Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 26

Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 26
26 arleg' athöfn gagnvart náttúru landsins. Eins og öll önn- ur villidýraveiði og fuglaveiði, er hún leifar af lifnaðar- hætti þeirra manna, sem uppi voru á Steinöldum Norð- urlanda, eða frá þeim tíma, sem þjóðirnar stóðu á lágu menningarstigi, og lifðu eingöngu á veiðiskap. Friðnn ránfugla. Frá því sögur hófust og allt fram1 á síðastliðnu öld hefir verið herjað hvíldarlaust á flest verðmæt náttúru- gæði íslands. Þá fyrst er farið að tala um ræktun og friðun einstöku tegunda, þegar augljóst er, að sumar þeirra eru að hverfa úr sögunni og mönnum er farið að þykja knýjandi nauðsyn að reisa skorður við hinni óhóf- legu eyðslu. Þegar eyðingin er orðin mjög áberandi, t. d. komið er flag eða ber klöpp, þar sem áður var skógi vaxið land, hættir mönnum stundum við að saka náttúr- una um hnignunina. Veðráttunni er oft kennt um gróður- eyðsluna, rándýrum um þverrandi fiska og fuglaveiði, o, s. frv. Rándýrin frekar en aðrar skepnur geta ekki hrundið af sér þessum rangláta áburði. Menn sögðu þeim stríð á hendur og fóru að verðlauna ránfugladráp. Kom það einkum niður á emi og val. En svo fór, að þessar fuglategundir stefndu óðfluga að gereyðingu. Þegar að því rak að dauðamörkin fóru að sjást, var farið að friða

x

Náttúruvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.