Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 26
Þjóðverjinn Heinz Bern­hard Sommer og Rúm­eninn Victor Sor in Epifanov voru dæmdir í sjö ára fangelsi, fyrir tilraun til að smygla fjöru tíu kílóum af am feta míni og fimm kílóum af kókaíni í bílnum. Landsréttur staðfesti þennan dóm þann 11. september. Heinz hyggst sækja um áfrýjun­ arleyfi til Hæstaréttar að sögn verj­ anda hans, Þorgils Þorgilssonar. Þetta er eitt stærsta fíkni efna mál sem komið hefur á borð lög reglu hér á landi, en um var að ræða mörg hundruð þúsund sölu skammta sem reynt var að smygla inn í landið. Sagan er hin undarlegasta og teygir sig yfir tvö ár og níu lönd. Skuldugur bankamaður, sköllóttur vaxtarræktarmaður, falin fíkni­ efni í leynihólfi, 21 þúsund evrur í reiðufé, tveir menn sem reynast vera einn og hinn sami og drauma­ ferð í Bláa lónið sem aldrei varð af. Einn eða tveir höfuðpaurar Tveir dularfullir menn, kallaðir A og B í dómskjölum, voru nefndir í skýrslutöku Heinz og Victors. Talið er að þeir séu höfuðpaurar fíkni­ efnasmyglsins. Margt er óljóst með mennina og telur lögregla að þetta gæti jafnvel verið einn maður, en ekki tveir. Victor sagði við lögreglu að rúm­ enskur maður búsettur í Þýska­ landi, þessi sem er kallaður B, hafi staðið að baki ferðalaginu til Íslands og er hann því talinn tengj­ ast innflutningi fíkniefnanna. Vict­ or lýsti manninum fyrir lögreglu og sagði hann rúmlega þrítugan, sköllóttan og sterkbyggðan. Hann tók þó fram að hann vissi ekki rétt nafn hans, því hann hefði aldrei séð persónuskilríki hans. Sá sköllótti á að hafa ráðið Victor í verkefni á Íslandi, en þar sem Vict­ or er ekki með ökuréttindi þurftu þeir að finna ökumann. Það gerðu þeir í gegnum byggingamann, þennan sem kallaður er A, en hann hafði átt í samskiptum bæði við Heinz og Victor. Victor hafði áður unnið fyrir byggingamanninn sem verktaki og Heinz hafði verið beðinn um að sjá um bókhald byggingafyrir­ tækisins. Þannig á Heinz að hafa blandast inn í málið, en hann var fenginn inn í verkefnið sem öku­ maður. „Lítið sem ekkert er vitað um B, eða hvort hann er í raun og veru til,“ segir í dómskjölum. Lögreglufull­ trúi og rannsóknarlögregla sögðu ekki hafa reynst unnt að fá stað­ fest hjá lögreglu í Þýskalandi að sá maður væri þar til. Vísbendingar séu um að sá sköllótti (B) sé í raun byggingamaðurinn (A). Fyrrverandi bankastarfsmaður Heinz er þýskur ríkisborgari á eftirlaunum og fyrrverandi bankastarfsmaður. Hann sagði fyrir dómi að hann væri talsvert skuldugur vegna skatta. Hann hafi ekki haft mikið að gera þegar hann kynntist Victori árið 2018. Þeir þekktust vel en væru þó ekki góðir vinir, en hefðu kynnst í gegnum sameiginlegan vin í tengslum við byggingafyrirtæki. Drukku bjór í Reykjavík Victor og Heinz fóru saman til Íslands í fyrsta sinn í ágúst árið 2018 með Norrænu. Heinz segist ekki hafa fundist neitt undarlegt eða grunsamlegt við ferðina. Í Reykjavík hafi þeir drukkið bjór, skoðað sig um og annað í þeim dúr. Þá nefnir hann að Victor hafi hitt frænda sinn sem var staddur á Íslandi en búsettur í Bandaríkj­ unum. Eftir fyrri Íslandsferðina ferðuð­ ust Heinz og Victor saman til ann­ arra Evrópulanda, þar á meðal til Spánar, Sviss og Noregs. Segja þeir þessar ferðir hafa verið ýmist vegna Fjarstýrt leynihólf Austin Mini Cooper bíll, sem gerður var upp tækur á síðasta ári, í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar, vekur afar mikla for- vitni. Búið var að breyta bílnum og koma fyrir sérhönnuðu leyni- hólfi í afturhluta hans, sem hægt var að opna með fjarstýringu. Tímalína 2018 n Janúar - júlí Efnaverkfræðingur telur að á þessum tíma hafi verið gerðar breytingar á bílnum til að koma fyrir sérútbúnu hólfi. n 2. - 9. ágúst Heinz og Victor ferðast saman til og frá Íslandi með Norrænu í Mini Cooper bílnum. Þeir gista í Reykjavík. 2019 n Janúar - febrúar Bíllinn geymdur í Hollandi. n 14. og 15. febrúar Ferðast til Basel í Sviss. n 17. maí Fara á bílnum til Oslóar í Noregi. n 5. - 8. júlí Ferðast til og frá Malaga á Spáni með flugi um Düssel- dorf í Þýskalandi. n 11. - 17 júlí Victor kemur með farþega- flugi til Íslands frá Þýska- landi. Dvelur á gistiheimili í Reykjavík. Hann er í fylgd með tveimur erlendum mönnum sem komu til landsins þann 12. og 13. júlí Allir þrír fljúga saman til Amsterdam í Hol- landi. Misræmi er í fjölda ferðataska þeirra við komu og brottför frá landinu, að sögn lögreglu. n 16. júlí Einn ferðafélaga Victors sendir 1.680 evrur til Heinz í gegnum Western Union á Íslandi. Victor sendir