Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 37
Umsóknarfrestur er til 5. október. Nánari upplýsingar á www.hagvangur.is. KÓPAVOGSBÆR LEITAR AÐ LEIÐTOGUM Í stefnu Kópavogsbæjar segir að hlutverk sveitarfélagsins sé að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Með það að markmiði samþykkti bæjarstjórn nýverið breytingar á skipuriti bæjarins sem fela í sér stofnun nýs sviðs, fjármálasviðs, svo að rekstur og stjórnsýsla sveitarfélagsins verði enn skilvirkari. Skipurit Kópavogs telur því fimm svið. Tvö stoðsvið; stjórnsýslusvið og fjármálasvið og þrjú fagsvið; menntasvið, velferðarsvið og umhverfissvið. Stjórnsýslusvið hefur yfirumsjón með þeirri þjónustu sem bæjarskrifstofur Kópavogs veita íbúum sveitarfélagsins og öðrum sem til þeirra leita með þjónustulund og vandaða málsmeðferð að leiðarljósi. Helstu verkefni stjórnsýslusviðs eru stjórnsýsla, lögfræðitengd málefni, mannauðsmál, menningarmál, stafræn þróun, rekstur þjónustuvers auk nýsköpunar og þróunar. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fer því með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu bæjarins. Fjármálasvið mun sinna undirbúningi fjárhagsáætlunargerðar, fjárstýringu, reikningshaldi, launamálum auk þess sem ný deild, innkaupadeild, verður til með skipulagsbreytingunum. Nýr sviðsstjóri fjármálasviðs veitir hagkvæmum innkaupum forystu um leið og hann leiðir eftirlit með innkaupaferlum bæjarins og að þeim sé fylgt í hvívetna. Þá sér fjármálasvið um að veita bæjarráði glöggar upplýsingar um stöðu reksturs og framkvæmda í hverjum mánuði. Sviðsstjóri fjármálasviðs er öðrum sviðsstjórum til ráðgjafar í fjármálum einstakra sviða og tryggir að sett séu metnaðarfull markmið í rekstri þeirra. SVIÐSSTJÓRI STJÓRNSÝSLUSVIÐS SVIÐSSTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS Helstu verkefni sviðsstjóra • Dagleg stjórnun og rekstur stjórnsýslusviðs • Ábyrgð á virkni stjórnkerfis bæjarins og yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu • Ábyrgð á að stefnumörkun bæjarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið bæjarins • Stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði • Undirbúningur funda bæjarráðs og bæjarstjórnar • Ábyrgð, ásamt bæjarstjóra, á því að ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar sé fylgt eftir innan stjórnsýslunnar • Staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans Helstu verkefni sviðsstjóra • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðs • Fjárstýring og rekstur bæjarsjóðs • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar bæjarsjóðs fyrir A- og B-hluta • Ábyrgð á öllu fjárstreymi í rekstri bæjarsjóðs • Yfirumsjón með áætlanagerð og eftirfylgni • Ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum • Umsjón með innkaupum til rekstrar og framkvæmda í samræmi við innkaupastefnu • Ábyrgð á útreikningum og greiðslu launa og yfirsýn, umsjón og eftirlit með kjarasamningum og framkvæmd þeirra Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem hentar starfseminni. Framhaldsmenntun kostur • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni • Farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf á sviði fjármála, viðskipta eða reksturs. Framhaldsmenntun kostur • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni • Víðtæk þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð • Þekking og reynsla af rekstri innan fyrirtækis eða opinberrar stofnunar • Þekking og reynsla af stefnumótun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Sjálfstæði, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.