Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 61
Njótum í faðmi Hjaltadals Hólar í Hjaltadal eru einn friðsælasti staður á landinu. Þar er rekin fyrsta flokks ferðaþjónusta með fjölbreytta gistimöguleika. Í vetur bjóðast frábærar dekurhelgar, tilvaldar fyrir pör og hópa. Gistimöguleikar eru fjölbreyttir á Hólum. Smáhýsin eru afar notaleg og henta pörum eða stærri hópum. Gústaf Gústafsson, framkvæmda­ stjóri Hjaltadals ferðaþjónustu, er með meistaragráðu í stýringu á ábyrgri ferðaþjónustu. MYNDIR/AÐ- SENDAR. Kokkurinn Edu­ ardo Montoya með Ingu Dóru Þórarinsdóttur og dóttur þeirra Lunu Maríu Montoya Ingu­ dóttur. Hóladómkirkja er vinsæll ferða­ mannastaður enda gull­ fallegt kenni­ leiti staðarins. Myndin er tekin í Auðunnar­ stofu. Staðurinn Hólar í Hjaltadal er landsþekktur fyrir gífurlega veðursæld. Í ná­ grenninu er fjöldi fallegra gönguleiða sem gaman er að ganga eftir. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. er rekin undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu þar sem markmiðið er að vera í eins miklu samstarfi við heimamenn og hægt er og versla við fólk úr héraði. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar, sem er staðsettur á Hólum í Hjaltadal, er rekinn allt árið um kring og gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar sem mötuneyti fyrir nemendur Háskólans að Hólum og starfsfólk á staðnum og hins vegar á kvöldin yfir sumarmánuðina er um að ræða „á la carte“ veitinga- stað. „Kokkurinn er argentískur og heitir Eduardo Montoya og býr með fjölskyldu sinni að Frosta- stöðum í Skagafirði. Matseðillinn er því óneitanlega með argentísku ívafi þar sem steikur og fiskur eru í forgrunni. Hluti af ábyrgðarstefnu ferða- þjónustunnar er að versla eins mikið og hægt er af úrvalshráefni frá bændum og framleiðendum í héraði. Norðurland er sann- kölluð matarkista og er mikið um hágæðamatvælaframleiðslu hér í nærsveitum og endurspeglar matseðillinn á veitingastaðnum það. Kjöt, kryddjurtir, grænmeti; gúrkur, tómatar og kartöflur á matseðlinum, kemur úr nágranna- sveitum. Þá er Hólableikjan landsþekkt hráefni á meðal matgæðinga og matreiðslufólks á Íslandi. Nauta rib eye steikin í steikarsamlokunni okkar kemur til dæmis frá Birkihlíð, sem er rétt sunnan við Sauðárkrók og svo er súrdeigsbrauðið bakað í bakaríinu á Sauðárkróki. Sem dæmi var nafnið á veitinga- staðinn valið í íbúakosningu hér á Hólum. Kostirnir við þessa ábyrgu rekstrarstefnu eru ótvíræðir, enda er þetta hagstætt fyrir samfélagið og umhverfið. Þetta er líka eitt- hvað sem dregur að viðskiptavini enda vilja okkar viðskiptavinir smakka mat sem er framleiddur á staðnum,“ segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri. Dásamleg dekurhelgi „Í vetur ætlum við að bjóða upp á spennandi og notalegar dekur- helgar sem henta hvort heldur er einstaklingum, pörum eða hópum. Fólk mætir þá seinnipart föstudags og dagskrá lýkur stuttu eftir hádegi á sunnudeginum. Helgarnar byrja á föstudagskvöldi á bjórsmakki og kvöldsnarli, eftir það verður boðið upp á línudans- námskeið til þess að hrista hópinn saman og búa til skemmtilega stemningu. Við erum náttúrulega staðsett í miðju Texas Íslands og því á línudansinn vel við og kemur gestunum í rétta stuðið til að hrista úr sér vikuþreytuna. Daginn eftir byrjum við á morgunverði og svo er haldið í gönguferð um Hólaskóg og nágrenni, sem er í útjaðri þorps- ins, með sérlega fróðum heima- manni sem gjörþekkir skóginn og sögu svæðisins. Svo verður boðið upp á hádegismat. Seinnipart laugardagsins verður sannkölluð matarupplifun þar sem þemað er villibráð á Hólum. Gestum er þá kennt hvernig villi- bráðin er meðhöndluð en aðalhrá- efnið er gæs og hreindýr. Um kvöldið verður svo stórkostlegur villibráðarkvöldverður borinn fram á veitingastaðnum Kaffi Hólum. Sunnudagurinn hefst í rólegheit- unum með morgunverði og í kjöl- farið verður núvitundarnámskeið og æfingar tengdar því fram að hádegi. Þetta er fullkominn endir á skemmtilegu helgarnámskeiði og skilur fólk eftir í ró og kyrrð. Eftir hádegismat lýkur formlegri dagskrá. Við mælum með því að taka heimferðina í rólegheit- unum og nýta daginn til þess að skoða svæðið, kíkja í bakaríið á Sauðárkróki eða skella sér í sund á Hofsósi.“ „Dekurhelgarnar í vetur eru til- valdar fyrir pör, hjón, einstaklinga sem og fyrirtækja- eða vinahópa og að gefa gestum nasaþefinn af því hvernig Hólastemningin er. Einnig höfum við tök á því að klæðskerasníða helgarnar fyrir fólk en við erum í sambandi við góðan hóp af hæfileikaríku fólki á svæðinu sem býður upp á fjöl- breytta afþreyingarmöguleika.“ Gistimöguleikar „Við erum bæði með átta notalegar tveggja herbergja íbúðir á Hólum í fjölbýlishúsum með svölum, sem og nokkrar tegundir af smáhýsum, hvort tveggja lítil tveggja manna og stærri sem rúma allt að 4-6 manns. Allar íbúðir eru með sér baðherbergi með salerni og sturtu, eldhúsáhöldum, sjónvarpi og þvottavél.“ Hvað svo? „Þann 7. nóvember stefnum við á að halda heljarinnar villibráðar- hlaðborð þar sem við tjöldum öllu til í mat og skemmtun. Þá verða vel yfir 100 miðar til sölu en við getum boðið gistimöguleika fyrir allt að 48 manns. Eftir áramót munum við svo bjóða upp á frábærar helgarferðir fyrir pör og hópa þar sem þemað er fjallgöngur og gönguskíði, en Hjaltadalurinn er alger gönguskíðaparadís.“ Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. 551 Sauðárkrókur, Hólar í Hjaltadal Bókaðu gistingu á booking@holar. is eða www.visitholar.is Sími: 455- 6333, 849-6348 eða 662-4156. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 NJÓTUM Í VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.