Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 10
Skotárásin í Kauhajoki
var þriðja skotárásin á skóla
í sögu Finnlands.
Demókratar eiga undir högg að sækja í höfuðvíginu Toscana. Zingaretti heldur hér ræðu í Pisa. MYND/GETTY
ÍTALÍA Á næstu dögum fara fram
héraðs- og sveitarstjórnarkosning-
ar í sjö héruðum Ítalíu og um eitt
þúsund borgum og bæjum. Þar á
meðal í Toscana, Feneyjum og hinu
fjölmenna héraði Campania á suð-
vesturströndinni. Kosningarnar eru
sagðar fyrsti alvöru prófsteinninn
á ríkisstjórn Giuseppe Conte sem
mynduð var fyrir rúmu ári. Einnig
verður kosið um þá stjórnarskrár-
breytingu að fækka þingsætum um
þriðjung í báðum deildum.
Stjórn Conte hefur þótt taka
ágætlega á faraldrinum sem skall
mjög harkalega á landinu í mars.
Dauðsföllum fjölgaði hratt og heil-
brigðisstarfsfólk þurfti að velja
hverjir fengju öndunarvélar. Efna-
hagslegar afleiðingar faraldursins
og þær takmarkanir sem enn eru í
gildi virðast hins vegar koma verr
niður á stjórninni og einnig ósam-
staða milli Fimmstjörnuhreyf-
ingar Conte og vinstrimanna. Nú
er einmitt krítískur tími í ítölskum
stjórnmálum þar sem COVID-
styrkjum ESB verður brátt úthlutað.
Fyrir fram er búist við því að
bandalag Norðurbandalagsins,
Áfram Ítalíu, og smærri öfgahægri-
f lokka vinni á. Það bandalag var
kokkað upp af hægripopúlistanum
Matteo Salvini og fyrrverandi for-
sætisráðherranum Silvio Berlusc-
oni. Talið er að bandalagið gæti náð
völdum í héruðum sem hafa kosið
til vinstri í áratugi. Helsta baráttu-
mál Salvini eru innflytjendamál.
Í Marche á austurströndinni hafa
vinstrif lokkar stjórnað í kvartöld
en nú er útlit fyrir að hægripopúl-
istar vinni þar stórsigur. Í Toscana
gæti vinstri meirihlutinn fallið í
fyrsta skipti í hálfa öld, í héraði sem
gjarnan er kallað „regione rossa“
eða rauða héraðið, vegna vinstri-
slagsíðunnar. Einu góðu fréttirnar
fyrir Demókrataf lokkinn, sem
fer fyrir vinstribandalaginu, er að
hann virðist nokkuð öruggur með
að halda völdum í Campania. Nær
engar líkur eru taldar á að hægri-
popúlistar geti misst þau héruð sem
þeir halda núna, svo sem Feneyjar.
Skýrendur telja að stórsigur
hægripopúlista í kosningunum
muni ekki hafa bein áhrif á lands-
málin, að minnsta kosti ekki í haust.
Næstu þingkosningar eru eftir þrjú
ár. Stórt tap Demókrataf lokksins
gæti hins vegar veikt stöðu Nicola
Zingaretti sem stýrt hefur flokknum
síðan í mars árið 2019. Falli Toscana
gæti hann neyðst til þess að segja
af sér, því það væri í raun sambæri-
legt við að bandaríski Demókrata-
flokkurinn tapaði Kaliforníu.
Einnig er mikið undir fyrir Salv-
ini, sem áður gegndi stöðu innan-
ríkisráðherra í fyrri stjórn Conte.
„Vinsældir Salvini hafa dvínað
í faraldrinum en ef hann nær að
sigra mun enginn efast um hann
sem leiðtoga,“ segir stjórnmála-
skýrandinn Barbara Fiammeri hjá
fréttamiðlinum Sole 24 Ore.
Fyrir Fimmstjörnuhreyfinguna
skiptir stjórnarskrárkosningin
meira máli, en fækkun þingmanna
var eitt af stóru kosningaloforð-
unum þeirra fyrir síðustu þingkosn-
ingar. Í neðri deild myndi fækka úr
630 niður í 400 og í efri deild úr 315
niður í 200. Samkvæmt skoðana-
könnunum hefur andstaða fólks við
breytinguna aukist á undanförnum
vikum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Missi vinstrimenn völdin
í Toscana er Conte í vanda
Framtíð leiðtoga Demókrataflokksins á Ítalíu gæti verið í hættu ef hægripopúlistar sigra í Toscana, þar
sem vinstrimenn hafa ráðið lögum og lofum í hálfa öld. Héraðs- og sveitarstjórnarkosningar fara fram í
landinu á sunnudag og mánudag en einnig er kosið um stjórnarskrárbreytingu um fækkun þingsæta.
