Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 80
Allt gekk á afturfótunum fyrsta daginn „Jæja, Róbert,“ sagði Kata pirruð. „Þú veist náttúrulega allt um þennan fugl, er það ekki? Hvað hann heitir, hefur örugglega bæði ungað honum út úr eggi, þekkir ömmu hans og ef ég þekki þig rétt líka étið hann.“ Kata var augljóslega ekki í góðu skapi í dag. „Svona, svona,“ sagði Róbert óvenju auðmjúkur. „Ég veit lítið um þennan fugl og ekki hvað hann heitir.“ Svo bætti hann við: „Nema að ég hef séð hann og hann er mjög kvikur, hleypur um og dillar stélinu upp og niður.“ Kata lét þetta svar sér nægja og þagði þótt pirruð væri. Konráð á ferð og ugi og félagar 421 Veist þú hvaða fugl þetta er? ? ? ? Þó að Walt Disney sé þekktur fyrir sínar vinsælu sögupersónur í teiknimyndum og kvikmyndum þá gekk ekki allt eins og í sögu þegar fyrsti Disneyland-garður- inn í heiminum var opnaður á vegum Walt Disney-samsteyp- unnar. Það var í Anaheim í Kali- forníu og árið var 1955. Garðurinn er því sextíu fimm ára á þessu ári. Aðeins vel valdir gestir og fjöl- miðlar voru viðstaddir opnun garðsins en hann var samt yfir- fullur af fólki. Auk þess var við- burðurinn sendur út um öll Bandaríkin. Það var hásumar, glampandi sól og gríðarlegur hiti þennan dag og allir gosbrunnar í garðinum þorn- uðu upp. Nýlagt malbikið í garðin- um bráðnaði líka þannig að fólki hætti til að límast við það, sérstak- lega olli það þó vandræðum fyrir konur á háum hælum. Allur matur kláraðist í boðinu. Ekki nóg með það. Gasleki kom upp í garðinum og hann leiddi til þess að loka varð þremur svæðum hans. En þetta voru byrjunarörðug- leikar. Vinsældir garðsins hafa orðið gríðarlegar og mörg hund- ruð milljóna hafa heimsótt hann á þessum sextíu og fimm árum sem saga hans spannar. – gunLausn á gátunniMaríuerla? Mikki mús er lukkudýr Walt Disney fyrirtækisins. Hann varð til 1928. Hafdís Braga Óðinsdóttir og Embla María Jóhannsdóttir eru í 9. bekk Laugalækjarskóla. Í síðustu viku tóku þær þátt í námskeiðinu Stelpur filma, sem Reykjavíkurborg og Riff stóðu fyrir í Norræna húsinu með stuðningi Barnamenningarsjóðs. Hvernig var á námskeiðinu, stelpur? Embla María: Það var ótrúlega gaman. Við vorum á fyrir- lestrum hjá fólki í kvikmynda- bransanum sem lýsti því hvernig það byrjaði og upplifði hlutina. Hafdís Braga: Það var gaman að hitta Baltasar Kormák. Hann var að kenna okkur hvernig ætti að leikstýra. Fenguð þið eitthvað að gera sjálf- ar? Embla María: Já, við vorum sex í hóp úr Laugalækjarskóla og bjuggum til stuttmynd. Það var kennari með okkur en við sáum að mestu um vinnuna sjálfar og leystum þau vandamál sem komu upp. Skólinn lánaði okkur míkrófón og myndavél. Sömduð þið handritið sjálfar? Hafdís Braga: Já, hópurinn byrj- aði á að gera það saman. Myndin okkar heitir Heimaskjól og fjallar um vandamál í sambandi við heim- ilisof beldi en svo verður allt betra í endann. Hún er rétt undir þremur mínútum. Embla María: Við vorum svo hræddar um að hún yrði of löng að við fókuseruðum strax á aðalatriðin og þurftum ekkert mikið að stytta. Fenguð þið góðar leiðbeiningar á námskeiðinu? Embla María: Já, Margrét Örnólfsdóttir var til dæmis að kenna okkur að byggja upp handrit. Hafdís Braga: Svo var Nanna Kristín Magnúsdóttir að kenna líka og sýndi okkur þrjár stuttmyndir sem hún hafði gert. Við lærðum að klippa og setja inn tónlist og gerð- um það bara hér í skólanum. Voruð þið komnar með kvik- myndabakteríu áður? Embla María: Mér hefur alltaf fundist eitthvað spennandi við kvikmynd- un. Hafdís Braga: Mér líka, mig langar að gera eitthvað meira enda er ég í stuttmyndavali í 9. bekk. Þetta var samt pínu flóknara en ég hélt. Horfið þið mikið á kvikmyndir sjálfar? Hafdís Braga: Já, ég er mikið fyrir hryllingsmyndir. Adr- enalínið fer ekkert hátt hjá mér, ég er orðin svo vön þeim. Embla María: Ég höndla ekki hryllingsmyndir. Horfi oftast á rómantískar gamanmyndir eða ævintýra-spennumyndir. Fleiri áhugamál? Embla María: Ég æfi dans oft í viku, alls konar stíla. Hafdís: Mér finnst mest gaman að vera með vinum mínum. Nú fer ég kannski líka að skrifa handrit! Kvikmyndun er spennandi Hafdís Braga og Embla María eru áhugasamar um gerð kvikmynda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VIÐ LÆRÐUM AÐ KLIPPA OG SETJA INN TÓNLIST OG GERÐUM ÞAÐ BARA HÉR Í SKÓLANUM. Hafdís Braga 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.