Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 25

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 25
25 belsærðar. Ef til vill fleiri en þær, sem liggja eftir dauð- skotnar. Skotmaðurinn veit ekkert um tölu þeirra rjúpna, sem af hans völdum láta lífið með miklum harmkvælum úti á víðavangi. Vel má vera, að nokkur hundruð þúsund af rjúpu hafi dáið þannig og engum orðið að gagni. Sum dýr, finna á sér þegar dauðinn nálgast og leita uppi afvikna staði til að deyja. Svipað getur átt sér stað með rjúpur. Þær finnast sjaldan dauðar á almannafæri, ef þær hafa tíma til að velja sér dauðabeð í fjarlægð. Má vera að hér sé meðal annars orsök þess, hve rjúpur, sem deyja af sárum, finnast sjaldan í högum nálægt byggð. En þó vildi það til 1928, að ferðamaður nokkur taldi rúmar 20 dauðar rjúpur á 1—2 km. löngu svæði með- fram alfaravegi niður í byggð. Þegar á þetta er litið, sem stutt hefir að fækkun rjúpunnar á íslandi, þarf enginn að undrast, þó að hún hafi því nær horfíð sjónum manna. En hér fer eins og oft vill verða, þegar einhver lands og lagar gæði ganga svo til þurðar, að virðist arka að auðnu, að náttúrunni sjálfri er kennt um það, en ekki mönnunum, — hinum réttu sökudólgum. Þangað til almennt verður að því horfið að koma upp tömdum rjúpnahjörðum, i sveitum hér á landi, í því skyni að framleiða egg, kjöt og fiður, ætti að banna með öllu sölu á rjúpu til útlanda. Það má ganga að því vísu, að ríkisstjórnin leyfi rjúpnaveiði aftur, ef vart verður við að rjúpum fjölgar. Þegar að því kemur mun sannazt sem fyr, að hranndráp byrjar þá aftur. Rjúpur hafa aldrei verið tamdar eða gerðar að hús- dýrum. Enginn maður hefir notað vit sitt til að gera þær að alifuglum. Rjúpnaveiði er því skýlaust rán, óheið-

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.