Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 2
Tékka vantar fleiri umsækjendur sem eru að velta fyrir sér ætt- leiðingum barna með skilgreindar þarfir, systkina og eldri barna. Kristinn Ing- varsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ætt- leiðingar Veður Fremur hæg suðvestanátt en 10- 18 og skúrir eftir hádegi. Hægari vindur austanlands fram eftir degi og bjart með köflum. SJÁ SÍÐU 42 Myndaveisla í Kringlunni Það er sannkölluð ljósmyndaveisla í Kringlunni þessa dagana. Út septembermánuð stendur yfir göngugötusýning samtakanna World Press Photo þar sem gestir geta skoðað verðlaunaðar fréttaljósmyndir ársins. Alls fengu 44 ljósmyndarar frá 24 löndum verðlaun í átta efnisf lokkum. Í Kringl- unni hefur einnig verið komið fyrir stórum hjartalaga bás þar sem vinir og fjölskylda geta setið og séð um að mynda sig sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN DÓM S M ÁL Flug félagið Mý f lug óskar eftir því að gert verði sér­ stakt mat vegna ágreinings félags­ ins við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslur vegna sjúkraflugs. Mats­ beiðnin er til meðferðar hjá Héraðs­ dómi Reykjavíkur. Mýf lug hefur um árabil annast sjúkraflug samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar. Mun flugfélagið telja að það eigi inni greiðslur vegna ársins 2018 og áranna þar á undan. Byggist það á því að grunngjald sem var í tilboði félagsins hafi miðast við ákveðinn fjölda f luga en að f lugin hafi verið mun fleiri. Þannig mun Mýf lug segja að félagið hefði haft grunngjaldið hærra í tilboði sínu ef vitað hefði verið að flugin yrðu fleiri en áætlað var. Auk grunngjaldsins er greitt sérstaklega fyrir hvert f lug. Ekki er ágreiningur um þær greiðslur, sam­ kvæmt heimildum Fréttablaðsins. – gar Meti greiðslur fyrir sjúkraflug SAMFÉLAG Biðlistar eftir ættleið­ ingu frá Tékklandi hafa styst. Á þessu ári hafa fjórar íslenskar fjöl­ skyldur og tékknesk börn verið pöruð saman og eru tvö þeirra nú þegar komin til landsins. Hin tvö munu væntanlega koma til landsins síðar á þessu ári. Núna koma flest ættleidd börn á Íslandi frá Tékklandi og samstarfið hefur gengið farsællega. Félagið Íslensk ættleiðing, sem hefur milli­ göngu um ættleiðingar, er einnig í samstarfi við fjögur önnur lönd, Tógó, Búlgaríu, Kína og Kólumbíu. „Yfirvöld í Tékklandi eru afar hrifin af íslenskum umsækjendum og hafa sagt okkur að undirbún­ ingur, stuðningur og eftirfylgd hjá Íslenskri ættleiðingu sé til mikillar fyrirmyndar,“ segir Kristinn Ing­ varsson, framkvæmdastjóri félags­ ins. „Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við ættleidd börn og foreldra þeirra er mikilvæg. Íslenska ættleiðingar­ módelið leggur áherslu á þessa þætti, stuðning við fjölskyldur áður en ættleitt er, stuðninginn meðan fjölskyldan er að taka fyrstu skrefin og eftirfylgd við fjölskyldurnar. Þetta módel hefur vakið athygli.“ Starfsemi félagsins er tryggð með þjónustusamningi við dómsmála­ ráðuneytið og er reksturinn óháður fjölda barna sem ættleidd eru til landsins. Frumættleiðingum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, ekki aðeins á Íslandi heldur í öllum heiminum. Meðal annars vegna þess að Kína hefur lokað á umsókn­ ir og vegna þess að tæknifrjóvg­ unum hefur fjölgað. Eftirspurnin gengur þó í bylgjum. Kristinn segir að meiri kröfur séu gerðar til umsækjenda og að f leiri börn séu með sérstaklega skil­ greindar þarfir. Þetta séu áskoranir sem færri umsækjendur treysta sér í og fari ekki alltaf saman við væntingar þeirra sem langar til að ættleiða. „Tékka vantar f leiri umsækjendur sem eru að velta fyrir sér ættleiðingum barna með skil­ greindar þarfir, systkina og eldri barna,“ segir hann. Í dag eru aðeins sjö virkar umsóknir á biðlista í upprunalönd­ unum og sex aðrar í ferli. Meðaltími á biðlista er mislangur eftir upp­ runalöndum. Til dæmis er hann tvö ár í Tékklandi og um tvö ár og tveir mánuðir í Tógó. Fimmtán umsóknir eru nú í for­ samþykki hjá sýslumanni en langur tími getur liðið þar til sýslumaður samþykkir. Þegar forsamþykki liggur fyrir er hægt að sækja um í upprunalandi, fara í læknisheim­ sóknir, safna gögnum og þýða þau fyrir ættleiðingarnefndir í upp­ runalöndum. Tekur það á bilinu einn til þrjá mánuði að meta hvort viðkomandi séu samþykkt á bið­ lista. kristinnhaukur@frettabladid.is Ættleiðingarbiðlistar að styttast í Tékklandi Um þessar mundir eru flest ættleidd börn frá Tékklandi. Fjórar íslenskar fjöl- skyldur og tékknesk börn hafa verið pöruð saman á þessu ári. Framkvæmda- stjóri Íslenskrar ættleiðingar segir að samstarfið við Tékka hafi reynst farsælt. Sjö fjölskyldur eru á biðlista í upprunalöndum og sex í ferli. MYND/GETTY DÓMSMÁL Karlmaður á sjö tugs aldri hefur verið ákærður fyrir mann­ dráp og brennu, en hann er grunað­ ur um að vera valdur að brunanum að Bræðra borg ar stíg í júní. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp á pari auk þriðja manns. Öll eru pólsk ir rík is borg ar ar. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að bótakröfur hlaupi á tugum milljóna króna. – aá Ákærður fyrir manndráp Maðurinn leiddur fyrir dómara. LÖGREGLUMÁL Stoðdeild ríkislög­ reglustjóra hefur unnið eftir vís­ bendingum sem hafa borist um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem flytja átti af landi brott á mið­ vikudag. Um að ræða sex manna fjöl­ skyldu, hjónin Dooa og I bra him Kehdr og börnin þeirra fjögur sem eru á aldrinum fimm til tólf ára. Þau f lúðu til Ís lands árið 2018 sökum of sókna í heimalandi þeirra vegna þátt töku I bra hims í stjórn­ mála starfi. Fram kemur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir fjöl­ skyldunni að svo stöddu. Fjöldi fólks hefur mót mælt brott­ vísuninni. Rósa Björk Brynjólfs­ dóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði skilið við f lokk sinn í vik­ unni vegna málsins og fylgdu tvær þungavigtarkonur í f lokknum í kjölfarið. – aá, ilk Vinna eftir vísbendingum 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.