Persónulegar
vinsældir Matteo
Salvini hafa dvínað í faraldr-
inum en ef hann nær að sigra
á ný mun enginn efast um
hann sem leiðtoga.
Barbara Fiammeri,
stjórnmálaskýrandi
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Tónlistarsjóð
til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu
1. janúar – 30. júní 2021.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.
Hafi umsækjandi áður fengið styrk úr Tónlistarsjóði þarf að
liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis til að
ný umsókn komi til greina.
Umsóknarfrestur rennur út 2. nóvember 2020 kl. 16.00.
Umsóknarfrestir Tónlistarsjóðs eru tvisvar á ári,
í byrjun maí og nóvember.
Rannís,
sími 515 5800,
tonlistarsjodur@rannis.is.
Styrkir úr
Tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur til 2. nóvember
FINNLAND Finnsk stjórnvöld brutu
gegn rétti borgara sinna til lífs í
aðdraganda skotárásar sem kostaði
tíu manns lífið árið 2008. Þetta er
niðurstaða Mannréttindadómstóls
Evrópu (MDE) í máli 19 ættingja
nemenda og kennara sem létust í
skotárás í skóla í bænum Kauhajoki.
Að mati MDE brugðust yfirvöld
skyldu sinni til að bregðast við
fyrirsjáanlegri hættu sem stafaði af
árásarmanninum með því að leggja
hald á skotvopn hans áður en hann
lét til skarar skríða.
Gerandinn, sem var sjálfur nem-
andi við skólann, skaut níu sam-
nemendur sína til bana og einn
kennara.
Þrátt fyrir að lögregluyfirvöld
hefði ekki getað séð fyrir bráða lífs-
hættu þolenda árásarinnar, að mati
dómsins, hafði lögregla vitneskju
um yfirlýsingar byssumannsins á
internetinu og hafði yfirheyrt hann
áður en hann lét til skarar skríða.
Til greina kom af hálfu lögreglu
að gera skotvopn hans upptækt en
eftir yfirlegu var ákveðið að gera
það ekki.
Að mati dómsins hefði upptaka á
vopninu verið bæði lögmæt og mál-
efnaleg varúðarráðstöfun. Með því
að grípa ekki til þess ráðs, brugðust
stjórnvöld sérstakri skyldu sinni til
að gæta að öryggis borgarana, í ljósi
yfirvofandi hættu, og brutu þannig
í bága við 2. grein Mannréttinda-
sáttmála Evrópu um réttinn til lífs.
Var finnska ríkið dæmt til að
greiða Elmari Kotilainen, syni
kennarans sem lést í árásinni, 31
þúsund evrur í skaðabætur en Elm-
ari var tveggja ára þegar árásin var
gerð. Þá var ríkið einnig dæmt til að
greiða tíu fjölskyldum 30 þúsund
evrur í miskabætur vegna ættingja
sem þær misstu í árásinni. – aá
Finnar brutu gegn lífsréttinum
Skotárásin varð í Kauhajoki-skólanum í september 2008. MYND/EPA
Hinn 22 ára gerandi Matti Juhani
Saari svipti sig lífi í lok árásar.
COVID-19 Rafrænt skráningarkerfi í
skimanir vegna COVID-19 var tekið
í gagnið í gær. Óskar Reykdalsson,
forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, segir að frumraunin hafi
farið fram úr björtustu vonum.
Kerfið er aðgengilegt í gegnum
heilsuvera.is. Þar geta aðilar sett
sjálfir inn einkenni og skráð sig í
sýnatöku. „Forritunin var að klár-
ast rétt áður en þetta fór í loftið en
kerfið virkaði vel. Það var ótrúlegt
að sjá fólk strax nýta þessa lausn.“
Alls voru tekin um 2.000 sýni við
Suðurlandsbraut í gær en 85 prósent
þeirra bókuðu sig í gegnum vefinn.
„Við vorum meðal annars að skima
þá sem mögulega komust í snert-
ingu við veiruna á kránni.“
Sýnatakan fer nú fram innandyra
en að sögn Óskars er það mun fljót-
legri leið. – bþ
Ný skráning
heppnaðist vel
Óskar er ánægður með nýja kerfið.
PÓLLAND Íslendingur á fertugsaldri
slasaðist í fallhlífarstökki í Póllandi
um síðustu helgi. Þetta kemur fram
á pólska vefmiðlinum Portal. Slysið
átti sér stað við f lugvöllinn í borg-
inni Elblag, skammt frá Gdansk.
Mun Íslendingurinn hafa verið að
stökkva með pólskum kennara á
sextugsaldri. Þegar 10 metrar voru
til jarðar kom sterk vindhviða sem
feykti þeim af leið og skullu þeir
harkalega til jarðar. Mennirnir voru
f luttir á nærliggjandi sjúkrahús.
Búst er við að hinir slösuðu nái sér
að fullu. – bþ
Íslendingur
slasaður eftir
fallhlífarstökk
1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð