Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.09.2020, Blaðsíða 36
Ég bý gjarnan til minn eigin hring eða undirlag úr gömlum dagblöðum sem ég bleyti og móta í hring sem ég bind fast saman. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Nú þegar haustar og stemn-ingin í venjulegu ári væri að horfa til borgarferða með vinunum, fjölskyldunni eða makanum, þá vonumst við til þess að landar okkar horfi meira til þess að upplifa það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða,“ segir Val- gerður Ómarsdóttir, hótelstjóri hjá Radisson Blu, 1919 hótel. „Ég held við finnum öll hvað fólk þráir að komast út af heimilinu og hitta vinahópinn, fagna stórafmælum og gera sér dagamun.“ Öryggið í fyrirrúmi Hótel 1919 hefur undanfarna mánuði lagt ríka áherslu á skjót og vönduð viðbrögð sem miða að því að tryggja öryggi gesta og starfs- fólks til hins ítrasta. „Við fórum strax í vor í mjög viðamikið vott- unarferli á okkar hreingerningar- ferlum í samstarfi við SGS, sem er alþjóðlegt fyrirtæki og í samstarfi við Radisson hótelkeðjuna. Við viljum vera viss um að við séum að bjóða bæði okkar gestum og okkar starfsfólki upp á eins öruggt umhverfi og við mögulega getum og á sama tíma halda áfram að taka þátt í að skapa ljúfar minn- ingar fyrir gesti okkar,“ skýrir Valgerður frá, en ferlið felur meðal annars í sér tuttugu skrefa við- bragðsáætlun. Staðsetning hótelsins er þá ein sú besta sem á verður kosið. „Hótel 1919 er staðsett í einu fallegasta húsi borgarinnar og á einum besta stað í bænum fyrir borgarferð. Við heiðruðum 100 ára sögu hússins með endurnýjun á öllum her- bergjum hótelsins á síðasta ári. Herbergin og svíturnar endur- spegla notalega skandinavíska hönnun sem er hönnuð til að auka upplifun og þægindi gestanna. Herbergin eru mjög mismunandi að stærð og gerð og setur hin mikla lofthæð í húsinu mikinn svip á þau. Hið fullkomna ferðalag Valgerður segir upplagt að gera sér glaðan dag en hótelið er umkringt veitingastöðum og verslunum, auk þess að vera nálægt höfninni, tjörninni og raunar hverju sem hugurinn girnist. „Í miðbænum eru fjölmargir og fjölbreyttir möguleikar í boði þegar kemur að matarupplifun, viðburðum og að njóta saman. Við mælum eindreg- ið með því að sofa út og rölta svo á einn af þeim fjölmörgu veitinga- stöðum sem bjóða upp á bröns, en þeim fjölgar hratt nú þegar líður á haustið. Hið nýja Hafnartorg við hlið hótelsins býður svo upp á fjölbreytta f lóru af verslunum og frábært að geta verslað og losað sig svo við pokana upp á herbergi áður en haldið er áfram í næstu búð eða í happy hour.“ Á komandi vikum séu mörg tilefni til þess að brjóta upp hversdaginn, njóta og skapa nýjar minningar í góðum félagsskap. „Það er alveg tilvalið að skella sér í aðventuferð í borginni, versla jólagjafirnar og fara á jólahlað- borð. Svo eru einnig vetrarfrí fram undan í skólunum og svo margt í boði fyrir krakka í borginni og þau kunna ekki síður að meta að fara í frí á hótel.“ Nú sé tíminn og tækifærið til að gera vel við sig og aðra. „Við erum með tilboð á gistingu frá kr. 14.900 þessa dagana og vonum að við fáum að dekra við sem flesta í vetur. Svo eru gjafabréf í gistingu frábær hugmynd sem tækifæris- gjöf eða í jólapakkann.“ Á Fésbókarsíðu hótelsins eru allar nánari upplýsingar um tilboðin á hverjum tíma. Borgarferð í hjarta Reykjavíkur Hótel 1919 er staðsett í hjarta borgarinnar og því kjörinn áfangastaður fyrir þau sem vilja njóta alls þess besta sem borgin hefur upp á bjóða, en möguleikarnir á afþreyingu eru ótæmandi. Valgerður segir tilvalið að kynnast borginni á nýjan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við viljum vera viss um að við séum að bjóða bæði okkar gestum og starfs- fólki upp á eins öruggt umhverfi og við mögu- lega getum. Það er einstaklega huggulegt og