Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 90

Fréttablaðið - 05.09.2020, Síða 90
Jónas Sen mælir með góðri tónlist eftir Hildegaard von Bingen. Goldberg tilbrigðin eftir Bach geta verið góður valkostur. Ég hef notað ýmis svefn­meðul í gegnum tíðina, sum hollari en önnur. Einu sinni las ég í ákveð­inni bók, The Christian Philosophy of St. Tho­ mas Aquinas eftir Etienne Gilson. Yfirleitt dugði að lesa bara eina blað síðu, því bókin var svo tyrfin og leið in leg. Verst var að ég átti það til að dreyma spænska rannsókn­ ar réttinn með tilheyrandi pynting­ um, og því hætti ég fljótlega að nota þessa aðferð. Klassísk tónlist er gæfulegri leið til að slaka á eftir annasaman dag. Hún er auðvitað alls konar, en hér er átt við rólega tónlist í hægu tempói. Yfir leitt er betra að velja tónlist frá bar okk­ eða klassíska tímabilinu, það er, frá ca. 1600­1820. Hæg verk, sem eru nær okkur í tíma, eru stundum með órólegum milliköfl­ um, og stuðla því ekki að góðum svefni. Þetta er þó ekki algilt. Áhrifamáttur tónlistar Töluvert hefur verið gert af rann­ sókn um á tengslum tónlistar og svefns. Ein var framkvæmd árið 2006. Níutíu og fjórum háskólanem­ um, sem allir höfðu kvartað undan svefn vandamálum, var skipt í þrjá hópa. Hópur 1 átti að hlusta á rólega klass íska tónlist í 45 mínútur fyrir svefn. Hópi 2 var gert að hlusta á hljóð bók í jafn langan tíma. Hópur 3 hafðist ekkert að. Fylgst var með svefn inum samkvæmt ákveðnum stuðli, bæði fyrir rannsóknina, og viku lega á meðan hún fór fram. Einn ig var andlegt ástand fólksins kann að reglulega. Niðurstöðurnar voru þær að svefn inn lagaðist í hópi 1, en ekki í hin um hópunum. Töluvert dró líka úr þunglyndiseinkennum í sama hópi, en ekki í hinum. Leidd hugleiðsla Vissulega er klassísk tónlist ekki sú eina sem er slakandi. Í dag eru til óteljandi tegundir leiddrar hugleiðslu til að hjálpa fólki að sofna. Til dæmis er appið Insight Timer með gríðarlega margs konar hugleiðslu, bæði með og án tón­ listar. Einnig er þar hrein tónlist, án þess að einhver sé að tala yfir henni. Þessi tónlist er ekkert endi­ lega merki leg út frá einhverjum akadem ískum mælikvörðum, en hún á heldur ekki að vera það. Ein­ kenni hennar eru langir, liggjandi hljómar og afslappaðar hendingar sem oft eru endurteknar í sífellu. Heildarútkoman skapar kyrrð og æðruleysi, sem gerir mann syfjaðan. Full af andagift Fyrir þá sem vilja hins vegar eitthvað með framvindu sem virkar upplífg­ andi, þá eru Goldberg tilbrigðin eftir Bach góður valkostur. Tilbrigðin heita eftir tónlistarmanni sem lék tilbrigðin fyrir rússneskan greifa, en hann átti í erfiðleikum með svefn. Tilbrigðin eru þó mjög fjölbreytileg, og sum eru svo hröð að þau gætu VALDIÐ svefnleysi, frekar en hitt. En greifinn ku hafa verið þakklátur fyrir dægrastyttinguna, eða nætur­ styttinguna, öllu heldur. Líklega á það við um fleiri. Persónulega mæli ég með tón­ listinni eftir Hildegaard von Bingen. Hún var uppi á tólftu öld, nunna og mystíker, og samdi dýrðlega tónlist. Á Spotify er að finna plötu með tón­ listarhópnum Sequentia, sem hefur sérhæft sig í tónlist miðalda. Platan heitir Hildegard von Bingen – Can­ ticles of Ecstasy. Hún er mögnuð. Tónlistin er full af andagift, en að sama skapi íhugul, þrungin helgi, alveg einstök. Varla er hægt að ímynda sér betri tónlist til slökunar. Góða nótt. Tónlist... ZZZ... Jónas Sen skrifar um tengsl tónlistar og svefns, en þau hafa oft verið rannsökuð. Stefán Boulter sýnir verk á sýningunni Birtingarmyndir í Hannesarholti. Verkin á sýningunni eru allt olíumálverk á striga. Stefán hefur kosið að kalla það sem hann gerir ljóðrænt raunsæi. Hann býr til táknmyndir sem eru frásagnarlegs eðlis, bæði persónu­ legar og byggðar á þekktum og fornum grunni. Stefán hefur sýnt verk sín í söfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis. Sýningin er sölusýning og stend­ ur til 17. september. Birtingarmyndir Stefáns Mynd á sýningu Stefáns. Nicolas Lolli, Halla Bryndís Gylfadóttir og Mathias Sus­aas Halvorsen koma saman í fyrsta sinn í Hannesarholti sem tríóið Reykjavik Mozart Ensemble á hádegistónleikum, sunnudaginn 6. september klukkan 12.15. Í fyrsta verkefni sínu sem tríó takast þau á við tvö stórverk fyrir píanótríó eftir tónskáldin Smetana og Schubert. Þríeykið small saman strax á fyrstu æfingu. Tríó í Hannesarholti Styrkir Reykjavíkurborgar Reykjavík City grants Granty Miasta Reykjavík Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2017. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og Þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningamála Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari Upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknarfrestur er til 12:00 á hádegi 3. október nk. English The city of Reykjavíkis currently accepting grant applications for the 2017 fiscal year. The goal of the grants is to strengthen and create cooperation with NGO´s businesses and individuals in constructive activities and services. In accordance with the city´s policies and priorties. Grants will be awarded for projects in the following fields: • social and welfare affairs • education and leisure • sports and youth • human rights • culture To apply go to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information on grant rules and regulations and information about the city´s priorities in the various area of interest. The application deadline is at 12:00 pm on October 3rd. Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Reykjavíkurborg www.reykjavik.is Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2021. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Vakin er athygli á því að við afgreiðslu styrkumsókna er horft sérstaklega til þess hversu vel umsóknir falli að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og markmiðum að innleiðingu ákynjaðri starfs og fjárhagsáætlun. Á reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Ein ig er þar að finna reglur u styrkveitingar og nánari upplýsingar borgarinnar í einstökum málaflok um. Umsóknartímabil er frá 15. september 2020 til 12:00 á hádegi 15. október 2020. The City of Reykjavík is currently accepting grant applications for the 2021 fiscal year. The goal of the grants is to strengthen d create cooperation with NGO´s, busines es and individuals in constru tive activities and service in accordance with the city‘s policies and pri rities. Gra s will be aw rded for projects in the following fields: • social and welfare affairs • education and leisure • sports and youth • human rights • culture Be advised that applications are reviewed with regard to the city‘s human rights plicy and gendered budgeting. To apply got to: www.reykjavik.is/styrkir Also available on the website is information about the city‘s priorities in the various areas of interest. The application window will be open form September 15th 2020 until 12:00 pm on October 15th 2020. Frekari upplýsingar: styrkir@reykjavik.is More information: styrkir@reykjavik.is Więcej informacji: styrkir@reykjavik.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.