Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 32

Náttúruvernd - 01.06.1932, Page 32
32 að gera ráð fyrir, að breytingin verði til bóta, en það hefir ekki orðið í þetta sinn. í skógræktarlögunum frá 1909 var tekið fram, að varast skyldi að beita geitum á skóg og kjarrlendi. þetta ákvæði var nauðsjmlegt vegna þess, að engar skepnur hér á landi gera eins mikinn usla eða skemmdir á skógi og geitur. þar sem þeim er beitt í hann. Auk þess sem þær bíta yngstu sumarsprotana, hafa þær til að naga börkinn á trjánum. Eftir nýju lögurium frá 1928 var þetta numið úr gitdi. það var aftur- för. Akvæði í lögunum frá 1928 heimila sauðbeit á skóglendi og skógi, sem er afgirtur og tekinn til ræktunar, þó að girðingin sé kostuð að miklu leyti af almannafé. Varðveizla og ræktun skógar getur hér orðið tilgangslaus með öllu, og jafnvel til þess að eyðileggja skóga, ef ákvæði þessu væri beitt. Vænta má að þessu og öðru fleira, sem áfátt er við skóg- ræktarlögin, verði breytt sem fyrst. Hreindýr. Fyrir nokkrum missirum síðan vakti ég athygli á því, að refir á heiðum og afréttum á Islandi væru margra miljóna króna virði fyrir þjóðina, í sambandi við það er ég vítti þá ómannúðlegu og heimskulegu aðferð að eyða þeim með eldi og eitri. Nú er svo komið að refabri er farið að stofna víðsvegar um landið og sennilega með góðum hagnaði. Annan fjársjóð á þjóðin á heiðum og öræfum íslands þar sem hreindýrin eru. þau eru nú alfriðuð. Á tímabili hafði þeim fækkað *svo, að út- lit var fyrir að þau yrðu aldauða. Fækkunin mun hafa stafað af of mikilli veiði Og svo hinu, að þau hafa fallið úr hungri i hörðum árum. Hreindýrin munu halda sig nær eingöngu í þing- eyjar og Múlasýslum. í öðrum landshlutum var þeim útrýmt

x

Náttúruvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.