Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Stefnir, sjóðastýringafyrirtæki Arion banka, vinnur að því að koma á fót nýjum framtaks- sjóði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa fundað með fjárfestum vegna málsins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sjóðurinn er sá fjórði sinnar tegundar á vegum Stefnis og mun bera nafnið SÍA IV. Hann mun líkt og fyrri sjóðir fjárfesta í óskráðum eignum og mun ekki vera takmark- aður við tilteknar atvinnugreinar. Samkvæmt samþykktum mun fjárfestingatímabil félagsins vera fjögur ár. Leitast verður við að selja allar fjárfestingarnar innan fimm ára eftir að fjárfestingatímabili lýkur. Fyrir fjórum árum safnaði Stefnir í tæplega 13 milljarða sjóð þegar SÍA III var komið á fót. Árið 2013 var safnað í 7,5 milljarða króna sjóð sem ber nafnið SÍA II. Fyrsti framtakssjóðurinn, SÍA I, var 3,4 milljarðar að stærð. SÍA III fjárfesti meðal annars í Lyfju, Men&Mice, Terra og í bygg- ingu Marriott Edition hótelsins við Hörpu. SÍA II fjárfesti meðal annars í móðurfélagi Krónunnar og Elko sem síðar sameinaðist N1. Sami sjóður fjárfesti í Skeljungi árið 2013 og fleytti félaginu á hluta- bréfamarkað. Fyrsti framtakssjóður Stefnis fjárfesti meðal annars í Högum og kom að kaupum og síðar skráningu Sjóvá í Kauphöll. – hvj Stefnir undirbýr nýjan framtakssjóð Starfsmenn Stefnis hafa fundað með fjárfestum. Sjóðurinn mun fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum. Fjármögnunarkostn- aður fasteignafélaganna hefur ekki lækkað í takt við lægri ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum á skulda- bréfamarkaði. Íslenskir lífeyrissjóðir skoða nú að fjárfesta fyrir millj-arða króna í Alvotech en líftæknifyrirtækið vinnur að útgáfu á nýju hlutafé að fjárhæð samtals hundrað milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa á undan- förnum vikum átt fjárfestafundi með stjórnendum og innlendum ráðgjöfum Alvotech en verði af fjárfestingu þeirra yrði það í fyrsta sinn sem íslenskir stofnanafjár- festar koma í eigendahóp félagsins. Sumir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa undirritað trúnaðar- yfirlýsingar og fengið þá um leið aðgang að rafrænu gagnaherbergi með ítarlegri upplýsingum um fjárhagsstöðu Alvotech. Það er verð- bréfafyrirtækið Arctica Finance sem er ráðgjafi Alvotech við hluta- fjáraukninguna hér innanlands. Samkvæmt heimildum Markað- arins hefur Alvotech þegar gengið frá fjármögnun upp á 65 milljónir dala, jafnvirði 9 milljarða króna, en þar er meðal annars um að ræða stóra fjárfesta úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. Fjármögnun Alvotech, sem er stýrt af Róberti Wessman, stofn- anda félagsins, er ætlað að styðja við rekstur þess fram að skráningu á markað á árinu 2021 samhliða hlutafjárútboði. Samkvæmt fjár- festakynningu Alvotech er stefnt að skráningu í kauphöll í Hong Kong en markaðsvirði félagsins nú er talið vera liðlega 1,4 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði um 195 milljarða króna. Alþjóðlegu fjár- festingabankarnir Morgan Stanley, Goldman Sachs og HSBC verða ráð- gjafar félagsins við þá skráningu. Fram kemur í fjárfestakynningu félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, að núverandi eig- endur Alvotech muni leggja því til um 30 milljónir dala við hlutafjár- aukninguna. Alvotech er í meiri- hlutaeigu Aztiq Pharma, undir forystu Róberts, og þá er lyfjafyrir- tækið Alvogen, systurfélag Alvogen, stór hluthafi, en þar eru fyrir einir stærstu fjárfestingasjóðir í heimin- um í dag, CVC Capital Management og Temasek sem er fjárfestingasjóð- ur í Singapore. Aðrir hluthafar eru meðal annars alþjóðlegi fjárfest- ingasjóðurinn Yas Holding og jap- anska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma. Stefnt er að því við hlutafjáraukn- inguna, að því er segir í fjárfesta- kynningunni, að fá inn nýja erlenda strategíska fjárfesta ásamt öðrum fjárfestum til að leggja félaginu til samtals um 70 milljónir dala. Til viðbótar við íslensku lífeyrissjóðina hefur fjárfestingin í Alvotech verið kynnt stórum fjárfestingafélögum hér innanlands þótt einkum sé horft til lífeyrissjóðina. Óvíst þykir hins vegar hvort af fjárfestingu þeirra í félaginu verði á þessu stigi. Frá stofnun hafa hluthafar Alvo- tech lagt félaginu til um 340 millj- ónir dala en auk þess var gefið út breytanlegt skuldabréf að fjár- hæð 300 milljónir dala í ársbyrjun 2019, þar sem Morgan Stanley var lykilfjárfestir, og verður því breytt í hlutabréf við skráningu erlendis. Í ágúst var tilkynnt um að Alvo- tech og alþjóðlegi lyfjarisinn Teva Pharmaceuticals hefðu gert með sér samstarfssamning um þróun, fram- leiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum. Mun samningurinn tryggja Alvo- tech tekjur upp á hundruð milljarða króna á næstu árum. Fram hefur komið í máli stjórnenda félagsins að það