Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 28
Markmiðið var 1.000 gler-augu fyrir fimm árum en er nú komið upp í ca. 18.000 gleraugu,“ segir Sæmundur Jóhannsson flugvirki. Að verk- efninu koma ótal aðilar og má þar nefna Móðurást, Sjónlag, Proop- tik, f lugfélögin Air Atlanta og Bluebird ásamt fjölda flugvirkja. Fullkomin fjáröflun Verkefnið hófst fyrir hálfgerða tilviljun þegar Sæmundur var staddur í Kongó. „Ég var í tvö ár að vinna á flugvellinum, kynntist þá þessu hæli og sá hvað það var úr litlu að moða þarna, þannig að maður byrjaði á því að fara með aðallega barnaföt. Vinur minn sem er 85 ára gamall gaf mér svo poka af gleraugum, fannst það hálf asnaleg hugmynd fyrst en fór út með tuttugu gleraugu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Nunnurnar voru svaka- lega glaðar. Ein fékk sjónina aftur og byrjaði bara að góla! Hún hafði séð illa í mörg ár en gleraugun frá vini mínum pössuðu akkúrat. Þá fattaði ég hvað gleraugu eru mikil- væg, það er gríðarlega mikil fátækt þarna og þú kaupir ekkert gleraugu ef þú ert fátækur. Ég sá því tækifæri til að safna gleraugum heima og nunnurnar koma þeim í verð.“ Nunnurnar gefa þeim allra fátækustu gleraugu og þess er gætt að fólk fái réttan styrkleika. „Gler- augun koma í kössum frá Íslandi og eru styrkleikamæld. Það er séð til þess að fólk fái réttu gleraugun.“ Fyrirkomulagið hefur reynst afar árangursríkt. „Þetta er besta fjár- öflun sem til er, tekur lítið pláss, þarf ekki að biðja um peninga og þetta er álitið „rusl“ heima, þannig að allir vinna. Einn bananakassi fullur af gleraugum eru cirka 500 gleraugu og nunnurnar fá svona 5 evrur fyrir hver gleraugu og svo fer allur ágóði í rekstur á munaðar- leysingjahælinu,“ skýrir Sæmund- ur frá, en bananakassana fær hann frá Krónunni. Hver evra dýrmæt Hver einasta evra er kærkomin þar sem börnin búa við sára fátækt. „Það búa 68 krakkar þarna og bara maturinn kostar sitt. Krakkarnir þarna eru í mjög mismunandi ásig- komulagi og koma flest af götunni. Þau eru samt þau heppnu, þar sem þau eru með húsaskjól og mat. Margir af krökkunum eru að glíma við alls konar vandamál, það þarf að kaupa lyf, sumir þurfa að fara á spítala og sumir hreinlega deyja en það kostar líka,“ segir Sæmundur og bætir við að allavega fimm börn á heimilinu séu smituð af eyðni. Þá á Sæmundur vart orð til þess að lýsa aðdáun sinni á nunnunni og lækninum Brigitte Yengo sem stýrir heimilinu. „Ég hef séð hana bjarga mörgum lífum. Hún er alveg ótrúleg.“ Óhætt er að fullyrða að saga Yengo sé stórmerkileg. Hún fædd- ist í Kongó en ólst upp í Frakklandi þar sem hún lærði sálfræði og náði tökum á fimm tungumálum. Hún flutti svo aftur til Kongó sem nunna og var send til Banda- ríkjanna í kíró praktorsnám. Eftir að hún sneri aftur til heimalands- ins árið 1987 opnaði hún stofu og var um skeið eini kírópraktorinn í Kongó. Hún áttaði f ljótlega sig á því hversu alvarleg og margþætt vandamál fólksins sem hún sem sinnti voru og ákvað hún því að fara í læknisfræði. Árið 1997 brut- ust svo út átök í landinu sem urðu að einni skæðustu borgarastyrjöld síðustu aldar. Yengo sem vann sem sjálf boðaliði á vígvellinum upp- götvaði þá köllun sína innan um börn sem misst höfðu foreldra sína og út frá því var munaðarleysingja- hælið sett á laggirnar. Hún náði þó ekki að taka þátt í starfinu fyrst um sinn en eftir að skotið var á hana við sjálf- boðastörf í stríðinu var hún send til Bandaríkjanna, þar sem hún vann meðal annars með börnum einstæðra kvenfanga og síðar með þolendum heimilisof beldis. Hún sneri svo aftur til Kongó árið 2004. Ekki hægt án hjálpar Sæmundur segir að verkefnið hefði aldrei orðið að veruleika án aðkomu aðila úr ýmsum áttum sem lagst hafa á eitt. „Guðrún Jónasdóttir í versluninni Móðurást tekur á móti f lestum gleraugum og barnafötum. Ég eða konan förum svo reglulega til Guðrúnar, sækjum kassa sem við geymum í bílskúrnum í nokkrar vikur og svo keyri ég kassana til Keflavíkur. Þetta er orðið mjög „streamlined“ hjá okkur,“ segir hann. „Svo hef ég samið við Bluebird Airlines sem sér um að koma kössunum til Belgíu og þaðan taka flugvirkjar Air Atlanta við kössunum og flytja þá til Brazza- ville í Kongó. Þannig að það koma margir að þessu, ég er bara einn hluti af þessu, eitt brot í keðjunni. Ég get safnað endalaust en það eru Atlanta og Bluebird sem halda þessu uppi. Þessi tvö félög skipta öllu máli og velvilji frá fólki sem maður þekkir.“ Upplýsingar um verkefnið eru á Facebook undir „Söfnun á not- uðum gleraugum fyrir efnalítið fólk í Brazzaville Congo“ og hægt er að skila inn fötum og gleraugum í Móðurást á Laugavegi 178. Ein nunnan fékk sjónina á ný Síðastliðin fimm ár hafa um það bil 18.000 gleraugu verið send frá Íslandi til munaðarleys- ingjahælis í Brazzaville í Kongó. Þar selja nunnur gleraugun og ágóðinn fer í reksturinn. Nunnunar Angelge og Brigette Yango sem reka munaðarleysingjahælið þakka fyrir sig ásamt hópi barna sem þar dvelur. MYND/AÐSEND Margir af krökk- unum eru að glíma við alls konar vandamál, það þarf að kaupa lyf, sumir þurfa að fara á spítala og sumir hrein- lega deyja en það kostar líka. Sæmundur Jóhannsson Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is ÞAÐ TEKUR AÐEINS UM 30 SEK. AÐ SKIPTA UM POKA Paxxo Longopac flokkunarkerfið er byltingarkennd lausn í sjálfbærri flokkun. Paxxo er sænskur framleiðandi í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is COMMERZ H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm MINI BULLET H: 86 cm B: 38 cm D: 20 cm LONGOSTAND MINI H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm VERÐ 188.900 KR. VERÐ 39.890 KR. VERÐ 12.890 KR. SJÁLFBÆR FLOKKUN SORPS ER KRAFA OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.