Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 4
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi ráðherra sækist á ný eftir að leiða lista f lokksins í alþingiskosn- ingum. Bene- dikt sneri aftur til ráðgjafarstarfa eftir formannsskipti haustið 2017 en hefur allan tímann starfað í stjórn flokksins. Hann segist ætla að berjast fyrir sömu málum og þeim sem Viðreisn var stofnuð út af. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður tilkynnti Katr- ínu Jakobsdótt- ur formanni Vinstri grænna um úrsögn sína úr f lokknum. Hún hefur setið á þingi fyrir VG síðan í maí 2016 sem odd viti VG í Suð vestur kjör dæmi og 3. þing maður kjör dæmisins. Helsta ástæða Rósu fyrir úrsögninni var brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni, en Rósa segist ekki lengur eiga samleið með flokknum. Auk Rósu sögðu flokkskonurnar Eydís Blöndal og Hildur Knútsdóttir sig úr f lokknum. Ómar Ragnarsson athafnamaður fagnaði áttræðis- afmæli sínu á degi íslenskrar náttúru. Dagsetningin er engin tilviljun enda er dagurinn til- einkaður fjölmiðlamanninum. Ekki var mikið um fagnaðarlæti í kringum tímamótin en Ómar segir ástandið í þjóðfélaginu ekki bjóða upp á slíkt. Þrjú í fréttum Endurkoma, úrsögn og áttræður Ómar 21 þúsund voru atvinnulaus í lok ágústmánaðar. 14 þúsund rafræn gagnakerfi eru í notkun hjá ríkinu. 131 þúsund tonn var afli íslenskra fiskiskipa í síðasta mánuði. 12 prósent svarenda nýrrar könnunar segjast líkleg til að kjósa nýjan umhverfismiðaðan flokk. 108 eru nú í einangrun hér á landi vegna COVID-19. TÖLUR VIKUNNAR 13.09.2020 TIL 19.09.2020 ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI Námsgjald Matur Samtals Reykjavík Foreldrar í sambúð 15.256 11.360 26.616 Einstæðir foreldrar 6.328 11.360 17.688 Kópavogur Foreldrar í sambúð 24.176 9.041 33.217 Einstæðir foreldrar 16.920 9.141 26.061 Garðabær Foreldrar í sambúð 32.688 7.925 40.613 Einstæðir foreldrar 19.613 7.925 27.538 Hafnarfjörður Foreldrar í sambúð 24.720 8.750 33.470 Einstæðir foreldrar 6.180 8.750 14.930 ✿ Leikskólagjöld í fjórum stærstu sveitarfélögunum 8 tíma vistun REYKJAVÍK „Nærtækasta skýringin er sú að við erum með miklu f leiri börn á leikskólaaldri í Reykjavík en öll önnur sveitarfélög og íbúum borgarinnar er að fjölga, þar með talið barnafjölskyldum. Við þurfum því að fjölga verulega leikskóla- plássum til að ná settu marki um að bjóða yngri börnum pláss. Sú vinna er þó í fullum gangi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Greint var frá því í gær að af stærstu sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu væri lengsta biðin eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Borgin freistar þess að bjóða börn- um pláss við 18 mánaða aldur en það markmið hefur ekki gengið eftir og biðlistar eru víða. Í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru börn hins vegar að fá leikskólapláss um 12 til 15 mánaða aldur eftir atvikum. Reykjavíkurborg býður upp á lægstu leikskólagjöldin af stærstu sveitar- félögunum á höfuðborgarsvæðinu en átta tíma vistun fyrir foreldra í sambúð kostar um 26 þúsund krónur. Veittur er afsláttur fyrir ein- stæða foreldra og námsmenn en sé tekið tillit til þess er Hafnarfjörður á svipuðum slóðum og Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisf lokksins, segir að hún skilji ekki hvers vegna þetta sé ekki meira forgangsmál hjá meiri- hlutanum. „Í kosningunum 2014 lofaði Samfylkingin öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólaplássi, þau stóðu ekki við það. Í síðustu kosningum var öllum 12 til 18 mán- aða börnum lofað plássi, þau stóðu ekki heldur við það. Biðlistarnir eru allt of langir,“ segir Hildur. Dæmi Þörf á að bæta verulega í til að ná settu marki í fjölda plássa Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir vinnu í fullum gangi við að fjölga leikskóla- plássum, verulega þurfi að bæta í til að ná settu marki. Nýir leikskólar eru á teikniborðinu. Borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins segir ekki staðið við kosningaloforð og erfitt að fá upplýsingar um stöðuna. Dæmi eru um að allt að tveggja og hálfs árs gömul börn séu enn á biðlista eftir plássi á leikskóla í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hildur Björns- dóttir, borgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins séu um að börn í Vesturbænum fái ekki pláss nema í Breiðholti eða Grafarvogi. Skúli segir að leikskólaplássum hafi fjölgað um 200 frá árinu 2018. Verkefninu Brúum bilið sé ætlað að fjölga þeim um 700 til 750 á næstu árum. Í næsta mánuði verður leik- skóli opnaður í Úlfarsárdal, þá verður byggður stór leikskóli í mið- borginni. Einnig eru leikskólar í Skerjafirði og í Vogabyggð á teikni- borðinu auk viðbygginga við eftir- sótta leikskóla. „Núna erum við að taka inn börn niður í 15 mánaða gömul í ákveðnum hverfum og með frekari fjölgun plássa mun sá aldur fara lækkandi þar til takmarkinu er náð um að öll börn, 12 mánaða og eldri, fái boð um leikskólapláss,“ segir Skúli. Hildur segir erfitt að fá upplýs- ingar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram fyrirspurn fyrr á kjör- tímabilinu um meðalaldur barna við innritun á leikskóla en beðið hafi verið um að fyrirspurnina yrði dregin til baka vegna kostnaðar, aldrei hafi borist svar. „Ég hefði haldið að þetta væru grunnupplýs- ingar sem borgin vildi afla svo hægt væri að meta árangurinn og takast á við þennan vanda,“ segir Hildur. Skúli segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir þar sem reglulega berist slíkar upplýsingar. Vonast sé til að hafa handbæra nýjustu samantekt um aldur barna við síðustu inn- ritun í leikskóla borgarinnar síðar í þessum mánuði. „Það eru engin vandræði með það, hvorki pólitísk né önnur,“ segir Skúli. bjornth@frettabladid.is arib@frettabladid.is 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.