Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 61

Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 61
Njótum í faðmi Hjaltadals Hólar í Hjaltadal eru einn friðsælasti staður á landinu. Þar er rekin fyrsta flokks ferðaþjónusta með fjölbreytta gistimöguleika. Í vetur bjóðast frábærar dekurhelgar, tilvaldar fyrir pör og hópa. Gistimöguleikar eru fjölbreyttir á Hólum. Smáhýsin eru afar notaleg og henta pörum eða stærri hópum. Gústaf Gústafsson, framkvæmda­ stjóri Hjaltadals ferðaþjónustu, er með meistaragráðu í stýringu á ábyrgri ferðaþjónustu. MYNDIR/AÐ- SENDAR. Kokkurinn Edu­ ardo Montoya með Ingu Dóru Þórarinsdóttur og dóttur þeirra Lunu Maríu Montoya Ingu­ dóttur. Hóladómkirkja er vinsæll ferða­ mannastaður enda gull­ fallegt kenni­ leiti staðarins. Myndin er tekin í Auðunnar­ stofu. Staðurinn Hólar í Hjaltadal er landsþekktur fyrir gífurlega veðursæld. Í ná­ grenninu er fjöldi fallegra gönguleiða sem gaman er að ganga eftir. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. er rekin undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu þar sem markmiðið er að vera í eins miklu samstarfi við heimamenn og hægt er og versla við fólk úr héraði. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar, sem er staðsettur á Hólum í Hjaltadal, er rekinn allt árið um kring og gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar sem mötuneyti fyrir nemendur Háskólans að Hólum og starfsfólk á staðnum og hins vegar á kvöldin yfir sumarmánuðina er um að ræða „á la carte“ veitinga- stað. „Kokkurinn er argentískur og heitir Eduardo Montoya og býr með fjölskyldu sinni að Frosta- stöðum í Skagafirði. Matseðillinn er því óneitanlega með argentísku ívafi þar sem steikur og fiskur eru í forgrunni. Hluti af ábyrgðarstefnu ferða- þjónustunnar er að versla eins mikið og hægt er af úrvalshráefni frá bændum og framleiðendum í héraði. Norðurland er sann- kölluð matarkista og er mikið um hágæðamatvælaframleiðslu hér í nærsveitum og endurspeglar matseðillinn á veitingastaðnum það. Kjöt, kryddjurtir, grænmeti; gúrkur, tómatar og kartöflur á matseðlinum, kemur úr nágranna- sveitum. Þá er Hólableikjan landsþekkt hráefni á meðal matgæðinga og matreiðslufólks á Íslandi. Nauta rib eye steikin í steikarsamlokunni okkar kemur til dæmis frá Birkihlíð, sem er rétt sunnan við Sauðárkrók og svo er súrdeigsbrauðið bakað í bakaríinu á Sauðárkróki. Sem dæmi var nafnið á veitinga- staðinn valið í íbúakosningu hér á Hólum. Kostirnir við þessa ábyrgu rekstrarstefnu eru ótvíræðir, enda er þetta hagstætt fyrir samfélagið og umhverfið. Þetta er líka eitt- hvað sem dregur að viðskiptavini enda vilja okkar viðskiptavinir smakka mat sem er framleiddur á staðnum,“ segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri. Dásamleg dekurhelgi „Í vetur ætlum við að bjóða upp á spennandi og notalegar dekur- helgar sem henta hvort heldur er einstaklingum, pörum eða hópum. Fólk mætir þá seinnipart föstudags og dagskrá lýkur stuttu eftir hádegi á sunnudeginum. Helgarnar byrja á föstudagskvöldi á bjórsmakki og kvöldsnarli, eftir það verður boðið upp á línudans- námskeið til þess að hrista hópinn saman og búa til skemmtilega stemningu. Við erum náttúrulega staðsett í miðju Texas Íslands og því á línudansinn vel við og kemur gestunum í rétta stuðið til að hrista úr sér vikuþreytuna. Daginn eftir byrjum við á morgunverði og svo er haldið í gönguferð um Hólaskóg og nágrenni, sem er í útjaðri þorps- ins, með sérlega fróðum heima- manni sem gjörþekkir skóginn og sögu svæðisins. Svo verður boðið upp á hádegismat. Seinnipart laugardagsins verður sannkölluð matarupplifun þar sem þemað er villibráð á Hólum. Gestum er þá kennt hvernig villi- bráðin er meðhöndluð en aðalhrá- efnið er gæs og hreindýr. Um kvöldið verður svo stórkostlegur villibráðarkvöldverður borinn fram á veitingastaðnum Kaffi Hólum. Sunnudagurinn hefst í rólegheit- unum með morgunverði og í kjöl- farið verður núvitundarnámskeið og æfingar tengdar því fram að hádegi. Þetta er fullkominn endir á skemmtilegu helgarnámskeiði og skilur fólk eftir í ró og kyrrð. Eftir hádegismat lýkur formlegri dagskrá. Við mælum með því að taka heimferðina í rólegheit- unum og nýta daginn til þess að skoða svæðið, kíkja í bakaríið á Sauðárkróki eða skella sér í sund á Hofsósi.“ „Dekurhelgarnar í vetur eru til- valdar fyrir pör, hjón, einstaklinga sem og fyrirtækja- eða vinahópa og að gefa gestum nasaþefinn af því hvernig Hólastemningin er. Einnig höfum við tök á því að klæðskerasníða helgarnar fyrir fólk en við erum í sambandi við góðan hóp af hæfileikaríku fólki á svæðinu sem býður upp á fjöl- breytta afþreyingarmöguleika.“ Gistimöguleikar „Við erum bæði með átta notalegar tveggja herbergja íbúðir á Hólum í fjölbýlishúsum með svölum, sem og nokkrar tegundir af smáhýsum, hvort tveggja lítil tveggja manna og stærri sem rúma allt að 4-6 manns. Allar íbúðir eru með sér baðherbergi með salerni og sturtu, eldhúsáhöldum, sjónvarpi og þvottavél.“ Hvað svo? „Þann 7. nóvember stefnum við á að halda heljarinnar villibráðar- hlaðborð þar sem við tjöldum öllu til í mat og skemmtun. Þá verða vel yfir 100 miðar til sölu en við getum boðið gistimöguleika fyrir allt að 48 manns. Eftir áramót munum við svo bjóða upp á frábærar helgarferðir fyrir pör og hópa þar sem þemað er fjallgöngur og gönguskíði, en Hjaltadalurinn er alger gönguskíðaparadís.“ Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. 551 Sauðárkrókur, Hólar í Hjaltadal Bókaðu gistingu á booking@holar. is eða www.visitholar.is Sími: 455- 6333, 849-6348 eða 662-4156. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 NJÓTUM Í VETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.