Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 38
Risavaxin yfirtaka ConocoPhilips á samkeppnisaðila Olíumarkaðir hafa farið illa út úr kórónakreppunni, en eftirspurn hráolíu hefur sett mikinn þrýsting á heimsmarkaðsverð olíu. Þeir framleiðendur sem vinna olíu úr leirsteinsberglögum (e. shale) eru þar síst undanskildir. Í vikunni var tilkynnt að olíurísinn ConocoPhilips myndi kaupa Concho Energy, sem einmitt reiðir sig á leirsteinsberglögin. Kaupverðið er 9,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 1338 milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skotsilfur Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem fylgja COVID-19 er óhætt að segja að veiran hefur haft stórkostleg áhrif á líf okkar. Við höfum þurft að breyta venjum okkar og taka upp nýja siði. Með tilkomu samkomubanns höfum við á mínum vinnustað, líkt og flestir aðrir, þurft að endurhugsa margt, þar á meðal hvernig við ætluðum að halda okkar fræðslustarfi gangandi. Við fórum þá leið að færa fundina, sem þús- undir Íslendinga sækja á ári hverju, á netið. Sem dæmi héldum við fund um íbúðakaup í beinni útsendingu á Facebook en umræða um húsnæðis- markaðinn var þá fyrirferðarmikil og því réttur tími til þess að miðla ráðum til þeirra sem voru að íhuga íbúðakaup eða endurfjármögnun og svara þeim spurningum sem brunnu á áhorfendum. Það segir sig sjálft að með því að halda fræðslufundi á netinu getum við nálgast f leira fólk sem hefur áhuga á efninu okkar en við höfum líka áttað okkur á að það felast ýmis önnur tækifæri í því að halda fræðslu- fundi í beinni útsendingu. Við getum til dæmis gert fræðsluna aðgengilegri með því að bjóða upp á til að mynda táknmálstúlkun yfir útsendingar, texta undir upptökur og túlkaþjón- ustu á hinum ýmsu tungumálum með fram útsendingu. Fyrir utan þægindin að geta horft á efnið okkar hvenær sem fólki hentar sjáum við mikla aukningu hjá þeim hópi sem er að huga að fjármálum á kvöldin þegar ró er komin á heimilið og vilja þá sækja sér fræðslu eða þjónustu. Breyttar venjur vegna COVID hafa opnað augu okkar fyrir nýjum tækifærum til að miðla fræðslu um fjármál á aðgengilegri hátt en við höfum gert hingað til. Það getur þó verið vandasamt verk því þó efnið sé gert aðgengilegra þá breytir það því ekki að það þarf að vera áhugavert og markmiðið ávallt skýrt, að aðstoða fólk við að taka vandaða og upplýsta ákvörðun. Við höfum gott af því að þurfa að hugsa hlutina svona upp á nýtt og leita leiða til að rafræn fræðsla nýtist sem best. Við vonum að sjálfsögðu að við getum fyrr en síðar hitt fólk í persónu á fundum en við vitum þó að hlutir verða aldrei eins eftir svona tímabil og fjölmörg tækifæri sem við þurfum að vanda okkur að nýta. Fjármálafræðsla og COVID  Ragnar Trausti Ragnarsson sérfræðingur á Markaðs -og samskiptasviði Íslandsbanka Í sumar voru samþykktar á Alþingi umfangsmestu breyt-ingar sem gerðar hafa verið á samkeppnislögum hér á landi síðastliðinn áratug. Verður þó aðeins ein þeirra gerð að umtalsefni hér, en hún tekur gildi nú um ára- mótin næstkomandi. Í þeirri breytingu felst að fyrir- tæki sækja ekki lengur um undan- þágu til Samkeppniseftirlitsins fyrir lögmætu samstarfi sín á milli. Þess í stað er það nú á ábyrgð fyrirtækj- anna sjálfra sem að einhvers konar samstarfi standa, að meta hvort skil- yrði 15. gr. samkeppnislaga fyrir lög- mætu samstarfi séu uppfyllt. Sé svo ekki kann samstarfið að brjóta gegn 10. gr. laganna, teljast ólögmætt samráð, með tilheyrandi sektum sem geta numið allt að 10% heildar- veltu þess fyrirtækis (og samstæðu þess) sem aðild á að broti, ásamt mögulegri refsiábyrgð