagn- aði 50 ára afmæli sínu í mars 2019. „Foreldrar Borislav gáfu honum harmóníku þegar hann var sex ára. Eftir mánuð var hann farinn að spila Vínarvalsa á hljóðfærið sem hann lærði að spila eftir eyranu og þá ákváðu foreldrar hans að setja hann í tónlistarskóla með það að markmiði að gera hann að músíkant. Hann er mjög vel að sér í ýmsum þjóðlagastíl- um frá Balkansvæðinu og hann kann utanbókar ógrynni af lögum. Við þetta bætist að hann er mjög slyng- ur útsetjari og vinnur í dag sem út- setjari, upptökumaður, hljómsveit- arstjóri og listrænn stjórnandi þjóðarhljómsveitarinnar í Plovdiv þar sem hann býr,“ segir Haukur og bendir á að Plovdiv sé næststærsta borg Búlgaríu. „Þarna fer sannur virtúós,“ bætir Haukur við. Tók mér opnum örmum „Narodna Muzika þýðir einfald- lega þjóðleg tónlist á búlgörsku,“ segir Haukur og rifjar upp að hann hafi spilað undir merkjum Narodna Muzika síðan 2006. „Markmið mitt er og hefur frá upphafi verið að freista þess að kynna suðaustur- evrópska tónlistarstíla fyrir íslensk- um tónlistarunnendum. Ég hef í gegnum tíðina reynt að láta ekki segja mér að einu menningar- straumarnir af viti fyrir mig sem Íslending séu af vestrænum toga. Það getur verið vandasamt að halda sig við efnið þar sem víða í kringum okkur er því sem er utan hins vest- ræna meginstraums ýtt til hliðar sem óþarfa fyrir furðufugla, grúsk- ara og bókabéusa,“ segir Haukur og rifjar upp að tilurð Narodna Muzika megi rekja til þess að hann kynntist og hóf að starfa með Zgurovski. „Árið 2006 dvaldi ég hjá Borislav og nam hjá honum búlgarska þjóð- lagatónlist. Hann tók mér opnum örmum og það fór það vel á með okk- ur að ég mátti til með að bjóða hon- um hingað til Íslands í staðinn,“ rifj- ar Haukur upp og bendir á að saman hafi þeir farið í tónleikahringferð um Ísland árið 2007. „Síðan hefur verið mikið samstarf milli okkar og hann hefur flækst inn í verkefni annarra Íslendinga líka. Þetta hefur verið kollektív Íslendinga, sem hafa haft áhuga á að stúdera Balkanmúsíkina, og Búlgara, sem hafa komið að þessu verkefni í gegnum Borislav,“ segir Haukur sem með hópi Íslendinga hefur í gegnum árin spilað Balkan- tónlist undir merkjum hljómsveit- arinnar Skuggamyndir frá Býsans. Vantaði betri jarðtengingu Spurður hvað það sé við Balkan- tónlistina sem heilli rifjar Haukur upp að hann hafi kynnst tónlistinni fyrir tæpum 20 árum. „Frá því ég var unglingur stúderaði ég djass- músík á saxófón og klarínett. Ég var hins vegar alltaf að leita að einhverju sem myndi jarðtengja mig á ein- hvern hátt,“ segir Haukur og tekur fram að hann hafi fundið sterka tengingu við alþýðutónlist. „Mér fannst margt í nútímalegum djass- formum snúast of mikið um einstak- lingana og færni þeirra í stað þess að snúast um að miðla sameiginlegum tónlistararfi sem enginn einn getur átt. Mér fannst ég geta hvílt egóið í þjóðlagatónlistinni,“ segir Haukur kíminn og bætir við: „Þetta orðalag hljómar kannski furðulega í ljósi þess hversu aggressív Balkan- músíkin er, full af nótum og tækni- lega flókin að spila. Út frá tónlistinni mætti halda að maður væri á ein- hverju egótrippi, en það er í rauninni langt því frá. Í mínum huga verður maður nokkurs konar verkfæri eða farvegur til að miðla alþýðumenn- ingu þar sem þjóðlagatónlistin hrein- lega streymir í gegnum mann. Mér fannst eins og búlgarskir tónlistar- menn hvíldu mun betur í list sinni en margir þeirra sem ég hef unnið með í djassgeiranum og það heillaði mig. Í þessari músík tengjumst við sem tónlistarmenn líka samfélaginu með öðrum hætti,“ segir Haukur og bendir á að þjóðlagatónlistin veiti áheyrendum iðulega innblástur til að dansa. „Tónlist og dansmennt eru nátengd í búlgarski menningu sem skapar aðra orku.