hlýlegt að prýða heimilið með fallegum haustkransi og njóta litadýrðar haustdaganna heima,“ segir Elísa Ó. Guðmunds- dóttir, blómahönnuður og eigandi blómabúðarinnar 4 árstíðir. Elísa segir rakið að njóta fagurrar árstíðarinnar með göngu- ferðum um litríkt landslagið og tína þar til efnivið í haustkransa og haustskreytingar. „Nú er rétti tíminn til að viða að sér efnivið úr náttúrunni áður en allt fellur undir. Að hafa augun opin fyrir fallegum lauf blöðum, lyngi, berjum og stráum og í raun hverju sem til fellur og gleður augað. Það er sívinsælt er að gera sér hurðarkrans í haustlitunum og margir gera sér haustkransa til að hafa inni við,“ upplýsir Elísa. Íslensk náttúra sé rík af heillandi efnivið í haustskreytingar. „Þetta er spennandi föndurefni sem þornar oftast vel, en það er helst greni sem sem getur hrunið af og misst barrnálarnar. Þessi árstíð er svo falleg og það má í raun taka hvað sem er í kransagerðina,“ segir Elísa, sem hefur glöggt auga fyrir samsetningu blómaskreyt- inga og haustkransa, eins og sjá má á myndunum. „Best er að vinna kransinn þétt og hafa meira efni í honum en minna, því haustkransar rýrna alltaf aðeins. Þá er fyrir öllu að binda kransana þétt og vinna þá áður en efnið þornar. Þá hrynur minna úr þeim, maður nær betra haldi, útkoman verður góð og kransinn endist lengur.“ Þurrkuð strá nú í tísku Ef ekki verður komist í kransa- gerðina strax er gott að varðveita efniviðinn með því að leggja hann í kassa og geyma í kaldri farang- ursgeymslu bíls yfir nótt. „Ef lauf sem tínd voru á ferðalag- inu eru ekki þegar blaut má hafa svolítinn raka á þeim en í raun dugar kuldinn til og viðheldur öllu fersku og blautu í nokkra daga,“ segir Elísa sem hefur ráð undir rifi hverju þegar kemur að vel heppnaðri kransagerð. „Fyrst þarf að huga að góðri und- irstöðu sem er annað hvort tága- hringur, sem margir eiga frá jólum, eða að búa til sitt eigið undirlag úr pappamassa, sem ég geri gjarnan. Þá nýtir maður dagblöð með því að bleyta þau og móta í hring sem maður bindur fast saman.“ Elísa heldur áfram: „Galdurinn við vel heppnaðan krans er vír á rúllu í stað lausra víra. Góð vírrúlla er lykill að góðri endingu og útkomu, en ef maður notar lausa víra er maður alltaf að byrja upp á nýtt, festa þá og ganga frá. Þá verður kransagerðin miklum mun auðveldari ef maður er búinn að klippa niður allt sem nota á í kransinn fyrir fram og hafa tilbúið í kringum sig. Þá þarf maður ekki sífellt að sleppa takinu til að klippa og sækja sér efnivið heldur getur jafnóðum náð í hann og fléttað inn í kransinn. Maður notar svo vírrúlluna til að vefja utan um kransinn, byrjar á að festa vírinn vel á hringinn til að fá gott hald og leggur svo haustlauf, ber, lyng og hvað eina fallegt að eigin smekk og vild yfir vírinn sem maður færir niður og heldur áfram að raða á kransinn þar til hann er tilbúinn,“ útskýrir Elísa. Hún segir tískustrauma fáa þegar kemur að haustkrönsum. „Fólk sækist eftir haustlitunum og því sem náttúran gefur af sér á þessum árstíma. Sumir vilja fín- legan krans sem samanstendur eingöngu af laufum og nú eru þurrkuð strá í tísku sem er gnótt af úti og tilvalin í haustkransa. Aðrir kjósa stór ber og skrautlegri kransa og allt er það jafn heillandi, fallegt og móðins.“ Galdurinn er vír á rúllu Þegar haustar skiptir Ísland litum og verður að gullakistu fyrir fagurkera sem njóta þess að tína náttúruskraut til heimilisprýði og stásslegra slots. Blómahönnuðurinn Elísa kann þá list betur en margur að gera gullfallega haustkransa. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Elísa hefur efniviðinn ríkulegan og þéttvafinn í þessum glæsilegu haustkrönsum því kransar eigi það til að rýrna. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RNJÓTUM Í VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.