Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 28

Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 28
Notendum stefnumótaforritisins hefur fjölgað í faraldrinum og svæpin eru nú enn fleiri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þann 16. mars síðast­liðinn var sett á sam­komu bann hér á landi vegna kórónaveirufar­aldursins. Samkomu­banninu fylgdu fjölda­ takmarkanir sem miðuðu við að ekki máttu koma saman f leiri en 100 manns og upp var tekin tveggja metra reglan. Viku síðar voru takmarkanir hertar og ekki máttu koma saman f leiri en tutt­ ugu manns, enn var tveggja metra reglan í gildi og sundlaugum og skemmtistöðum var lokað. Síðan hafa reglurnar farið fram og til baka. Í dag miðast fjöldatak­ markanir við 100 fullorðna, fólk er hvatt til að viðhafa metrana tvo og skemmti­ og vínveitingastaðir mega hafa opið til klukkan ellefu á kvöldin. Háværar raddir ein­ hleypra landsmanna hafa heyrst kvarta undan því síðastnefnda og er kófið sagt hafa mikil áhrif á stefnumótamenningu landsins. Samkvæmt svari upplýsingafull­ trúa stefnumótaappsins Tinder við fyrirspurn Fréttablaðsins mátti greina miklar breytingar á app­ inu og notendum þess eftir að far­ aldurinn hófst. Fleiri spjölluðu um grímur, birgðastöðu klósettpappírs og spritt, og bættu notendur Tinder því jafnvel í grunnupplýsingar sínar hversu mikill klósettpappír væri til á heimilinu og að þau sinntu vel einstaklingssóttvörnum. Lie Barrén, upplýsingafulltrúi Tinder í Svíþjóð, segir að greinileg aukning hafi verið í spjall­sam­ skiptum í appinu í samkomu­ banni og að færri hafi hist undir fjögur augu. „Á heimsvísu sáum við hámark í spjall­samskiptum 5. apríl en þann dag sendu notendur Tinder 52 prósentum f leiri skila­ boð sín á milli en í byrjun mars.“ Notendum f jölgaði einnig í faraldrinum og svæpin urðu enn f leiri, í hópi notenda á aldrinum 25 ára og yngri f jölgaði um 39 prósent á heimsvísu en á Ítalíu, þar sem fjöldi COVID­19 tilfella var gríðarlegur og dauðsföll voru mörg, fjölgaði notendum mest eða um 67 prósent. Fréttablaðið fékk nokkra Íslend­ inga á aldrinum 20­50 ára til að tala um upplifun sína af stefnumótum og líf i einhleypra á fordæma­ lausum tímum kórónaveirunnar og voru þau öll sammála um að lokun skemmtistaða og samkomu­ takmarkanir hefðu mikil áhrif á stefnumótasenu landsins. Einmanalegt að vera einhleyp á þessum tímum Samkomubann, tveggja metra reglan og sóttvarnir vegna faraldursins hafa haft ýmsar afleiðingar um heim allan, ekki síst fyrir einhleypa. Aldrei hafa fleiri verið skráðir á Tinder, færri hittast undir fjögur augu og tveggja metra reglan útilokar nánd. Einhleypir Íslendingar segja lesendum frá áhrifum faraldursins á stefnumótasenu landsins. COVID-BUMBAN SKEMMIR FYRIR „Ég hef ekki farið á eitt einasta deit síðan í fyrra. Í byrjun árs varð ég svo hræddur við að fá veiruna að ég forðaðist í raun alveg að hitta fólk sem var ekki í mínum innsta hópi. Svo kom sumarið og allir gleymdu að COVID væri til og þá fór ég að skella mér á púbbinn og segja hæ við stelpur en mér fannst einhvern veginn eins og fólk væri ekki alveg jafn til í og áður að setjast niður og spjalla við ókunnuga. En hvað veit ég? Kannski var það bara CO- VID-bumbunni að kenna.“ ENGINN SLEIKUR „Það dettur enginn í skemmtistaðasleik á Kaffi- barnum núna. Það er eitthvað vandræðalegt að henda sér í hann fyrir klukkan 23!