Fréttablaðið - 05.09.2020, Side 6

Fréttablaðið - 05.09.2020, Side 6
Margir eru að horfa fram á að taka erfiðar ákvarðanir í haust. Unnsteinn Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbændaSumt er alveg óþolandi! Eins og að farsímaáskri sé ekki með í heimapakka Vertu með AlltSaman hjá Nova! Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir alla á heimilinu. Prófaðu frítt í mánuð nova.is/AlltSaman LANDBÚNAÐUR Engar verðskrár fyrir kindakjöt lágu fyrir í upphafi sláturtíðar, sem hófst fyrir viku. Landssamtök sauðfjárbænda hafa þrýst á afurðastöðvarnar að birta skrárnar, sem í venjulegu árferði liggja fyrir laust eftir verslunar- mannahelgi, en stundum fyrr. Sú fyrsta í ár var ekki út gefin fyrr en á miðvikudag og enn hafa þrjár stöðvar af sjö ekki birt sínar skrár. Meðalverð á lambakjöti hjá Norð- lenska er í ár 490 krónur á kílóið, en það er hækkun um 10,6 prósent frá því í fyrra. Þegar álagsgreiðslur eru teknar inn í reikninginn er hækk- unin 6,4 prósent og það er talan sem Landssamtök sauðfjárbænda horfa í. Norðlenska rekur sauðfjárslátur- hús á Húsavík en hefur nýhætt að slátra á Höfn. Hjá Fjallalambi á Kópaskeri og SAH á Blönduósi nemur heildarhækkunin 12 og 13 prósentum. Verðskrá Sláturfélags Suðurlands birtist um hádegið í gær og nemur hækkunin þar 8,7 prósentum. Ragnar Marteinsson, kaup- félagsstjóri KVH á Hvammstanga, benti á Kaupfélag Skagfirðinga því verðskráin væri sameiginleg, en ekki náðist í neinn þar fyrir þessa frétt. Þórður Pálsson, skrifstofu- stjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, segir að verðskráin muni liggja fyrir eftir helgi og býst við því að hún verði svipuð og hjá hinum. „Stóru húsin leiða verðið og smásöluaðil- arnir,“ segir hann. „Við minni húsin getum ekki greitt hærra af því að við ráðum ekki verðinu út á markað- inn.“ „Bændum þykir þetta óþægi- legt. Þessar tafir snúast væntan- lega um einhverja óvissu í kringum slátrun og markaði, en við höfum ekki fengið nein ákveðin svör,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda. Unnsteinn segir hækkanirnar langt frá því að vera nálægt því sem bændur vilja sjá. Árið 2016 var meðalverð 600 krónur á kíló- ið, en féll undir 400 krónurnar á aðeins tveimur árum vegna hruns á erlendum mörkuðum og gengis- þróunar. Hann segir að stefnt sé að því að ná því aftur upp í 600 krónur, en meta þurfi stöðuna þegar allar verðskrár liggja fyrir. Kjötið þyrfti að hækka enn meir til að greinin fylgi almennri verðþróun og geti talist sjálf bær til lengri tíma. Samtökin hafa skorað á afurða- stöðvarnar að gefa út stefnu um afurðaverð til næstu ára. Unnsteinn segir að í þessu umhverfi sé vissulega ekki auðvelt að horfa til framtíðar. „Þetta er samt veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir. Bændur sjá lágt afurðaverð og spyrja spurninga um framtíðina,“ segir hann. „Margir eru að horfa fram á að taka erfiðar ákvarðanir í haust.“ Sauðfé hefur fækkað mikið í land- inu. Árið 1978 voru 890 þúsund fjár í landinu, en um síðustu áramót 415 þúsund. Hefur fé fækkað um 60 þúsund frá árinu 2016. Unnsteinn segir að sauðfjár- bændum hafi fækkað að einhverju leyti á undanförnum árum, en algengara sé að bændur minnki við sig og snúi sér í auknum mæli að öðru, til dæmis gistiþjónustu. Hafi framleiðsla á dilkakjöti dreg- ist saman um 1.100 tonn frá verð- hruninu. „Niðursveif lan er orðin löng og við sjáum ekki fyrir endann á henni. Þessar tölur sýna að menn geta ekki staðið í þessu,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Sláturtíðin hafin en verðskrár hafa tafist Þrjár af sjö afurðastöðvum hafa ekki enn gefið upp verðskrár og engin hafði birt skrá þegar sláturtíð hófst fyrir viku. