Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 79
Við rekum líka sendibíl sem er á
fullu allan daginn, nú er hann í
búslóðaflutningum úti í bæ.
Okkar ástkæri
Baldur J. Guðmundsson
Bólstaðarhlíð 41,
(áður Álftamýri 4) í Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík
þriðjudaginn 1. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður I. Baldursdóttir Karl S. Sigurðsson
Guðmundur H. Baldursson Harpa Gunnarsdóttir
Sævar B. Baldursson Sigríður O. Marinósdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýju vegna andláts og útfarar
móður okkar, ömmu og langömmu,
Önnu Jónasdóttur
Lillu
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Jaðars í Ólafsvík.
Garðar Rafnsson Guðrún Pétursdóttir
Lydia Rafnsdóttir Hjálmar Kristjánsson
Svanur Rafnsson Gabriela Morales
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæra
dóttir, systir og frænka,
Hildur Jónsdóttir
lést á krabbameinsdeild
Landspítalans 15. apríl 2020.
Minningarathöfn fer fram í Lindakirkju
8. september kl. 11. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verða fjöldatakmarkanir í kirkjunni.
Jón Jónsson
Valdimar Jónsson
Sverrir Helgi Jónsson
Ásta Hjördís, Jón Ágúst, Sölvi Mar
Jón Þröstur, Elísa, Emil
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug
og kærleik vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Sigurðar Guðbergs
Helgasonar
frá Þorlákshöfn,
Sigga Helga frá Seli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Áss í Hveragerði
fyrir góða umönnun.
Ragna Erlendsdóttir
Linda Björg Sigurðardóttir Vilhelm Á. Björnsson
Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason
Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna
og fjölskyldur.
Systir okkar, mágkona og frænka,
Guðbjörg Stefanía
Andrésdóttir
Borgarbraut 65,
lést í Brákarhlíð miðvikudaginn
2. september 2020. Útför hennar fer
fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn
10. september kl. 14.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu
er athöfnin eingöngu fyrir boðsgesti en henni verður
streymt á www.kvikborg.is
Ragnhildur Andrésdóttir Ölver Benjamínsson
Bragi Andrésson Júlíanna María Nielsen
Jóhann Óskar Sigurðsson
Friðbjörg Óskarsdóttir
og systkinabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir, afi,
bróðir og sonur,
Milvin Vidal Olaer
(Dandan)
Hnoðravöllum 44, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
þann 9. ágúst 2020.
Útförin hefur farið fram í Landakotskirkju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning
barna hans. Reikningsnúmer
0545-14-003713, kt. 050675-2039.
Anabelle Valle
Aron Valle
Adrian Valle
Magnús Valle
Pamell Cabusor Olaer
Lorna Vidal Olaer
Danillo Orcullo Olaer
Mark Vidal Olaer
Ainaflor Olaer
Herbert Olaer
Govanie Olaer
Francis Nhyl Jun
Elskuleg móðir okkar,
Guðrún Margot Ólafsdóttir
lést sunnudaginn 30. ágúst á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund.
Útför hennar fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 11. september
kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánir ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður
streymt í gegnum Facebook: Útför – Guðrún Margot
Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Egill Helgason
Halla Helgadóttir
og fjölskyldur.
Við erum með þróttmikið starf. Unglingarnir koma til okkar frá Félagsþjón-ustu og Vinnumálastofn-un og við erum með tutt-ugu og einn á skrá núna,
bæði í námi og starfi,“ segir Þorvarður
Guðmundsson, kallaður Þorri. Hann er
forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suður-
nesjum, sem grundvölluð var fyrir tíu
árum og hóf starfsemi í mars 2011.
Þorri hefur stýrt Fjölsmiðjunni í sex
ár og segir um fjölbreytt verkefni að
ræða þar. „Við erum með nytjamarkað
sem heitir Kompan, tókum hann í gegn
fyrir stuttu og salan sér okkur fyrir
rekstrarfé. Opnuðum líka hjólaverk-
stæði í sumar og erum að setja af stað
saumaverkefni í samstarfi við Rauða
krossinn. Þannig erum við að bregðast
við atvinnuástandinu. Því miður erum
við nefnilega ekki að útskrifa fólk til
vinnu annars staðar núna, eins og við
höfum gert gegnum árin. Við leggjum
líka áherslu á að unga fólkið sé í námi,
ýmist í Fjölbrautaskólanum eða á vegum
Miðstöðvar símenntunar, auk þess sem
skjólstæðingar okkar sækja ýmis nám-
skeið. Þetta er virkniúrræði, við reynum
að hafa verkefni við hæfi fyrir hvern og
einn og þannig stuðla að því að allir séu
á réttri leið fram á við.“
Vinnuframlag unga fólksins felst
meðal annars í að sinna nytjamarkað-
inum og hjólaviðgerðum, að sögn Þor-
valdar. Einnig að gera upp gömul hús-
gögn, fara yfir raftæki og afeinangra
víra. „Svo rekum við eldhús þar sem
framreiddur er bæði morgunmatur og
hádegismatur fyrir þá sem hér eru. Ég
er að stýra eldhúsinu núna á sama tíma
og ég er að tala við þig! Við rekum líka
sendibíl sem er á fullu allan daginn, nú
er hann í búslóðaflutningum úti í bæ,“
lýsir hann.
Húsakynni Fjölsmiðjunnar eru að
Smiðjuvöllum 5. Þorri segir fólk stoppa
þar misjafnlega lengi. „Þetta er ekki
eilífðarstoppistöð, heldur ýtum við
fólki áfram þegar það er hægt. Á fyrstu
árunum fengum við fólk sem hafði ekki
verið í virkni lengi, þá tekur meiri tíma
að komast í gírinn, en nú er meðaltím-
inn hjá okkur svona 16 til 18 mánuðir.
Mætingarskylda? Já, það er lykilatriði að
ungmennin fái borgað fyrir sína vinnu
og þau sem eru í skóla eru atvinnunáms-
menn og fá hér aðstoð við heimanám,
eftir þörfum.“ gun@frettabladid.is
Rétta leiðin fram á við
Stofnað var til Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 7. september 2010. Markmiðið var að
hjálpa ungu fólki á aldrinum 16 til 24 ára að auka möguleika sína í atvinnu og námi.
„Við reynum að hafa verkefni við hæfi hvers og eins,“ segir Þorvarður, forstöðumaður Fjölsmiðju Suðurnesja.
Á reiðhjólaverkstæði Fjölsmiðjunnar
geta handlagnir haft nóg fyrir stafni.
Nytjamarkaðurinn Kompan er nýtekin í
gegn og þar er margt fallegt að finna.
T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 39L A U G A R D A G U R 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0