Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 31
Það kannast flestir, sem eru orðnir eldri en tvævetra, við stóru gulu söfnunarkúlurnar
sem voru okkar einkennismerki í
upphafi. Í dag þekkir fólk okkur á
fjólubláu kössunum við grenndar-
stöðvarnar,“ segir Torfi Jóhanns-
son, verkefnastjóri Grænna skáta.
Í dag er rekstur Grænna skáta
með þrennt í fyrirrúmi.
Í fyrsta lagi er það umhverfis-
vernd, það að koma umbúðum í
réttan farveg og gæta þannig að hag
umhverfisins. Í öðru lagi er það að
veita fólki með skerta starfsgetu
tækifæri til atvinnu og tekjuöfl-
unar. Í þriðja lagi er það styrking
við skátastarfið, en allur ágóði af
söfnunarstarfinu rennur beint í það
góða starf sem skátarnir reka um
allt land.
Grænir skátar reka móttökustöð
fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir
í Hraunbæ, en móttakan þar mun
tvöfaldast í nóvember. Jafnframt
hefur opnunartíminn lengst og er
nú opið virka daga 9-18 og 12-16.30
laugardaga og sunnudaga. „Hjá
okkur starfa rúmlega tuttugu
starfsmenn frá Vinnumálastofnun
við flokkun. Um er að ræða fjöl-
breyttan hóp af fólki sem á það
sameiginlegt að vera með skerta
starfsgetu. Ásamt þessum hópi
starfar svo hjá okkur fjöldi skáta
sem aflar þannig fjár til skátastarfs-
ins,“ segir Torfi.
Markaðurinn stækkar
Síðastliðin sex ár hafa Grænir skát-
ar fikrað sig inn á stærri markað
með því að bjóða fyrirtækjum,
stofnunum og húsfélögum upp á
stórsniðuga þjónustu við flokkun
og skil á drykkjarumbúðum með
skilagjaldi.
„Það fer varla fram hjá neinum
að það getur safnast upp gríðar-
legt magn af einnota umbúðum og
drykkjarílátum viku- eða mán-
aðarlega hjá húsfélögum og fyrir-
tækjum og er oft mikill hausverkur
að sjá um talningu og flokkun á
því. Okkar þjónusta virkar þannig
að við mætum á staðinn með við-
eigandi ílát, flokkum, teljum og
skilum svo umsömdum hluta skila-
gjaldsins inn á reikning félagsins.
Þetta fyrirkomulag eykur þægindi
fyrir starfsfólk og íbúa til muna.
Þjónustan kostar húsfélagið ekki
neitt nema hluta af skilagjaldinu,
og afgangurinn rennur svo beint í
húsfélagssjóð eða fyrirtækjasjóð,
eftir því sem við á.
Húsfélögin eru auðvitað mis-
stór og neyslan mismunandi. Því
finnum við út hversu oft þarf að
tæma hvern stað miðað við hve
fljótt söfnunarílátin fyllast. Það er
líka alltaf hægt að hafa samband
við okkur ef það verður yfirfullt
og við komum og tæmum. Sumir
aðilar kjósa enn fremur að láta
allan ágóðann renna til okkar,
sem skilar sér að sjálfsögðu beint í
skátastarfið.“
Flokka og telja hlössin
Að sögn Torfa hafa Grænir skátar
einnig fikrað sig út fyrir höfuð-
borgarsvæðið með söfnunina. „Við
erum með nokkrar sumarhúsa-
byggðir fyrir austan fjall í þjónustu
hjá okkur þar sem við sækjum,
flokkum og skilum. Einnig aðstoða
Grænir skátar íþróttafélög og skóla-
hópa við fjáraflanir. Það er auðvelt
fyrir slíka hópa að safna dósunum
ef ekki þarf að finna húsnæði til
þess að flokka það sem safnast,
áður en því er skilað til Endur-
vinnslunnar. Okkar þjónusta felst
þá í því að sækja stórar safnanir og
sjá um þetta allt gegn hluta af skila-
gjaldinu, en við höfum fjárfest í
fyrsta flokks búnaði við að flokka,
telja og flytja mikið magn af dósum
og flöskum. Frá stofnun Grænna
skáta hefur allur ágóðinn af þessari
starfsemi runnið óskertur í skáta-
starfið, sem hefur verið afar dýr-
mætt fyrir skáta um land allt,“ segir
Torfi að lokum.
Nánari upplýsingar má nálgast á
graenirskatar.is
Velta þungu hlassi fyrir hvort
tveggja húsfélög og fyrirtæki
Það eru liðin rúmlega þrjátíu ár síðan Grænir skátar byrjuðu að safna skilagjaldsskyldum um-
búðum og drykkjarílátum. Söfnunin hófst um leið og skilagjald fékkst fyrir umbúðaskil.
Torfi, verkefnastjóri Grænna skáta, segir að ágóðinn sem kemur af söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum sé ómetanlegur styrkur fyrir skátastarfið um land allt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
Grænir skátar
þjónusta fjölda
fyrirtækja,
stofnana og
húsfélaga á
höfuðborgar-
svæðinu með
söfnun, flokkun
og skilum á
skilagjalds-
skyldum
drykkjarílátum.
KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 ENDURVINNSLA