stefni að því að velta Alvotech verði um 20 prósent af gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins árið 2027. Gera áætlanir ráð fyrir því að fyrirtækið ráði til sín 70 vísinda- menn og sérfræðinga til viðbótar við þá 480 sem nú starfa hjá Alvo- tech, að stærstum hluta á Íslandi. Þá hyggst Alvotech ráðast í stækkun á hátæknisetri sínu í Vatnsmýrinni, sem var tekið í notkun í júní, þann- ig að það verði samtals 24 þúsund fermetrar að stærð – það er 13 þús- und fermetrar í dag – og er áætlað að sú fjárfesting kosti um 33 millj- ónir dala, jafnvirði 4,6 milljarða króna, samkvæmt fjárfestakynn- ingunni. Samtals eru átta líftæknilyf í þróun hjá Alvotech en félagið til- kynnti fyrr á árinu um góðan fram- gang á klínískum rannsóknum á sínu fyrsta lyfi, sem er líftæknihlið- stæða lyfsins Humira. Það er sölu- hæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða dala á ári. Stefnt er að því að markaðssetja lyfið á heimsvísu á árinu 2023 og er lyfið hluti af sam- starfssamningi Alvotech við Teva. Alvotech var rekið með um 140 milljóna dala tapi í fyrra en tekjur félagsins hafa verið nánast engar á undanförnum árum þar sem það hefur ekki enn hafið sölu neinna lyfja. Eigið fé var neikvætt um 374 milljónir dala í árslok 2019 en heild- arskuldir, sem eru einkum lántök- ur, námu 712 milljónum dala. hordur@frettabladid.is Lífeyrissjóðir skoða að fjárfesta í Alvotech Líftæknifyrirtækið kannar áhuga lífeyrissjóða á að koma að félaginu. Búið að ganga frá fjármögnun upp á 9 milljarða. Ætlar að ráðast í 5 milljarða fjár- festingu til að stækka hátæknisetur sitt í Vatnsmýrinni í 24 þúsund fermetra. Fasteignafélögin sem skráð eru á hlutabréfamarkað eru skuld-settari en sambærileg félög á hinum Norðurlöndunum. Það hefur stuðlað að meiri lækkunum á hluta- bréfaverði og hærra áhættuálagi á tímum COVID-19, að því er grein- endur Landsbankans segja. Frá því í febrúar hefur hlutabréfa- verð Reita fallið um 37 prósent, Reg- ins um 27 prósent og Eikar lækkað um níu prósent. Þeir telja að hluthafar og skulda- bréfaeigendur myndu njóta góðs af hærra eiginfjárhlutfalli hjá fyrir- tækjunum. Eiginfjárhlutfall fast- eignafélaga á hinum Norðurlönd- unum er að meðaltali um 45 prósent en hlutfallið er 30-31 prósent hjá Reitum, Regin og Eik. Þetta kemur fram í ítarlegri greiningu sem Mark- aðurinn hefur undir höndum. Reitir blésu í dag til hlutafjárút- boðs, sem lýkur á morgun, til að safna rúmlega fimm milljörðum króna. Nýta á fjármunina til að styrkja eiginfjárstöðuna og hafa burði til að fjárfesta í fasteignum. Greinendur Landsbankans telja að stjórnendur Reita ættu ekki að nýta fjármunina til fjárfestinga heldur til að stíga skref í átt að því að færa eiginfjárstöðuna nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum. Ef fjármunirnir yrðu nýttir til að greiða niður vaxtaberandi skuldir myndi skuldahlutfallið lækka úr 63 prósentum í 59 prósent. Hlutfallið er að meðaltali 44 prósent hjá sam- bærilegum fyrirtækjum á hinum Norðurlöndunum. Fjármögnunarkostnaður fast- eignafélaganna hefur ekki lækkað í takt við lægri ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréfum á skuldabréfa- markaði. Hlutabréfaverð fasteigna- félaganna er næmt fyrir þróun á vaxtakostnaði. Ef vaxtakostnaður myndi lækka um 70 punkta gæti það leitt til þess að virði þeirra auk- ist um 15-20 prósent, að því gefnu að aðrar forsendur standi óhreyfðar, segir í verðmatinu. Mesta kauptækifærið er í Reitum, að mati greinenda Landsbankans. Þeir verðmeta fasteignafélagið á 64,7 krónur á hlut sem er 35 pró- sent hærra en markaðsvirðið var við lok markaða í gær. Verðmat hinna tveggja fasteignafélaganna var 17 prósentum yfir markaðs- verði. Landsbankinn verðmat Eik á genginu 8,9 og Regin á 19 krónur á hlut. Greinendur hafa þó á orði að til skamms tíma sé ólíklegt að jákvæðra tíðinda sé að vænta sem styðja muni við hærra gengi, nema að sjálfsögðu góðar fregnir af bólu- efni gegn COVID-19. Í ljósi aukins framboðs á atvinnu- húsnæði, hvort sem litið sé til skrif- stofuhúsnæðis eða hótela, og fall- andi eftirspurnar, megi gera ráð fyrir að því að leiguverð haldi áfram að lækka á næsta ári. Það gæti leitt til þess að bókfært verð fasteigna lækki. Landsbankinn telur ólíklegt að lækkanirnar verði miklar. Athygli vekur markaðsverð fast- eignafélaganna er mun lægra en bókfært virði eiginfjár (e. price to book). Hlutfallið er lítillega hærra en 0,5. Greinendur Landsbankans segja að í ljósi þess að fasteignirnar séu bókfærðar á markaðsvirði sé djúp gjá á milli væntinga hluta- bréfamarkaðarins um framtíð atvinnuhúsnæðismarkaðarins og stjórnenda fyrirtækjanna. – hvj Fasteignafélögin styrki eiginfjárhlutfall Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. MYND/AÐSEND 1,4 milljarðar dala er áætlað markaðsvirði Alvotech í dag. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.