Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 16
Við þurfum að átta okkur á því að fótboltinn er að fara úr því að vera tækniíþrótt í það að áherslan er að færast yfir í hraða og styrk leik- manna. 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs knatt- spyrnusambands Íslands, segir að úrslit íslenskra félagsliða í Evrópu- keppnunum sé spark í rassinn fyrir íslenska knattspyrnu. Allir aðilar sem koma að knattspyrnunni hér á landi þurfi að velta við steinum og athuga í sínum ranni á hvaða sviðum hægt sé að gera betur. KSÍ hafi stigið nokkur skref á síðustu mánuðum sem eigi að leiða til þess að bæta fótboltaumhverfið á Íslandi en samstarf sambandsins og félaganna, sem hafi verið gott, í það eina og hálfa ár sem hann hafi verið í starfi, þurfi að efla enn frekar. Arnar Þór segir að íslensk félög verði einna helst að bæta sig í hraða- og styrktarþjálfun leikmanna. Þá þurfi meiri sérhæfingu í þjálfara- menntun og fleiri sérhæfða hraða- og styrktarþjálfara inn í þjálfara- teymi félaganna í landinu. Þurfum meiri sérhæfða þjálfun í hraða, snerpu, þol og styrk „Það hafa verið tekin nokkur framfaraskref síðustu mánuði þar sem við höfum meðal annars mælt hraða, snerpu, þol og styrk allra leikmanna 3. f lokks karla og kvenna, sem og yngri landsliðanna, til þess að búa til gagnabanka sem verður nauðsynlegt tól til þess að sjá hvað við getum gert betur í þjálfun. Niðurstöður úr þessum mæl- ingum verða mikilvægar til þess að sjá hvar við stöndum. Það er mín skoðun að félög þurfi að hafa á sínum snærum sérhæfða hraða- og styrktarþjálfara,“ segir Arnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það sést bersýnilega hjá þeim leikmönnum sem eru að fara í atvinnumennsku að það er mælan- legur munur á hraða og styrk hjá þeim á stuttum tíma eftir að þeir fara utan. Það er umhugsunarvert hvað munurinn er mikill. Við Eiður Smári [Guðjohnsen] ræddum það töluvert þegar leik- mannahópur U-21 árs landsliðsins kom saman í september, hversu mikill munur væri á hraða og styrk leikmanna sem voru að koma úr atvinnumennsku og þeim sem koma frá íslensku félögunum. Við þurfum að átta okkur á því að fótboltinn er að fara úr því að vera tækniíþrótt í það að áherslan er að færast yfir í hraða og styrk leik- manna. Íslensk félög þurfa að fylgja þessari þróun og bæta sig í líkam- legri þjálfun leikmanna,“ segir yfir- maður knattspyrnumála hjá KSÍ. Öll félögin í landinu hafa eignast góðar myndavélar „Öll félög í landinu eiga núna myndavél sem hægt er að nota til þess að taka upp leiki. Þá eru félög sem eru með lið í efstu deild karla og kvenna komin með myndavélar sem staðsettar eru i stúkunum við vellina hjá þeim, sem geta tekið upp leiki liðanna með áherslu á að geta greint taktík. Það er mikilvægt tæki til þess að nota við leikgreiningu. Sams konar vél er einnig á Laugar- dalsvellinum og þjálfarateymi landsliðanna nota þetta meðan á leikjum stendur og í leikgreiningar- vinnu eftir leiki. Með þessu getum við bæði nýtt myndefnið til þess að vinna með á meðan leikjum stend- ur og svo búið til gagnabanka af myndefni af leikjum sem þægilegt er að nota til þess að sjá hvað þarf að laga og bæta hjá leikmönnum,“ segir hann. Þessi frammistaða á að vekja okkur Slakur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum félagsliða í knattspyrnu karla á yfirstandandi keppnistímabili, og raunar á síðustu leiktíðum sömuleiðis, hefur vakið íslenska sparkspekinga til umhugsunar um hver sé staða mála í fótboltanum á Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er einn mest spennandi leikmaður Íslands. KR-ingar féllu úr leik í undan- keppni Evrópu- deildarinnar gegn Flora Tall- inn í vikunni. Þar með eru öll íslensku liðin úr leik í Evrópu- keppnunum. Íslensk félög munu líklega missa eitt sæti í