Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 6
✿ Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi
Keflavík
Grindavík
Fjallið Þorbjörn
Bláa lónið
Reykjanesbraut
Hafnarfjörður
Kleifarvatn
Jarðskjálfti 5,6 að stærð
Eftirskjálftar
allt að 4,1 að stærð
Stóri skjálftinn sem varð kl. 13.43 í gær átti upptök sín vestan við Kleifarvatn en eftirskjálftavirknin var enn þá vestar á Reykjanesinu. MYND/GOOGLE EARTH
AKUREYRI „Ég er ekki alveg með
tæknimálin á hreinu en ég veit að
það er besta að endurnýja pakk-
ann í heild sinni því annars geta
kerfin ekki lengur talað saman
–þess vegna er upphæðin svona
há,“ segir Þuríður Helga Kristjáns-
dóttir, framkvæmdastjóri Menn-
ingarfélags Akureyrar, en félagið
hefur óskað eftir við Akureyrarbæ
að bærinn setji um 61 milljón króna
í að endurnýja hljóð- og ljósakerfi,
bæði í Hofi og Samkomuhúsinu.
Í nýlegri gagnrýni Fréttablaðs-
ins um söngleikinn Galdragáttina
sem sýndur var í Samkomuhúsinu,
var sérstaklega minnst á að hljóð-
burður væri ófullnægjandi. Þar er
hátalarakerfið komið til ára sinna.
Magnarar voru keyptir árið 1992 og
hátalararnir 2005. Allur skýrleiki og
hljómgæði að mestu horfin og þeir
ráða ekki við flóknari verkefni.
Á bar nasöngleik num Gall-
steinum afa Gissa þurfti að stoppa
frumsýningu vegna bilunar og í
annað sinn varð að stöðva sýningu
tvívegis og senda áhorfendur út úr
salnum á meðan viðgerð stóð yfir.
Ástandið í Hofi er ögn skárra.
Þar er hljóðkerfið orðið tíu ára og
hefur bilað meðal annars á Abba-
tónleikum. Hljóðkerfið byggist á
tölvubúnaði en orðið hafa miklar
tækniframfarir í stýrikerfum sem
fylgja þarf eftir með nýjum búnaði.
Þá hefur framleiðslu á þeim ljósa-
búnaði sem keyptur var í Hof þegar
húsið var opnað verið hætt og perur
í búnaðinn því ófáanlegar.
„Við viljum hafa tækjabúnaðinn
sem bestan og því þarf að endur-
nýja. Heildarpakkinn er upp á 60
milljónir en það er spurning hvort
við getum gert þetta í áföngum,“
segir Þuríður og bætir við að það sé
bagalegt að hafa sýningu með lélegt
hljóð. „Það borgar sig að gera gagn-
gerar endurbætur,“ segir hún. – bb
Lélegt hljóð og
bilanir í Hofi
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Lyfja-
vers furðar sig á hvers vegna Lyfja
notar ekki rafrænt umboð vegna
afhendingar lyfseðilsskyldra lyfja
í gegnum Heilsuveru í stað þess
að nota eigið kerfi í gegnum app.
Líkt og greint var frá í blaðinu í
gær hafa Lyfjastofnun og Embætti
landlæknis hafið skoðun á appinu.
Landlæknir hefur ekki viljað upp-
lýsa um innihald skoðunarinnar en
í yfirlýsingu segir að umboðin sem
bæði er hægt að veita og nálgast í
appinu gildi aðeins í verslunum þess
apóteks sem að baki stendur, þá sé
öruggast að notast við lausn Heilsu-
veru við að veita umboð.
Frá því um mánaðamót hefur
verið hægt að nálgast umboð vegna
afhendingar lyfja rafrænt í gegnum
Heilsuveru. Appið fór í loftið nýver-
ið en þar var að finna sams konar
umboðslausn, var það óvirkjað fyrir
helgi. Guðmundur H. Björnsson,
sviðsstjóri stafrænnar þróunar og
markaðsmála hjá Lyfju, segir grund-
vallarmun á umboðunum.
