Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 31
31
vernd og álíti það ekki sérlega kristilegt, að fólk geri fugladráp
sér að atvinnu, eða til skemmtunar. Ef þeir gengu á undan öðr-
um í því, að varðveita fuglana á jörðum, sem þeir hafa umráð
yfir og á kirkjustöðum, kæmu brátt aðrir á eftir og fetuðu í fót-
spor þeirra. En íslenzka kirkjan mundi hljóta heiður og þökk
fyrir að sýna í verkinu að hún beitir sér fyrir, að fegursta dýra-
tegund í náttúru landsins fái að njóta friðar og vemdar í skjóli
hennar.
Barrtré á pingvöllum.
Nokkur helztu barrtrén í skógargirðingunni á þingvöllum
voru mæld í ágúst s. 1. Var stærð þeirra að meðaltali sem hér
segir:
1. Fjallafura. Hæð 2 m. 43 sm.; ummál 22 sm. Ársvöxtur
í sumar 16 sm. Sumarið 1930 var vöxturinn 19 sm.
2. Skógfura. Hæð 2 m. 12 sm.; ummál 26 sm. Ársvöxtur
24 sm. (1930 21 sm.)
3. Sembrafura. Hæð 1 m. 75 sm.; ummál 19 sm. Ársvöxtur
25 sm. (1930 16,5 sm.).
4. Greni Hæð 1 m. 75 sm. Ummáli 9 sm. Ársvöxtur 23 sm.
(1930 30 sm.).
Tré þessi eru um 25 ára að aldri. Framan af uxu þau mjög
lítið eða jafnvel stóðu í stað, en í seinni tíð hafa þau farið að
herða sig. þrátt fyrir þurkana og góðviðrið í ár, hafa þau ekki
vaxið eins vel og í fyrrasumar, en þá voru votviðri meiri og vor-
kuldar minni.
Athugaverð skógræktarlög.
Árið 1909 voru fyrst skógræktarlög til hér á landi. Voru þau
vonum fremur betri en ætla mátti i fyrstu atrennu. f>au voru i
gildi til 1928, þá var þeim breytt. þegar lögum er breytt, verður