Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 16
16
ala það upp — skýla því meðan það er ungt og veita því
forsælu.
Barrfelli (lævirkjatré) má gróðursetja með greni og
fjallafuru, en síður með öðrum trjátegundum. Fjallafuru
má gróðursetja með öllum trjátegundum að kalla má. Birki
er sjaldan sett með barrtrjám. Það hýðir af þeim barrið
og brumið, ef það stendur nálægt þeim. Hver trjátegund
er venjulega gróðursett í röð út af fyrir sig.
Ýmsar gróðursetningaraðferðir má við hafa. Skal
hér aðeins drepið á þrjár hinar helztu, gróðursetning í
höggnar holur, grafnar -holur og með hnaus.
Gróðursetning í höggnar holur. Þá er
plöntugref notað. Grasrótin er skorin af dálítidi rúðu,
31—35 sm. á hlið. Þvínæst er höggvin hola 18—20 sm.
breið 25 sm. djúp (auðvitað því dýpri og breiðari, sem
plantan er stærri, sem á að gróðursetja). Einn veggur
holunnar er gerður lóðréttur. Verður holan að lenda í
miðri rúðunni. Moldina, sem höggvin er upp, verður að
mylja vel, tína úr henni steina, harða köggla, mosa, strá
og annað rusl, því að ekkert þessháttar má liggja við ræt-
ur plöntunnar. Á eftir þeim, sem heggur holumar, kemur
sá er gróðursetur. Hann krýpur við plöntuholuna, tekur
piöntu með vinstri hendi og leggur rótina upp að lóðrétta
veggnum, greiðir vel úr henni, og sópar síðan fyrst smá-
gerðustu moldinni að rótunum og þá hinni grófari, og
þrýstir henni vei að þeim. Vanti mold til að fylla holuna,
þarf að fá hana annarsstaðar að, úr aukaholu. Þegar búið
er að þrýsta moldinni vel að rótunum og fylla hoiuna, er
að lokum stígið kringum plötuna, með fætinum, til að
þrýsta moldinni vel niður. Eigi má setja piöntuna dýpra
en hún hefir áður staðið — moldin ekki látin ná lengra