“ HÆTT AÐ PASSA SIG EFTIR NOKKRAR VIKUR „Já, það er heldur betur breyting á stefnumótasenunni, það er ekki endilega eins og ég hafi verið niðri í bæ allar helgar en ég gat það ef ég vildi. Það er náttúrulega vandamál með þetta kóf, það hefur varpað ljósi á ákveðna hluti sem ég hafði tekið sem sjálfsögðum hlut og ég sakna þess að hafa ekki valið lengur. Eins og með svo margt annað í samfélag- inu. Mín upplifun var að fólk var ekki mikið að hittast fyrst en svo þegar voru liðnar nokkrar vikur þá voru margir ekki að passa sig eins mikið.“ HÚRRANDI FULLIR „Mér finnst svo asnalega skemmtilegt að kynnast fólki á skemmtistöðum en ég hef sjálfur ekki stundað þá mikið upp á síðkastið og, eins og ég sagði, finnst mér eins og fólk sé kannski ekki alveg jafn til í og áður að tjilla með ókunnugum. Ég vonaðist aðeins til, þegar opnunar- tími skemmtistaða var styttur, að það yrði aðeins meiri fimmtudagsstemning, þú veist, meira tjill og sötur um helgar, en í staðinn var fólk bara orðið húrrandi fullt klukkan hálf níu og farið heim klukkan ellefu.“ DEITMENNINGIN BYRJAÐI Á ÍSLANDI „Fólk var að hittast á djamm- inu eftir að hafa „matchað“ og sjá hvort að það laðaðist hvort að öðru um miðja nótt á troðfullum börum, sveitt og sósað. En svo allt í einu fór maður að heyra sögur af fólki sem var að deita. Ha, deit- menning á Íslandi? Ó, já, við settum lopapeysuna í skápinn og byrjuðum að haga okkur eins og í amerískum bíómyndum og byrjuðum að fara á deit.“ EINMANALEGT EIN Á SÓFANUM HEIMA „Við fengum náttúrulega glugga þarna í sumar þegar það kom smá veirulaust tímabil. Þá fannst mér allir svolítið á útopnu og smá leitandi. Enda er alveg smá einmanalegt atriði að vera einhleyp á þessum tímum – þegar allir eru bara að hjúfra sig uppi í sófa og forðast mannamót.“ FÆRRI FERÐAMENN – MINNA FRAMBOÐ „Í fyrsta lagi er mikill munur eftir að ferðamennirnir fóru, minna framboð, en það hefur líka leitt til meiri eftirspurnar hjá þeim sem eftir sitja, svo framboðið hefur kannski ekki minnkað, bara breyst.“ ÞAKKLÁT FYRIR AÐ TINDER VAR KOMIÐ „Ég segi bara að það sé eins gott að Tinder var komið inn í menninguna fyrir þessa skrítnu tíma, því þetta er einn af fáum stöðum sem hægt er að hitta einhvern. Það er eins gott að það var búið að ala okkur aðeins upp.“ ERFITT EN EKKI ÓMÖGULEGT „Lokun skemmti- staða og fækkun túrista hefur klárlega fjölgað þeim sem nota date-ing öpp. Það er erfitt, ef ekki ómögulegt að fara með einhverjum heim þegar bærinn lokar klukkan ellefu.“ MEÐVIRKNISKOSS „Ég fékk COVID tiltölulega snemma í fyrri bylgjunni. Svo ég er kannski óhræddari en aðrir. Auðvitað fer ég í sprittsturtu áður en ég hitti fólk til að bera ekki snertismit á milli. En það ætti að vera nokkuð áhættu- laust að deita mig eða smella á mig meðvirkniskoss- inum.“ EFTIRPARTÝIN KOMA STERK INN „Lokun skemmtistaða hefur svakaleg áhrif á líf einhleypra en eftirpartýin eru að koma sterk inn. Þar er fólk alveg að blandast saman en allir virðast vera passasamir, spritta sig, þvo sér um hendurnar og svona. Ég hef samt alveg heyrt af fólki sem er að stinga saman nefjum í partýj um og á skemmtistöðum fyrir klukkan ell- efu…eða ókei ég skal viðurkenna að ég fór í sleik við ókunnugan mann í partýi í miðjum faraldri, krossaði svo bara fingur að hann væri ekki með COVID.“ EKKI HÆGT AÐ FARA ALLA LEIÐ „Ég hef ekki farið á jafn mörg deit og ég er vön að fara á, og þessi fáu sem maður fer á enda ekki oft í einhverjum nánum kynnum. Það er jú bara alls ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð við einhvern sem maður ætlar alla leið með.“ Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.