Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 23
Staðan í miðbæ Reykjavíkur er ískyggileg. Laugavegurinn, sem áður var aðalverslunargata bæjarins, hefur á örskömmum tíma orðið að draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda. Fjöldi rótgróinna verslana hefur flúið miðbæinn nú að undanförnu, ótal fyrirtæki lagt upp laupana og eftir stendur auðnin ein. Þarna ræður mestu heft aðgengi með lokunum gatna og fækkun bílastæða, en allt að 4000 stæði hafa verið tekin af okkur borgarbúum á síðustu árum. Viðskiptavinir komast ekki í bæinn og leita annað. Verslanir og veitingahús fá því engin viðskipti. Um þessar mundir eru yfir 30 verslunarpláss tóm við Laugaveginn og gætu trúlega orðið 50 í vetur. Þetta ástand verður ekki skrifað á neina farsótt eða aukna netverslun. Borgarstjórn Reykjavíkur með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar ber fulla ábyrgð á því sem hér hefur átt sér stað. Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur. Bolli Kristinsson kaupmaður og Reykvíkingur 1. Borgarbúar eru fastir í umferðarteppum alla daga, kvölds og morgna, vegna aðgerðarleysis og skemmdarstarfsemi borgaryfirvalda í sam- göngumálum. 2. Umferðartafirnar hafa í för með sér gríðarlega mengun en rannsóknir hafa leitt í ljós að eyðsla bílvéla eykst um 131% í umferðarteppum samanborið við hindrunarlausa umferð. 3. Svifryk í borginni fer ítrekað yfir heilsuverndarmörk. Draga mætti stór- lega úr því með því að hreinsa göturnar og rykbinda. Borgaryfirvöld hafa skellt skollaeyrum við slíkum ábendingum. 4. Bragginn í Nauthólsvík var reistur á ábyrgð borgarstjórans. Hann átti að kosta 158 milljónir en endaði í 415 með dönskum puntstráum og öllu tilheyrandi. 5. Reynt er að spilla allri flugstarfsemi í borginni og hrekja flugvöllinn burt sem skapar allt að 1000 manns atvinnu. 6. Grænu svæðin í borginni fá ekki að vera í friði fyrir áformum um þrengingu byggðar, þar á meðal er ráðist á Elliðaárdalinn, náttúruperlu í miðju borgar- landinu. 7. Hvergi er haft samráð við borgarbúa um nýbyggingar. Skemmst er að minnast fyrirhugaðra húsa á saltfiskreitnum við Sjómannaskólann sem reist verða í fullkominni óþökk nágranna. 8. Skólamálin eru hneysa hvarvetna. Ekkert samráð hefur verið haft varðandi Korpuskóla og Rimaskóla svo dæmi sé tekið. 9. Framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita fóru tvöfalt fram út kostnað- aráætlun. 10. Umhirða grænna svæða er til háborinnar skammar. Tún eru illa slegin, illgresi kæfir runna og rusl og veggjakrot blasir við hvert sem litið er. Malarhrúgan úti við Eiðsgranda er táknræn fyrir sóðaskapinn sem ein- kennir borgaryfirvöld. 11. Sorphirðugjöld hafa hækkað mikið undanfarin ár en samt sem áður hefur þjónustan versnað stórlega og sorpílát eru aðeins tæmd hálfs- mánaðarlega með öllum þeim óþrifnaði sem því fylgir, að ekki sé minnst á rottuganginn. 12. Biðlistar eftir félagslegri þjónustu lengjast dag frá degi og þannig hefur ástandið verið lengi. 13. Kostnaður við Mathöll á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun. 14. Á vakt borgarstjórans hafa orðið alvarleg mengunarslys sem hann hefur skirrst við að taka á af festu. Borgaryfirvöld vissu vel að sjósundsfólk synti í skólpmeng- uðum sjó vikum saman. 15. Norræn rannsókn leiddi í ljós að 6,3 milljónir plastagana berast úr skólphreinsistöðinni við Klettagarða á hverri klukkustund. Plastagnir eru alvarleg ógn við lífríki heimshafanna og Reykjavík ætti sem höfuð- borg sjávarútvegsþjóðar að vera í fararbroddi við verndun lífríkis hafsins. Lítið hefur farið fyrir umbótum í þessu efni. 16. Víða hefur verið ráðist í óskiljanlegar gatnaframkvæmdir með gríðar- legum tilkostnaði. Nægir á benda á Birkimel, Sæmundargötu, Borgar- tún, Hverfisgötu og Grensásveg, að ógleymdri Hofsvallagötu með alls konar hrákasmíð, fuglahúsum og fleiru. 17. Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir. 18. Eyðilegging besta kostsins fyrir Sundabraut, svokallaðri innri leið, gerir það að verkum að kostnaður margfaldast. 19. Reykjavíkurborg er de facto gjaldþrota og hefur verið um langa hríð. Borgarstjórann burt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.