Náttúruvernd


Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 23

Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 23
23 eru yfirleitt af fuglinum í náttúrunni. Eyðir hann skor- dýrum eða illgresi o. s. frv. 9) Þá skyldi og athuga flug fuglsins. T. d. það, hvort hann ber vængina ótt, eða renn- ir sér gegnum loftið án þess að blakta þeim. 10) í hvaða skyni menn drepa fuglinn, þar sem það er gert. Og hver ráð eru til að koma í veg fyrir það. 11) Er fuglinn gæfur eða styggur, og hvað mun valda því. 12) Hvort fuglar halda sig í hópum eða fara einförum. 18) Nær hver teg- und af farfuglum leggur af stað af landi burt á haustin og kemur á vorin. Ótal margt fleira mætti nefna, sem hægt væri að at- huga í lifnaðarháttum fugla, en athugull maður finnur ætíð eitthvað nýtt, sem vert er að rannsaka. Með þessu móti fengist mikill fróðleikur um fugla, væri honum safn- að saman, og birtur á einum stað. Sjálfkjörin áhöld til slíkra athugana eru sjónaukar og ljósmyndavélar. Síð- ar mun lýst hvernig farið er að taka ljósmyndir af styggum fuglum hjá hreiðrunum. Svipaða aðferð mætti hafa til að athuga aðrar viltar dýrategundir á landinu. Hyað yelclur fækkun rjúpunnar, Ýmsir hafa leitt getur að því, hvað orðið hafi af rjúpunni, sem þótti hverfa af landinu svo skyndilega 1928—29. Sumir halda því fram, að rjúpan hafi flúið land og flogið til Grænlands, aðrir álíta, að hún hafi

x

Náttúruvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.