Evrópukeppn- unum leiktíðina 2022 til 2023. MYND/GETTY Blikar voru slegnir út úr keppni þegar liðið tapaði fyrir Rosenborg. „Mér f innst lélegur árangur íslenskra félagsliða í Evrópukeppn- unum eiga að vekja okkur til lífsins og að KSí og félögin í landinu þurfa að vinna saman í að snúa þessari þróun við. Það gerist með bættu samstarfi, við það að bæta líkam- legt atgervi leikmanna. KSÍ getur, og á að, hjálpa félögunum í þessum efnum. Við verðum að bæta hraða og styrk leikmanna til þess að ná betri árangri. Sem dæmi má nefna að FH hefði haft betur gegn sínum andstæðingi í ár ef þeir stæðu betur hvað líkamlega þáttinn varðar. Ég hef síðustu mánuðina verið að búa til afreksstefnu KSÍ sem félögin geta notað sem hjálpartæki til þess að bæta starf sitt. Sambandið er boðið og búið að aðstoða félögin og ég hef fundið góðan samstarfsvilja hjá félögunum í landinu. Vegna kórónaveirufaraldursins hefur sam- starf mitt við yfirþjálfarana ekki getað verið eins náið og ég vildi. Vonandi mun það breytast sem fyrst,“ segir Arnar. Fjölmargir einkar spennandi leikmenn sem eru að koma upp „Þrátt fyrir að það sé margt sem við þurfum að huga að og bæta, þá er margt jákvætt sem við megum ekki gleyma. Til að mynda eru að koma inn ungir og spennandi leikmenn í A-landslið kvenna, og U-19 ára landslið karla og kvenna hafa verið að ná góðum árangri. Leikmenn eins og Alexandra Jóhannsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru mjög spennandi leikmenn, sem eru að gera sig gildandi hjá A-liðinu,“ segir Arnar um framtíðina. „Karlamegin erum við í þeim fasa þessa stundina að treysta á reynsluna til þess að koma okkur í lokakeppni Evrópumótsins. Þar á eftir munu svo koma fjögur ár þar sem liðið verður endurmótað og við verðum að sýna því þolinmæði. Það mun taka tíma fyrir næstu kynslóð að komast á þann stall sem liðið hefur verið á með síðustu. Við eigum marga upprennandi leikmenn sem ég treysti fullkomlega til þess að fylla þau skörð sem þarf að fylla þegar fram í sækir. Það hefur verið talað um það að við gætum lent í vandræðum með hægri bakvaðar- stöðuna, en mér finnst við hins vegar hafa leikmenn í dag sem geta tekið við stöðunni þar,“ segir þjálfari U-21 árs landsliðsins. Fleiri breytingar í farvatninu í fyrirkomulagi yngri flokkanna Eftir að Arnar Þór tók við sem yfir- maður knattspyrnumála hjá KSÍ, leiddi hann í gegn breytingar á æfingafyrirkomulagi yngri lands- liðanna, sem og mótafyrirkomulagi og reglum í leikjum yngri f lokka. Hann segir f leiri breytingar vera í burðarliðnum fyrir næsta tímabil. „Við ákváðum að láta yngri lands- liðin okkar æfa oftar yfir árið og lengur í senn. Við vorum að koma út úr þeim æfingafasa þegar far- aldurinn skall á í mars. Það hefði verið gaman að sjá hvernig breytt æfingamynstur hefði skilað sér inn í þau mót sem fyrirhuguð voru og var frestað. Yngri landsliðsþjálfararnir hafa búið til ítarlegan gagnabanka um okkar efnilegustu leikmenn. Nú þurfa landsliðsþjálfararnir og þjálfarar félagsliðanna að vinna saman að því bæta þessa leikmenn á þeim sviðum sem þarf að vinna í hjá hverjum og einum,“ segir lands- liðsmaðurinn fyrrverandi. „Mér fannst þær breytingar sem við gerðum, að innleiða innspark í stað innkasts í 5. f lokki karla og lengja leiktímann, takast vel upp. Þetta gaf góða raun og nú beinum við sjónum okkar að 4. og 3. f lokki þar sem við sjáum fyrir okkur að lengja tímabilið þar sem við spilum á Íslandsmótinu. Þá myndum við spila í deildarfyrirkomulagi þar sem lið falla niður og upp um deildir inni á tímabilinu sjálfu. Þetta yrði gert tvisvar til þrisvar yfir sumarið og þá myndu okkar sterkustu leikmenn mætast oftar sem ætti að verða til þess að þeir bæti sig meira en ella,“ segir hann. hjorvaro@frettabladi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.