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur í óþægilegri stöðu og framkomið verð of lágt. Enn hafa þrjár af sjö afurðastöðvum sauðfjárafurða ekki gefið út verðskrár fyrir sláturtíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MANNRÉT TINDI Tjáningarfrelsi og akademískt frelsi var helsta umfjöllunarefnið í ræðu Róberts Spanó, forseta Mannréttindadóm- stóls Evrópu, í Háskólanum í Istan- búl í gær, þar sem hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót. Róbert hóf mál sitt þó á því að svara efasemdaröddum sem uppi hafa verið um viðurkenninguna: „Löng hefð er fyrir því að forseti Mannréttindadómstóls Evrópu taki við heiðursdoktorsnafnbót hjá háskólum aðildarríkja Evrópu- ráðsins, sem þeir heimsækja í nafni embættis síns. Slíkum heiðri hefur hingað til aldrei verið hafnað. Í þessum efnum þarf dómstóllinn að sýna sjálfstæði og óhlutdrægni í stað þess að gera upp á milli aðildar- ríkja,“ sagði Róbert í ræðu sinni og bætti við: „Á þeim grunni tek ég við þessari viðurkenningu, auk þess sem hún færir mér, fyrrverandi pró- fessor, einnig tækifæri til að leggja áherslu á grundvallarhlutverk aka- demísks frelsis og tjáningarfrelsis í lýðræðisríkjum sem byggja á rétt- arríki.“ Viðurkenningin og heimsókn Róberts til Tyrklands hefur sætt mikilli gagnrýni, með vísan til umdeildra aðgerða tyrkneskra stjórnvalda gegn starfsstéttum dómara, fræðimanna og blaða- manna í landinu. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir Róbert að sterk rök hafi verið bæði með og á móti því að hafna þessum titli vegna ástandsins í Tyrklandi. Málið hafi verið skoðað gaumgæfilega hjá dómstólnum. „Að hafna þessu hefði líka verið gagnrýnt harðlega í hina áttina og stjórnvöld sakað dómstólinn um að vera pólitískan,“ segir Róbert. Það hefði líka getað gert starfið erfiðara til lengri tíma litið. Róbert segir að fyrirrennarar hans í embætti hafi nýlega þegið sambærilega titla frá ríkjum eins og Armeníu, Póllandi og Tékklandi án þess að því hafi verið haldið fram að einhver efnis- leg afstaða felist í því. Róbert segist hafa nýtt heim- sóknina til Tyrklands til þess eins að tala fyrir gildum Mannréttinda- sáttmálans og Evrópuráðsins, eins og bæði ræður hans og fundarefni með ráðamönnum sýni. Ítarlegri umfjöllun um ræðu Róberts við Háskólann í Istanbúl er á frettabladid.is. – aá Viðurkenningin skoðuð gaumgæfilega hjá MDE SUÐURLAND Út er komin greining á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, um atvinnulíf á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu. Þar kemur fram að störfum fjölgaði mikið á Suður- landi á tímabilinu 2012 til 2019, þar af fjölgaði störfum í ferðaþjónustu um 1.937 eða 55,4 prósent allra nýrra starfa. Íbúum fjölgaði á sama tíma um 4.834. Ferðaþjónustustörfum fjölgaði sem dæmi um 634 prósent milli áranna 2009-2019 í Mýrdalshreppi. Árið 2019 var rúmlega helmingur aðalstarfa í Mýrdalshreppi í ferða- þjónustu eða 52,3 prósent. Árið 2009 var hlutfallið þar 15,3 pró- sent. Lægst, árið 2019, var hlutfallið í Ölfusi, 10,3 prósent. Tæplega 100 milljarðar voru greiddir í heildarlaun á Suðurlandi árið 2019. Meðallaunin voru 498 þúsund á mánuði. Hæstu meðal- laun voru í Vestmannaeyjum eða 562 þúsund á mánuði. Heildarlaun í ferðaþjónustu voru tæpir 16 milljarðar á Suðurlandi. Meðallaun í ferðaþjónustu á Suður- landi voru 423 þúsund á mánuði árið 2019 eða um 15 prósentum lægri en meðallaun almennt á Suðurlandi á sama tíma. Hæstu meðallaun í ferðaþjónustu voru í Vestmannaeyjum eða 513 þúsund á mánuði. Ársverk í ferðaþjónustu voru 3.124 árið 2019 en rétt tæplega helmingurinn var erlendir borgarar eða 48,6 prósent. Hlutfall erlendra borgara af öllu atvinnulífinu á Suðurlandi er 21,4 prósent. Hlutfall rekstrartekna í ferða- þjónustu af heildarrekstrartekjum allra atvinnugreina á Suðurlandi á árinu 2018 var 17 prósent á Suður- landi. Hæst var hlutfallið í Mýr- dalshreppi, 78,7 prósent en lægst í Vestmannaeyjum, 3,9 prósent. – bb Erlendir borgarar í helmingi starfa í ferðaþjónustu Forsetinn ávarpaði einnig verðandi dómara í Tyrklandi í opinberu heim- sókninni til landsins. MYND/GETTY Ferðaþjónusta skapar tæp 80 pró- sent atvinnutekna í Mýrdalshreppi. 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.