Náttúruvernd


Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 17

Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 17
17 en þangað, sem mætist rót og stofn. Seinast er grastorf- an, sem skorin var ofan af rúðunni, hlutuð í tvennt og lögð sitt hvoru megin við plöntuna, þó ekki fast upp við hana. Grassvörðurinn er látinn snúa niður. Kemur þetta í veg fyrir að gras eða lyng vaxi upp með plöntunni og kæfi hana, og enn er hitt, að frostið lyftir henni síður upp úr moldinni. I stað grastorfunnar má nota sand eða smár gerða möl. Sé plöntuholan þar sem halli er mikill, þarf Ióðrétti holuveggurinn að snúa móti brekkunni. Gras- torfuna á þá að láta að neðanverðu við plöntuna, kemur hún í veg fyrir að regn og snjóvatn eti sundur moldina umhverfis hana og skoli henni brott. Með þessari aðferð, sem nú hefir verið lýst, geta tveir menn, vel æfðir, gróðursett allt að 6—700 plöntur á dag. Séu plönturnar eldri en 4 ára tekur gróðursetn- ingin lengri tíma, því að ræturnar eru þá umfangsmeiri og holurnar þurfa að vera stærri. Gróðursetning í holur, sem grafnar eru með skóflu er algengari heldur en þar, sem holur eru teknar með grefi. Er þá skófla notuð við gróðursetning- una, þó að hún sé þyngri og óþjálli. Verkið verður sein- legra en betur af hendi leyst. Verði því komið við, er bezt að grafa holurnar árið áður en plantað er. Snæri er strengt yfir skógræktarsvæðið og holurnar grafnar eftir því; það er og gert þó að plönturnar séu gerðar með grefi. Plöntuholan sé gerð 35 sm. á hvern veg, og að sama skapi djúp. Mokað er alveg upp úr fyrstu holunni, sem grafin er og hún síðan fyllt með mold úr þeirri næstu, og þannig koll af kolli, þangað til röðin er búin. Síðasta holan í röðinni er svo fyllt með mold úr fyrstu holu í næstu röð o. s. frv. Gæta verður þess að

x

Náttúruvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.