„Umboðslausn Heilsuveru er góð
en hún krefst þess að fólk þurfi að
fara í næsta apótek til að ná í lyfin.
Lyfja notar að sjálfsögðu umboðs-
lausn Heilsuveru ef fólk er að ná í
lyf fyrir aðra í næsta apótek,“ segir
Guðmundur.
„Umboðslausn Lyfju appsins veit-
ir umboð til að kaupa og veita lyfj-
um móttöku og þar með getum við
til dæmis aðstoðað þann hóp sem
sinnir lyfjakaupum fyrir aðstand-
endur sína á stafrænan hátt alla leið
heim að dyrum.“
Haukur Ingason, lyfsali í Garðs
Apóteki sem rekið hefur netapótek
í rúm þrjú ár, segir það hafa gefist vel
að nota kerfi Heilsuveru, allir hafi
jafnan aðgang að því og hægt að sjá
umboðin um leið og þau séu send.
„Þeir eru komnir langt fram úr sér.
Samkvæmt reglugerð snýr umboðið
einungis að afhendingu á lyfjum.
Af hending er þegar viðkomandi
kemur og sækir lyfin, afgreiðsla er
þegar lyfin eru tekin saman með
lyfseðli,“ segir Haukur.
Hákon Steinsson, framkvæmda-
stjóri Lyfjavers, furðar sig á að Lyfja
vilji nota eigin lausn. Vænlegra sé að
öll apótek noti umboð frá Heilsu-
veru. „Ég veit að mjög mikið af fólki
veit ekkert í hvaða apóteki það er í,
hvort það sé í Apótekaranum, Lyfju
eða Lyfjaveri. Ef öll apótek væru
með eigin lausn þá tel ég að það væri
einungis til þess fallið að rugla fólk.
Við höfum fundið það að mörgum
finnst þetta ferli nú þegar vera dálít-
ið vesen þrátt fyrir að tilgangurinn
sé að vernda fólk. Það kemur fyrir
að í apótek kemur fólk í ójafnvægi
og þá getur reynst erfitt að útskýra
að umboðið þeirra gildi ekki.“
Hákon vill ekki útiloka að með
því vera með eigin lausn sem ein-
ungis sé hægt að nota í þeirra apó-
tekum sé Lyfja að reyna að styrkja
einokunarstöðu sína. – ab
Margar umboðslausnir myndu rugla viðskiptavini
Bæði ljósabúnaðurinn og perurnar
sem tónlistarhúsið Hof hefur notað
eru ófáanleg. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Veita má þriðja aðila umboð til að sækja lyf í gegnum Heilsuveru, spurning
er nú hvort það megi einnig í gegnum app Lyfju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
HEILSA Meðal helstu forsendna
starfsleyfa frá Umhverfisstofnun og
heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga
fyrir íþróttamannvirki og líkams-
ræktarstöðvar er að gestir skuli hafa
greiðan aðgang að bað- og sturtu-
aðstöðu og fullbúinni snyrtingu.
Í það minnsta tvær líkamsrækt-
arstöðvar á höfuðborgarsvæðinu
opnuðu dyr sínar fyrir viðskipta-
vinum í gær eftir breyttar sótt-
varnaaðgerðir án þess að greiður
aðgangur væri að salerni eða
sturtuaðstöðu.
Á heimasíðu annarrar stöðvar-
innar var gestum tjáð að búnings-
aðstaða og sturtur yrðu lokaðar frá
og með deginum í gær en salernis-
aðstöðu væri skipt í sóttvarnahólf.
Á Facebooksíðu annarrar stöðvar í
borginni var greint frá því að opið
væri fyrir skipulagða hóptíma en
„iðkendur hvattir til að koma til-
búnir á æfingu með vatn í brúsum
þar sem búningsklefar, sturtur og
salerni eru lokuð“.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins til Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur kemur fram að heil-
brigðiseftirlitinu sé „ekki kunnugt
um líkamsræktarstöðvar sem ætla
að hafa salernis- og búningsaðstöðu
lokaða. Skylt er að bjóða upp á slíka
aðstöðu.“ – bdj
Verða að bjóða
upp á sturtu
NÁTTÚRUVÁ Stór jarðskjálfti, 5,6 stig
með upptök sex kílómetrum vestan
við Kleifarvatn, reið yfir suðvestur-
horn landsins klukkan 13.43 í gær-
dag. Hríðskalf allt á höfuðborgar-
svæðinu og Reykjanesi og þá fannst
skjálftinn vel á Vesturlandi, Vest-
fjörðum, alla leið norður á Akur-
eyri og suður í Vestmannaeyjar og
austur á Hellu.
