Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 62
Geirlaug Þorvaldsdóttir er eigandi Hótels Holts. For-eldrar hennar, Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, byggðu það upp jafn- framt því að reka vinsæla verslun, Síld og fisk sem lengi var staðsett við hliðina á hótelinu. Þau hjónin voru einstakir listaverkasafnarar og nú prýða hótelið margar af verðmætustu myndunum, meðal annars myndir eftir Kjarval, en vinskapur var á milli þeirra. Einstök listaverk Geirlaug keypti hótelið árið 2004 af systkinum sínum og segist vilja halda því í fjölskyldunni. Geirlaug hefur haldið í hefðirnar og við- heldur því einstaka, heimilislega umhverfi sem Hótel Holt er þekkt fyrir. Hún býður gestum upp á listagöngu um hótelið tvisvar í viku kl. 17.30. „Við bjóðum þeim sem eru að koma í mat til okkar að ganga um og heyra sögur um verkin. Gangan er öllum opin, en þeir sem koma af götunni þurfa að greiða smávegis fyrir,“ segir Geir- laug. „Hótel Holt er eitt af mjög fáum hótelum í heiminum sem hafa svona einstakt safn listaverka uppi á vegg. Það er gaman að geta sagt gestum frá þessum gömlu, klassísku verkum meistaranna. Við erum í sambandi við franskan vef sem bendir fólki á hótel með dýrmætum listaverkum. Margir vilja sameina ferðalag og menn- ingu. Það eru ekki margir sem vita að Hótel Holt var upphaf- lega byggt sem hótel og listasafn. Fyrsta hæðin er friðuð og henni verður ekkert breytt,“ útskýrir hún. „Ég og starfsfólkið höldum það í heiðri sem foreldrar mínir lögðu upp með og geymum söguna. Þau vildu að allir gætu komið og skoðað þessi glæsilegu verk, en þetta er stærsta listasafn í einkaeigu hér á landi. Ég ber virð- ingu fyrir því hvernig hótelið var innréttað og manni líður eiginlega soldið eins og að koma heim til sín,“ segir Geirlaug. Matur í hádeginu Á hótelinu er vinsæll veitingastað- ur þar sem boðið er upp á íslenskt gæðahráefni. „Við leggjum metn- að okkar í að hafa verðið sam- keppnishæft og bjóða upp á góðan mat,“ segir Geirlaug og bendir á Glæsilegt tilboð á Hótel Holti Hótel Holt hefur yfir sér virðulegan blæ þar sem það gnæfir yfir miðbæinn í Reykjavík. Hótelið var opnað árið 1965 og geymir fádæma listaverkasafn. Á næstu dögum opnar Ostabúðin á Holtinu. Geirlaug situr hér í veitinga- salnum á Hótel Holti. Alls staðar blasa listaverkin við gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Mikið og dýrmætt safn af verkum eftir Kjarval prýðir veggi hótelsins. Glæsileg setustofa þar sem notalegt er að setjast niður og slappa af. fallegan barinn, þar sem fólk getur komið inn af götunni og fengið sér kokkteil eða annan drykk. „Nú erum við að fara að opna aftur matsalinn í hádeginu. Við bjóðum upp á frábæran hádegisverð á góðu verði. Síðan erum við með Þingholt sem er fyrir veislur og ráðstefnur. Nýlega fórum við að leigja út þriðju hæðina fyrir skrif- stofur svo það er margt að gerast á Holtinu,“ segir hún. Við störfum í samkeppnisumhverfi og leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu. Hótelið er vel staðsett í rólegu hverfi og stutt í allar áttir.“ Ostabúðin kemur á Holtið Á Holtinu verður boðið upp á glæsilegt tilboð í haust og fram til jóla. Fólk sem býr á landsbyggð- inni og borgarbúar sem vilja gera vel við sig í glæsilegu umhverfi, ætti að skoða þetta frábæra tilboð. Að auki er Ostabúðin sem lengi var á Skólavörðustíg að opna á Holtinu en margir hafa saknað þeirrar verslunar. Eigandi Ostabúðar- innar, Jóhann Jónsson, lærði mat- reiðslu á Holtinu á sínum tíma svo hann er að koma á gamlar slóðir. Geirlaug segist ekkert vera að hugsa um að minnka við sig vinnuna því hún hafi enn mjög gaman af henni. „Ég er með gott starfsfólk. Þetta er samvinna,“ segir hún. „Mér finnst ég ein- staklega heppin að geta starfað enn. Vinnan drepur engan. Nýjar kynslóðir vaxa úr grasi og vonandi koma þær líka á Hótel Holt og upplifa þetta einstaka andrúms- loft sem hér hefur verið ríkjandi í 55 ár.“ 6 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNJÓTUM Í VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.