Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 5-13 í dag og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru, en hægara og þurrt eystra með hita kringum frostmark. Hiti -2 til 4 stig að deginum. SJÁ SÍÐU 16 43 þúsund undirskriftir Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá af hentu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra rúmlega 43 þúsund undirskriftir við Alþingi í gær. Við af hendinguna mættu margir áhugamenn um stjórnarskrármál með skilti á lofti. Katrín sagði við Fréttablaðið að margt gott væri í tillögum stjórn- lagaráðs en benti á að umræðum um þær á Alþingi árið 2012 hefði aldrei verið lokið og nú ætti þessi umræða að eiga sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eftirlitsmaður UEFA, Mark Blackbourne frá Englandi, skrifaði ekkert í skýrslu sína um hegðun Þorgríms Þráinssonar, starfsmanns Knattspyrnusam- bands Íslands, KSÍ, eftir landsleik Íslands gegn Rúmenum fyrr í mán- uðinum og mun UEFA því ekki beita sér neitt frekar í málinu. Þetta segir í svari UEFA við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Þorgrímur virti ekki tveggja metra regluna og bar ekki grímu þegar hann arkaði inn á leikvöllinn eftir sigur á Rúmenum til að knúsa mann og annan, meðal annars fyrir- liða landsliðsins, Aron Einar Gunn- arsson. Hann greindist svo með COVID- 19 og fóru tólf starfsmenn í kjölfarið í sóttkví, meðal annars landsliðs- þjálfararnir. Þá keyrði hann lands- liðsmenn í myndatöku með leyfi Víðis Reynissonar yfirlögreglu- þjóns. – bb UEFA aðhefst ekkert í knúsinu Leikandi létt með Harpatinum Jurtalyf sem hefð er fyrir til að draga úr vægum gigtarverkjum og vægum meltingartruflunum eins og uppþembu, vindgangi og tímabundnu lystarleysi. Þetta lyf er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreindar ábendingar fyrir notkun þess eru eingöngu byggðar á langri sögu um notkun lyfsins. Notkun: 2 hylki tvisvar á dag. Ekki ætlað yngri en 18 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr vægum gigtarverkjum. Fæst án lyfseðils í öllum apótekum. SAMFÉLAG „Það er allt í lagi að vera á Íslandi í smá stund, en bara taka pásu, ekki stoppa,“ segir Katrín Sif Einarsdóttir, sem líklega má titla sem víðförlasta Íslendinginn. Katrín, sem er 33 ára, hefur ferðast til 222 landa á ævi sinni. Hún setti sér það markmið að ferðast til 200 landa áður en hún yrði þrítug og því náði hún nokkrum dögum fyrir stórafmælisdaginn sem hún fagnaði á Máritíus. „Það er orðið lítið eftir um lönd sem eru ný fyrir mér. Ég er samt búin að ferðast mikið upp á síðkastið og var mjög dugleg að heimsækja lönd sem ég hafði farið til áður þangað til COVID skall á,“ segir Katrín. Hún er vön því að ferðast marga mánuði á ári og fjármagna það með því að stoppa við á Íslandi í nokkra mánuði, þar sem hún vinnur sem fararstjóri. Áður en faraldurinn skall á hafði hún til að mynda nýlega ferðast til Bandaríkjanna, Ítalíu, Frakklands og Argentínu, sem er einn af hennar uppáhaldsstöðum. Faraldurinn hefur sett strik í reikninginn hvað ferðalög varðar og segir Katrín að mars og apríl hafi verið henni erfiðastir. „Ég átti erfitt með þetta í vor því að það var svo mikil óvissa, það var mjög erfitt fyrir mig að geta ekki einu sinni pælt í því hvert ég ætlaði að fara næst,“ segir Katrín en bætir við að hún hafi þó notið sumarsins á Íslandi. „Ég elska sumarið á Íslandi en núna var enga vinnu að fá fyrir mig í ferðaþjónustunni svo ég gat ferðast hér sjálf og skoðað alla þá staði sem mig langaði að sjá,“ útskýrir hún en Katrín á lítinn húsbíl sem hún ferð- aðist á um landið í sumar. Á ferðum sínum um heiminn hefur Katrín tekið ógrynni af ljós- myndum og stefndi hún að því að setja upp sýningu með myndum sínum og sögu ferðalaganna í Flæði á Vesturgötu um næstu helgi. Sýning- unni hefur þó verið frestað þar til í nóvember vegna faraldursins. „Ég er búin að velja um 200 myndir sem ég ætlaði að sýna ásamt kortum og peningum frá þeim stöðum sem ég hef heimsótt,“ segir hún en Katrín hefur í fórum sínum gjaldeyri frá öllum þeim 222 löndum sem hún hefur heimsótt. Spurð hvert hún hyggist fara næst segist hún ánægð með að staldra við um tíma heima á Íslandi, en hún er þó farin að skipuleggja næstu ferð. „Ég er ekkert að fara að hætta að ferðast og eignast barn á morgun en ég er alveg til í að vera hér aðeins á meðan þetta gengur yfir,“ segir hún. „Síðan er ég búin að skipuleggja ferð til Sao Tome og Principe við Vestur- Afríku sem ég ætlaði að fara í apríl, en ég fer þangað um leið og ég get.“ birnadrofn@frettabladid.is Hefur sótt næstum öll lönd heimsins heim Katrín Sif Einarsdóttir hefur ferðast til 222 landa og á fá lönd eftir til þess að hafa ferðast til allra landa heims. Heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikning- inn, en Katrín Sif nýtur þess að ferðast á Íslandi á meðan hann gengur yfir. Katrín Sif elskar að ferðast og skoða um leið heiminn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég elska sumarið á Íslandi en núna var enga vinnu að fá fyrir mig í ferðaþjónustunni svo ég gat ferðast sjálf. LÖGREGLUMÁL Viðbúnaður Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður með sama hætti og verið hefur þrátt fyrir vetrarfrí grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Um 15 þúsund nemendur eru í grunn- skólum Reykjavíkur og þá er einnig vetrarfrí í grunnskólum Hafnar- fjarðar og mörgum framhaldsskól- unum. Það má því búast við að ansi mörg ungmenni muni hittast og jafnvel gera sér glaðan dag. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra og sóttvarnalæknir hafa beint þeim tilmælum til fólks að halda sig sem mest heima, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópa- myndanir í heimahúsum vegna faraldursins. Í svari lögreglunnar er minnt á að almenningur sæti ekki ferðabanni en áfram verði tekið á brotum á reglugerð um sóttvarnaráðstafanir. „Vegna hópamyndana og ferðalaga þá hefur verið höfðað til skynsemi fólks og það hefur gefist vel. Rétt er að hafa í huga að almenn- ingur sætir ekki ferðabanni, en afskipti eru höfð af þeim sem hefur verið gert að vera í sóttkví eða ein- angrun og því verður fram haldið. Tekið verður á brotum á reglugerð- um um sóttvarnaráðstafanir með sama hætti og áður,“ segir í svari lögreglunnar. – bb Vetrarfrí kalla ekki á viðbúnað Búast má við að fólk verði á faralds- fæti þegar vetrarfríið gengur í garð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.