Náttúruvernd


Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 33

Náttúruvernd - 01.06.1932, Síða 33
33 eins og t. d. á Reykjanesfjallgarðmum, en þar munu þó skilyrði vera einna bezt fyrir þau. Deyfð og hugsunarleysi landsmanna veldur því að ekkert er gert til að fjölga svo hreindýrunum að þau geti orðið drjúg tekjulind fyrir ríkið eða einstaklinga, því að hreindýrastofn sá, sem til er í landinu nœgir til að fjölga þeim um marga tugi þús- unda. Hreindýr ætti að flytja inn á heiðar og öræfi i hverja sýslu. Ríkið ætti að sjá um að það yrði gert á næstu árum og hafa síðan einkarétt á veiðinni og leigja hana með takmörkunum, þegar fjölgun dýranna leyfir. Eltjar. „Ef þú ætlar að skjóta elg, hlýturðu að vera miskunnar- laus“, segir norskt orðtak. Sagt er að svipur hins helsærða dýrs v.erði mjög átakanlega sorgmæddur og biðjandi, einna lík- astur og deyjandi manns. Einhverju sinni komst skotmaður í fær við tvo clgi. Hann skaut á stærra dýrið, en það féll ekki til jarðar við skotið, en stóð grafkyrt í sömu sporum, en blóðið fossaði út úr annari síðu þess. Maðurinn gekk nær því og ætlaði að gera út af við það með veiðihnífnum, en svipur dýrsins var svo átakanlegur, að skotmaðurinn stóðst ekki augnaráð þess, hætti við að reka í það hnífinn og sneri sér undan. Hann beið þar til dýrið datt niður dautt. Hitt dýrið kom þegar í skotmál. Maðurinn gat ekki fengið af sér að drepa það, því að honum fannst sem hann hefði myrt mann. Hann hét því, að drepa aldrei framar elg og enti það. Skógvörður nokkur rakst. á elgkýr fasta í krapi í Gulasteins- ánni í Bandarikjunum. Hún brauzt um og þreytti sig til þess að komast upp úr, en árangurslaust. Skógvörðurinn réðst í að

x

Náttúruvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.