Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mitt í þessu öllu hefur Icelandair staðið í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Það situr í mér eitt kvöld þar sem ég var á skurð-læknavakt fyrir mörgum árum. Á vaktina var komið með starfsbróður minn sem var í alvar- legum sjálfsvígshugleiðingum. Sama hvað ég reyndi, þá komum við að lokuðum dyrum hjá geðdeildinni. Ef einhver trúir því að það sé til læknamafía, þá var hún ekki á vakt þessa nótt. Á endanum fór orkan í að reyna að fela eigin ekka og táraf lóð, því mér fannst heilbrigðiskerfið, sem ég var partur af, geta gert betur. Góður skurðlæknir á vakt hughreysti óléttu buguðu mig, en það er aukaatriði – ekki vorum við að fara að skera burtu sjálfsvígshugsanirnar. Það er líklega ein versta tilfinningin, að geta ekki hjálpað til þegar líf nærstaddra er í húfi. Tala ekki um ef um ræðir ástvin eða barn. Í mínu nánasta umhverfi eru f leiri en eitt og f leiri en tvö tilfelli þar sem lítil sem engin úrræði eru í boði. Fólk hrökklast heim með þann veika og finnst það ekki tekið alvar- lega. Hindrunarlaust aðgengi Er virkilega ekki hægt að gera betur? Mættu á bráða- móttökuna með sprunginn botnlanga og þú ert strax settur í ferli og læknaður eins f ljótt og hendur vinna. En mættu með veikan huga og þú verður allt eins sendur heim. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga var haldinn fyrir rúmri viku. Heilbrigðisráðherra gaf vilyrði fyrir auknu fjármagni fyrir stöðu verkefnastjóra sjálfs- vígsforvarna. Á vef Embættis landlæknis segir að það skipti miklu að grípa snemma einstaklinga sem líður illa. Tryggja þurfi því gott og hindrunarlaust aðgengi að þjónustu. Sem er gríðarlega mikilvægt því í f lestum tilfellum er ákvörðunin um að enda eigið líf tekin í skyndi. Eftirsjá Á vefsíðu lýðheilsudeildar Harvard-háskóla er sagt frá rannsóknum á fólki sem var nærri því að látast eftir sjálfsvígstilraun. Um 75% létu til skarar skríða á innan við klukkutíma frá því þau tóku ákvörðun og allt að 40% innan einungis fimm mínútna. Á sömu síðu kom einnig fram að f lestir sem lifðu af voru með eftirsjá. Það vakti líka athygli mína að níu af hverjum tíu sem lifa af alvarlega sjálfsvígstilraun munu ekki falla fyrir eigin hendi í framtíðinni. Núll sjálfsvíg Á Íslandi eru fjögur númer sem hægt er að hringja í líði manni illa, en ekki veit ég hversu markvissa þjálfun fólkið á símanum hefur fengið. Henry Ford heilbrigðisþjónustan í Bandaríkjunum opnaði árið 2001 símalíf línu sem kallast „Zero sui- cide“, sem er stöðugt verið að uppfæra eftir því sem þekking eykst. Starfsfólkið fær sérhæfða þjálfun þar sem virðing og samkennd eru í fyrirrúmi. Áhætta er metin og þau sem eru í mestri hættu fá samdægurs ítarlega geðskoðun ásamt meðferð. Hinir fá vísinda- lega þróaðar leiðbeiningar og símtal um hvernig gangi. Á níu ára tímabili fækkaði sjálfsvígstilfellum hjá þeim um 78%. Djúpu sárin sem ekki sjást Vísindamenn hafa lengi vitað að höfnun og vanlíðan rista djúp sár í sálina, sem sjást ekki með berum augum. Það er samt mikilvægt að átta sig á að kvíði, leiði og reiði er stór partur af eðlilegu tilfinningalífi. Það er þegar hugurinn bugast undan þeim sem þarf að bregðast hratt við. Við þurfum að byrja að sjá og taka eftir and- legum sársauka, líkt og líkamlegum. Því fagna ég að ákvörðum hefur verið tekin um að tryggja hindr- unarlaust aðgengi, því það getur verið of seint að bíða fram á næsta dag. Starfsbróðir minn fékk á endanum aðstoð og hefur notið velgengni í lífi og starfi allar götur síðan. Hann fékk annan séns. Að fá annan séns Landið okkar treystir á samgöngur á sjó og í lofti. Þegar Eimskipafélag Íslands var stofnað fyrir rúmum hundrað árum þótti stofnun