Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657. Sirrý og eiginmaður hennar, Kristján Franklín Magnús, héldu nýlega upp á 30 ára brúðkaupsafmæli. Hún segir að þau hafi alla tíð verið mjög með­ vituð um það að vera góð hvort við annað, standa saman og tala mikið saman. „Það þarf ekki að vera mikið tilstand eða f lottheit í hjónabandinu en það er nauð­ synlegt að hafa tíma saman,“ segir hún. Núna þegar fáir fara til útlanda er fólk duglegt að gera eitthvað saman hér heima. Sirrý segir að það sé einmitt það sem þau hjónin gera. „Jú, það er nú eitt af því góða við þetta annars erfiða ástand að fólk fer núna miklu styttri leið til að upplifa og njóta lífsins. Það þarf ekkert að f ljúga. Rétt utan við borgina og bæina eru staðir sem bjóða upp á hvíld og róman­ tík – og oft á tilboðsverði. Ég og maðurinn minn nýttum okkur til dæmis tilboð Fosshótela í sumar og haust. Við áttum frábæra dvöl á f lottum hótelum í Stykkishólmi, við Jökulsárlón og víðar. Einnig nýttum við okkur tilboð í Húsa­ felli og vorum þar í golfi, gilja­ böðum, fjallgöngum og sundi. Það var frábært,“ segir hún. „Mér hefur fundist best að hafa einhverja hreyfingu, einhverja áskorun áður en maður fer að njóta hvíldar og dekurs. Göngur, golf og útivist af ýmsu tagi er nauðsynleg áður en farið er í heitar laugar og góðan kvöldverð,“ bætir Sirrý við og þegar hún er spurð hvort það þurfti að vera til­ efni, svarar hún. „Það fer eftir efnum og aðstæðum fólks hverju sinni. En nei í raun finnst mér mikilvægt að hugsa um það að lifa fallega hvern dag. Til dæmis að vera saman á sunnudagsmorgnum með eitthvað nýbakað úr bakaríinu, blöðin og gott kaffi. Blóm og fal­ lega lagt á borð. Mér finnst þetta hreinlega mikilvægur hluti af daglegu lífi. Ég þekki nokkra sem ætluðu að gera svo margt saman seinna en það kom svo aldrei að því, því miður,“ segir hún, en vel má minna fólk á að njóta þess að lifa í núinu. Þegar Sirrý er spurð hvert út á land henni finnist mest gaman að fara á hún erfitt með að gera upp á milli nokkurra staða. „Ég get nú ekki valið eitthvað eitt sem er skemmtilegast. En mér fannst til dæmis alveg frábært síðasta vetur að aka bara upp í Hvalfjörð og gista á Hótel Glym eina helgi. Margt að skoða – fossinn, fjörður­ inn og hafið og svo lúxusinn á hótelinu, heitir pottar með útsýni yfir sjóinn og góður matur. Það er stutt að fara en algjörlega æðis­ legt,“ svarar hún og er ákveðin í að ferðast meira innanlands í haust og vetur. Þar sem Sirrý starfar við Háskólann á Bifröst er hún oft í snertingu við undurfagra náttúru. Frá skólanum eru fal­ legar gönguleiðir og á haustin er gaman að skoða ótrúlega haust­ liti í náttúrunni. „Þegar ég verð með vinnuhelgar í byrjun vetrar förum við konurnar saman í göngutúra, borðum góðan mat og njótum sveitalífsins í bland við námið. Síðan fæ ég kannski manninn minn til að koma upp Hvíld og rómantík í sveitinni Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari er rómantísk í eðli sínu og kann að njóta þegar svo ber undir. Sirrý hefur gefið út bækur sem styrkja og efla konur. Fljótlega kemur út ný bók um heilsu karla. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Sirrý segir að vel sé hægt að njóta lífsins úti í íslenskri nátt- úru og jafnvel að bregða sér í dekur. Mörg hótel bjóða góð tilboð í haust. MYND/EINKASAFN Sirrý hefur verið dugleg að njóta Íslands í sumar og heimsótt marga frábæra staði auk þess að nýta sér tilboð hótelanna. eftir að vinnuhelgi lokinni og fara með mér í mat á Hraunsnefi eða Varmalandi, gönguferðir að Glanna og Paradísarlaut, í Jafna­ skarðsskóginn og það er bara mjög rómantískt að ganga og spjalla saman við Hreðavatn. Það er fall egt þarna í hrauninu allan ársins hring. Pör geta farið saman eða í vinahóp, bæði er skemmti­ legt. Það þarf ekki að fara langt eða skipuleggja eitthvað f lókið ef hjartað og rétta manneskjan er með í för,“ segir hún. Sirrý hefur verið að þjálfa fólk í öruggri tjáningu, kynningum, viðtölum og samskiptum við fjölmiðla enda sjálf gamalreynd fjölmiðlakona. „Ég kenni þetta líka við Háskólann á Bifröst og hef gert í mörg ár ásamt því að halda fyrirlestra. Þá hef ég nýlega tekið við sem verkefnastjóri í „Mætti kvenna – stofnun fyrirtækja“ sem ég er alveg heilluð af. Það er ellefu vikna fjarnám með öf lugum vinnuhelgum við Háskólann á Bifröst. Við förum af stað með námskeiðið 23. október svo þetta er mjög ofarlega í huga mínum núna,“ segir hún, en Sirrý er að senda frá sér nýja bók, „Þegar karlar stranda – og leiðin í land“, í samvinnu við VIRK og bókaút­ gáfuna Veröld. Fyrri bók Sirrýjar sem hún vann með VIRK heitir „Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný.“ Það má með sanni segja að það sé spennandi vetur fram undan hjá henni og alltaf nóg að gera. Til dæmis að vera saman á sunnu- dagsmorgnum með eitthvað nýbakað úr bakaríinu, blöðin og gott kaffi. Blóm og fallega lagt á borð. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNJÓTUM Í VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.