“ Fjölþjóðlegt band Haukur dregur ekki dul á að búlg- örsk þjóðlagatónlist sé krefjandi í flutningi. „Ég hef varið mjög miklum tíma í að tileinka mér ákveðin tónlit til að nálgast stílinn betur. Það hefur tekið mig fjölda ára að ná tökum á þessu og ég er hvergi nærri hættur. Stór hluti af ferlinu hefur falist í því að skerpa skynjun mína á tónlist til að fanga sem flest af blæbrigðunum. Með þeim Hauki og Zgurovski leika á diskinum þeir Ásgeir Ásgeirsson á meðal annars tambúru, búsúkí, oud og sítar, Þorgrímur Jónsson á bassa, Erik Qvick á slag- verk, Ivan Todorov á básúnu og horn og Nimrod Ron á túbu. Diskurinn er tekinn upp bæði hérlendis og í Búlg- aríu. „Það æxlaðist þannig að við gátum boðið Borislav til Íslands haustið 2018 og þá tókum við upp stóran hluta af plötunni,“ segir Haukur og tekur fram að þeir hafi í hvoru lagi síðan tekið upp efni sem blandað hafi verið saman við. „Þetta er því stúdíóplata, enda hefði ekki verið hægt að gera þetta öðruvísi kostnaðarlega séð í ljósi þess hversu margir hljóðfæraleikarar koma að flutningnum. Ég blanda hefðbundnu sampili með bassa og slagverki sam- an við brassið þar sem mikið fer fyrir túbunni sem Ísraelinn Nimrod Ron leikur á, en hann býr og starfar hér- lendis með Sinfóníuhljómsveitinni,“ segir Haukur og tekur fram að sér hafi þótt vænt um að hafa bandið fjölþjóðlegt. Heppinn að sleppa heill Haukur útsetti öll lögin á disk- inum og því liggur beint við að spyrja hvernig hann nálgaðist það verkefni. „Mig langaði til að taka sum af þessum þjóðlögum og láta þau hljóma öðruvísi en þau oftast gera. Ég nálgaðist lögin sem laglínur sem hægt væri að gera hvað sem er við,“ segir Haukur og tekur fram að hann fari mislangt í þeirri nálgun sinni eftir því sem lögin gefa tilefni til. „Lögin valdi ég úr efnisskrá okk- ar Borislav sem nær yfir rúman ára- tug. Í raun má segja að stiklað sé á stóru. Þarna eru líka lög sem ég lærði hjá búlgörskum músíköntum sem hafa fylgt mér í töluverðan tíma. Ég er í raun að heiðra þá með því að spila lögin þeirra,“ segir Haukur sem lét tvö frumsamin lög einnig fljóta með. „Lagið „Tuk Tuk Kyuchek“ samdi ég meðan ég dvaldi á Indlandi 2018,“ segir Haukur og bendir á að tuk tuk séu litlir þriggja hjóla leigubílar sem flestir nota á ferðalögum sínum í Asíu. „Þeir keyrðu svo brjálæðislega að mér fannst ég verða að fanga þyngdarleysið sem aksturinn fram- kallaði. Það var í raun ótrúlegt að maður skyldi komast heill út úr sum- um af þessum bíltúrum,“ segir Haukur og rifjar upp að bílstjórarnir fari mjög frjálslega með umferðar- reglurnar. Aðspurður segir Haukur að þeir Zgurovski hafi í gegnum tíðina náð að hittast um það bil einu sinni á ári til að spila saman. „Ég var að vona að hægt væri að blása til útgáfu- tónleika á plötunni á árinu 2020 með stórri hljómsveit. Það er smá haus- verkur að koma slíkum mannskap saman, en ég vona að ég nái því annaðhvort í haust eða næsta vetur,“ segir Haukur að lokum. Ljósmynd/Guðmundur Albertsson Mátar Haukur Gröndal og Borislav Zgurovski hafa starfað saman síðan 2006. Þeir spiluðu meðal annars saman á Reykjavik Jazz Festival 2009. „Þarna fer sannur virtúós“  Haukur Gröndal gefur út geisladiskinn Narodna Muzika – Balkan Impressions til heiðurs Borislav Zgurovski  Kenndi sér að spila á harmóníku sex ára gamall  Átt gjöfult samstarf gegnum tíðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.