Hundruð eftirskjálfta fylgdu
næstu klukkutímana, þar af að
minnsta kosti tveir yfir 4 stig, en
með upptök vestar á Reykjanesinu.
Álagið var slíkt á Veðurstofunni að
vefþjónarnir höfðu ekki undan og
almannavarnir voru í viðbragðs-
stöðu.
Engar fregnir bárust af slysum
eða stórkostlegu tjóni. Víða duttu
blómavasar úr gluggakistum og
myndir af veggjum. Vörur hrundu
úr hillum verslana og sums staðar
loftaplötur í skrifstofurýmum,
meðal annars við skrifstofu Bjarna
Benediktssonar í fjármálaráðu-
neytinu.
„Við getum alveg reiknað með
hrinum næsta árið,“ segir Ármann
Höskuldsson eldfjallafræðingur um
þá spennulosun sem er að eiga sér
stað á Reykjanesi. „Þetta byrjaði í
Þorbirni og er nú að færast nær
borginni. Miðað við kortlagningu
á sniðgengissprungum, sem valda
stóru skjálftunum, virðist þetta
vera að færast í átt að Bláfjöllum og
Hengli. Þar lýkur þessu því þá er það
komið í tenginguna við Suðurlands-
skjálftabeltið.“
Mikil spennulosun hefur verið á
Reykjaneshryggnum síðan í janúar.
Hægt verður að sjá hversu mikil
spenna hefur losnað þegar hrinan
gengur yfir. Á sama tíma er hrina
í Kolbeinseyjarhryggnum. „Ég hef
meiri áhyggjur af hryggnum fyrir
norðan því þar hefur spennan
byggst upp mjög lengi. Sú hrina
sem byrjaði þar í sumar er nú að
færa sig sífellt nær Húsavík. Þar eru
sprungur sem hafa ekki hreyft sig í
hundrað ár,“ segir Ármann. Má því
búast við stærri skjálftum þar en á
Reykjanesi.
Segir hann hrinuna núna á
Reykjanesi í raun gullið tækifæri
fyrir jarðvísindamenn til þess að
rannsaka hvaða áhrif spennulos-
unin hafi. Þrátt fyrir að upplýs-
ingaöflun sé langtum meiri nú en
áður hafi mælingar aðeins verið til
í stuttan tíma og samanburðurinn
við fyrri tíð því ekki til staðar. Nú
verði fylgst með því hvort Reykja-
nesið „slaki á“ eða gliðnun hefjist í
kjölfarið. En um leið og það gerist
kemur kvikan upp.
„Þrátt fyrir að spennulosun hafi
verið mikil alveg frá því í janúar
virðist ekki vera mikil kvika á
hreyfingu. Þetta er hins vegar allt
liður í því að opna skorpuna til að
kvikan komist upp á yfirborðið. Það
er hins vegar ómögulegt að segja til
um hvort að það gjósi á morgun eða
eftir hundrað ár,“ segir Ármann.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Stóri skjálftinn merki þess að
hrinur færist nær borginni
Hinn stóri jarðskjálfti sem reið yfir í gærdag er liður í mikilli spennulosun á Reykjaneshryggnum sem
hófst í Þorbirni í janúar. Skjálftinn var 5,6 stig og fannst víða um land. Eldfjallafræðingur segir þetta
gullið tækifæri fyrir jarðvísindamenn, en hefur meiri áhyggjur af uppbyggðri spennu norðanlands.
Við getum alveg
reiknað með
hrinum næsta árið.
Ármann Höskulds-
son eldfjalla-
fræðingur
2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð