Náttúruvernd


Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 27

Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 27
27 þær. Því að þrátt fyrir allt vildu menn þó ekki missa þær alveg, eins og geirfuglinn forðum. Valir voru friðaðir til ársins 1930, ernir til 1940. Leiðinlegasta við þessa frið- un var það, að talið var óbeinlínis ósaknæmt að að drepa þessa fugla á eitri, því að öll friðunarárin er þeirri níð- ingslegu drápsaðferð beitt við refi, að1 bera út eitur fyrir þá. Þetta hefir orðið ránfuglunum að fjörtjóni. Friðunar- lögin hafa því ekki náð tilgangi sínum nema að nokkru leyti. Nokkrar raddir hafa látið til sín heyra um að svifta valinn þeirri vernd, sem hann hefir notið í skjóli laganna. Engar skynsamlegar ástæður hafa þó verið færðar fyrir þessu. Hafi það verið alvara með lögunum, að viðurkenna tilverurétt valsins, er engin ástæða að falla frá þeirri skoðun nú. Verði friðun valsins ekki end- umýjuð, má ganga að því vísu, að lagt verður smiðshögg- ið á útrýmingu hans, því að enn þá eiga sumir menn þann arf frá siðlitlum foreldrum, að hafa yndi af villifugla- drápi. Skoðun manna víða erlendis á tilverurétti ránfugla, eða fugla yfirleitt, stingur mjög í stúf við það, sem al- mennt ríkir hér á landi. í Bandaríkjum N.-Ameríku er eitthvert hið voldugasta fuglaverndarfélag, sem til er. Það telur um 10 þúsund félaga, og auk þess starfa í fé- laginu 850 þús. börn og unglingar í alþýðuskólunum. Starf þess nær bæði yfir verndun fugla og fræðslu um þá. Síðustu 20 ár hefir félagið gefið út fullar 3 miljónir af litmyndablöðum og bréfspjöldum og um 14 miljónir blað- síður af prentuðu máli, allt um fugla og lifnaðarhætti þeirra. Félaginu er að þakka, að stofnuð hafa verið fjölda mörg friðlýst svæði — fugla friðlönd — víðsvegar um

x

Náttúruvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.