þess svo mikilvæg að félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar. Það var líklega réttnefni, enda mikilvægi tengingar við umheiminn orðin mönnum ljóst. Fyrsti vísir að því sem við nú þekkjum sem Iceland- air varð til fyrir rúmum áttatíu árum þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Það flutti svo höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur skömmu síðar og nafninu var breytt í Flugfélag Íslands. Þannig hófst saga farþega- flugs milli landa á vegum Íslendinga sem rekur sig allt til okkar daga. Saga farþegaflugs hér á landi er ekki áfallalaus. Flugfélög komu og fóru, ýmist sameinuðust eða gáfust upp í erfiðu rekstrarumhverfi. Það kennir að eins bráðnauðsynlegt og er að til og frá landinu séu greiðar samgöngur fyrir fólk og vörur, er vandfundinn áhættusamari atvinnurekstur. Jafnframt bendir ýmis- legt til að yfir f lugi sé ævintýrablær sem margir sogast að þó að þeir eigi ef til vill ekki til þess erindi. Síðari hluta þessarar sögu hafa erlend flugfélög lagt leiðir véla sinna hingað og í reynd hefur framboð flugferða héðan og hingað verið meira en búast mætti við alla jafna – allt þar til viðbrögð ríkja víða um heim við faraldrinum eyðilögðu það allt. Nú fljúga hingað og héðan örfáar vélar á viku og Flugstöð Leifs Eiríks- sonar er mestanpart auð. Það er dapurlegt vitni um eyðingarafl faraldursins og viðbragða við honum. Mitt í þessu öllu hefur Icelandair staðið í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Baráttan var reyndar hafin nokkru fyrir faraldurinn, þegar ótrúleg atburðarás leiddi til þess að endurnýjun flugflota félagsins fór í vaskinn á síðasta ári. Barátta Icelandair hefur einkennst af miserfiðum samningum við flugstéttir, lánardrottna, f lugvélaverk- smiðjur, fjármálafyrirtæki og ríkið um ríkisábyrgð. Síðasti hluti þessa umfangsmikla verkefnis var að afla félaginu að minnsta kosti 20 milljarða króna í nýju hlutafé. Á því hékk fjöldi annarra atriða. Það er ekki vafi á að Icelandair er grundvallarfyrir- tæki hér á landi og öflug starfsemi þess mun skipta sköpum þegar líf færist í eðlilegra horf eftir faraldur- inn og fólk fer að ferðast á ný. Það þarfnast skýringa að einn fjölmennasti og öflugasti lífeyrissjóður landsins hafi ekki tekið þátt í útboðinu. Ofan í kaupið er hann sá sjóður sem flestir starfsmenn Icelandair greiða iðgjöld til og til þessa, stærsti hluthafinn. Ekki er víst að allir sem greiða iðgjöld í sjóðinn séu sáttir við þá ákvörðun. Skugga- stjórnunarhættir forystumanns verslunarmanna hafa þar sjálfsagt ráðið miklu og sú íhlutun hlýtur að verða til skoðunar hjá eftirlitsaðilum í framhaldinu. Nú liggur fyrir að viðtökur fjárfesta voru þannig að allt það röfl skiptir ekki máli. Nýtt óskabarn þjóðar er orðið til með ellefu þúsund hluthöfum. Eftir allt virðist augljóst að hlýir straumar liggja til félagsins. Niðurstaðan er sigur og markar fyrsta skrefið í endurreisninni þegar efnahagslega óveðrið gengur niður. Óskabarnið Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt haustið 2020 Íslenskupróf vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin: • á Akureyri, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 13.00 • í Reykjavík, vikuna 23. – 27. nóvember kl. 9.00 og kl. 13.00 Skráning hefst 22. september og fer fram með rafrænum hætti á www.mimir.is Síðasti skráningardagur er 3. nóvember. Prófgjald er 35.000 kr. Útlendingastofnun flytur á Dalveg 18 í Kópavogi Vegna flutninganna verður Útlendingastofnun lokuð í dag föstudaginn 15. desember. Stofnunin opnar á Dalvegi 18 í Kópavogi mánudaginn 18. desember klukkan 9. Útlendingastofnun • Dalvegi 18 • 201 Kópavogi • www.utl.is 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.