Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 8
8
Skógræktardagar.
Verði allir skógar upphöggnir, verður öll list að
hætta og iðnaðarmennirnir mega fara að eta gras
eins og Nebucadnesar.
(Bernh. Pelissy ca. 1550).
Á Norðurlöndum, einkum í Noregi og Svíþjóð, er
stofnað til svonefndra skógræktardaga, eða réttara sagt
skógræktarhátíða, í barnaskólunum. Þann dag hafa allir
nemendur skólans hvíld frá bóklegu námi, en í þess stað
fá þeir verklega æfingu í gróðursetningu trjáplantna úti
á víðavangi. Siður þessi er upprunalega kominn frá Ame-
riku. Skógræktardagurinn varð fyrst til 22. apríl 1872 í
ríkinu Nebraska í Bandaríkj unum, með því að skóla-
börnin þar gróðursettu þann dag 12 miljónir trjáplantna.
Var allmyndarlega af, stað farið. 22 árin næstu þar á
eftir gróðursettu börnin rúmlega 400 milj. trjáplantna í
þessu eina ríki. Síðan hefir Skógræktardagurinn farið
sigurför um mikinn hluta Bandaríkjanna og Evrópu.
Hvarvetna hefir honum verið tekið af miklum fögnuði
bæði hjá ungum og gömlum.
Árið 1889 hvatti ríkisstjóri Illionis skólana til skóg-
ræktarstarfa, á þessa leið: Látið nemendur í barnaskól-
um, menntaskólum, kennaraskólum, ásamt kennurum,
taka höndum saman og helga einum degi á ári gróðursetn-
ing trjáplantna. Gerið þetta til þess að prýða heimilin,
skreyta jörðina, auka verðmæti ríkisins og skapa þægindi
og hamingju fólksins.