einnig sömu upphæð til rúmenskrar konu sem talin er vera eigin- kona A. Nokkrum vikum fyrir Íslandsferð — Victor minnist á Íslandsferð við Heinz, en gef ur ekki upp nákvæma dagsetn ingu. n 28. júlí Heinz segir Victor hafa mætt heim til sín og spurt hvort hann væri búinn að pakka. Þeir væru á leiðinni til Dan- merkur og þaðan til Íslands. n 30. júlí Heinz og Victor sigla með Norr ænu frá Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Í ferjuna hafa þeir með sér Austin Mini Cooper bifreið, sama bíl og þeir höfðu áður ferðast með, nema með öðrum skráningar- númerum. n 1. ágúst Koma til Seyðisfjarðar og eru stöðvaðir af tollgæslu. Heinz keyrir bílinn og Victor er farþegi. Bíllinn er tekinn til skoðunar og finnur fíkni- efnahundur lykt í afturhluta bílsins. Við frekari leit finnast fíkniefni. Skýrslur teknar af mönnunum. n 3. ágúst Úrskurðaðir í gæsluvarðhald. n 15. ágúst Gefa skýrslur með réttarstöðu sakbornings í annað sinn. n 19. ágúst Haldlagðar ljósmyndir bornar undir Heinz og Victor. n 21. ágúst og 20. september Rannsóknarstofa staðfestir að efnin séu amfetamín og kókaín. n 28. ágúst Mennirnir gefa skýrslur í þriðja sinn. Þeim ber saman um að þeir hefðu ekki vitað af fíkniefnunum í bílnum. n 23. október Ákæra frá héraðssaksóknara. 2020 n 10. febrúar Dæmdir í sjö ára fangelsi. n 11. september Landsréttur staðfestir dóm Héraðsdóms. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur á borð lögreglu hér á landi, en í Austin Mini Cooper bílnum fundust mörg hundruð þúsund söluskammtar sem reynt var að smygla inn í landið. MYND/HÉRAÐSSAKSÓKNARI Fíkniefnunum hafði verið komið fyrir í sérútbúnu lokuðu og læstu hólfi undir farangursgeymslu aftan í bílnum. MYND/HÉRAÐSSAKSÓKNARI HÓLFIÐ VAR LÆST MEÐ RAFLOKUM SEM VORU TENGDAR VIÐ STÝRI- BÚNAÐ MEÐ ÞRÁÐLAUSU AÐGENGI EÐA FJARSTÝR- INGARBÚNAÐI. Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara@frettabladid.is vinnu eða frís, en Victor hafi hitt einhverja aðra menn í þeim ferðum án Heinz. 21 þúsund evrur Victor fór í eina ferð til Íslands án Heinz í tengslum við verkefni fyrir byggingamanninn. Ekkert hafi hins vegar orðið af því verkefni. Þá hafi sá sköllótti sett sig í samband við Victor og beðið hann um að sækja peninga fyrir sig úr því að hann væri á Íslandi. Hitti Victor ungan mann sem lét hann fá umslag með 21 þúsund evrum í reiðufé og fékk Victor að eiga tvö þúsund. Ætluðu í Bláa lónið Áður en lagt var af stað í seinni Íslandsferðina fékk Heinz ný föt og nýja skó og var tjáð að öll ferðin væri bókuð, með gistingu í Reykja­ vík í fimm nætur. Hann átti að fá 100 evrur frá byggingamanninum í upphafi ferðarinnar og 300 frá Vict­ ori í lok ferðar. Hann hefði ekki grunað að það væru fíkniefni í bílnum og hefði staðið í þeirri meiningu að hann væri að fara í frí. „Á leiðinni til Íslands hefðu ákærði og meðákærði rætt saman um hitt og þetta, en meðákærði hefði aðallega verið að segja honum til við aksturinn. Ákærði hefði ætlað að vera í fríi, fara í búðir og skoða sig um í Reykjavík, og hefðu hann og meðákærði rætt það sín á milli að þeir ætluðu að fara í Bláa lónið,“ segir í dómskjölum. Victor gaf þá skýringu að þeir tveir hafi átt að sækja peninga fyrir þann sköllótta, þar sem of dýrt væri að senda þá á milli landa í gegnum Western Union. Framburður mannanna var nokkuð á reiki, ósamrýmanlegur og ósannfærandi á köflum, að mati dómsins. Enn fremur taldi dómur­ inn skýringar mannanna vart geta staðist, að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum í leynihólfi bílsins. Sérútbúið hólf í Mini Cooper Fíkniefnunum hafði verið komið fyrir í sérútbúnu og lokuðu hólfi, undir farangursgeymslu aftan í bílnum. Hólfið var læst með raf­ lokum, sem voru tengdar við stýris­ búnað með þráðlausu aðgengi eða f jarstýringarbúnaði. Lögreglan komst inn í hólfið með því að fjar­ lægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Lögreglan fékk efnaverkfræðing til að skoða og meta ástand hólfs­ ins. Hann sagði ómögulegt að segja nákvæmlega til um hvenær umrætt geymsluhólf hafi verið útbúið, en miðað við ástandið hafi breytingar verið gerðar á bílnum á tímabilinu janúar til júlí 2018. Staðsetningarbúnaður með holl­ ensku símakorti fannst einnig fal­ inn í mælaborði bílsins. Bíllinn var skráður á Victor Sorin í þýskri ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan aflaði hafði bílnum verið ekið frá Þýska­ landi til Danmerkur um landa­ mærin á Suður­Jótlandi áður en lagt var í síðari Íslandsförina. 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.