einstaklinga. Almennt má segja að um tals- verða réttarbót sé að ræða. Þannig var samsvarandi breyting gerð á samkeppnislöggjöf Evrópusam- bandsins, sem íslensk samkeppnis- lög byggja á, fyrir yfir hálfum öðrum áratug. Voru rökin að baki þeirri breytingu meðal annars þau að meðferð undanþágubeiðna tæki of langan tíma á vettvangi Evrópusam- bandsins. Loksins þegar þær væru veittar hefði bæði tapast mikils- verður tími og hagsmunir. Þar sem samstarf þarf að uppfylla eftirgreind skilyrði til að teljast lögmætt, fælist í þessari tímalengd í reynd skaðleg áhrif á samkeppni: 1. Stuðla að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efla tæknilegar og efnahagslegar framfarir 2. Veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst 3. Leggja ekki höft á hlutaðeigandi fyrirtæki sem óþörf eru til að settum markmiðum verði náð og 4. Veita fyrirtækjunum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónust- unnar sem um er að ræða. Óumdeilt er þannig að samstarf sem hlotið hefur undanþágu, bæði hér á landi og fram til ársins 2003 í Evrópusambandinu, hefur verið til hagsbóta fyrir samkeppni og neyt- endur. Í því felst óhjákvæmilega að allur sá dráttur sem verður á því að samstarfið komist á er skaðlegur samkeppni og þar með neytendum. Málsmeðferðin við veitingu undanþága hér á landi hefur síst verið styttri en hún var í Evrópu- sambandinu. Hefur þannig veiting undanþága að jafnaði tekið eitt til tvö ár. Vart þarf að fjölyrða um að forsendur slíks samstarfs geta breyst eða jafnvel brostið á svo löngum málsmeðferðartíma, sér í lagi á mörkuðum þar sem samstarf getur verið mjög til hagsbóta, svo sem tækni- og nýsköpunarmörkuðum í örri þróun. Þar sem óumdeilanlega er um lögmætt samstarf að ræða sem er til hagsbóta fyrir neytendur getur sá ábati þar með glatast. Þó breytingin sé þannig ótví- rætt til hagsbóta felst í henni að fyrirtækjum er fengið vandasamt verkefni sem felur í sér mat á því hvort skilyrðin eru uppfyllt eða ekki. Þannig er ekki lengur unnt að fá „blessun“ Samkeppniseftir- litsins fyrir samstarfi heldur er það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort ofangreind skilyrði séu uppfyllt hverju sinni. Þar getur hins vegar verið vand- rataður vegurinn enda hafa fyrir- tæki meðal annars á undanförnum árum gagnrýnt Samkeppniseftir- litið fyrir skort á leiðbeiningum og of lítinn fyrirsjáanleika í niður- stöðum. Hættan er sú að sé stofn- unin síðar meir ósammála því mati fyrirtækja sem að samstarfi standa að skilyrðin hafi verið uppfyllt, telj- ist samstarfið ólögmætt samráð að mati stofnunarinnar. Viðurlög fyrir slík brot eru þung og geta numið allt að 10% af heildarveltu, auk hins neikvæða umtals í almennri umræðu sem óhjákvæmilega fylgir fregnum af „ólögmætu samráði“ fyrirtækja og möguleg refsiábyrgð einstaklinga sem að brotinu koma og stjórnenda. Það er þó ekki svo að fyrirtæki geti hvergi leitað um leiðbeiningar um hvernig túlka beri ofangreind skilyrði og hvenær þau séu upp- fyllt hverju sinni. Þannig má meðal annars taka mið af þeirri rúmlega 15 ára framkvæmd innan Evrópu- sambandsins sem átt hefur sér stað frá því undanþáguheimildin var afnumin á þeim vettvangi. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einnig gefið út leiðbeiningar- reglur sem líta má til við matið. Loks má hafa hliðsjón af framkvæmd Samkeppniseftirlitsins við veitingu undanþága á síðastliðnum árum, ásamt leiðbeiningum sem Sam- keppniseftirlitinu ber að gefa út á grundvelli samkeppnislaga. Efnislega eru reglurnar þannig óbreyttar um það hvers konar sam- starf fyrirtækja er heimilt, en stóra breytingin og áskorunin fyrir fyrir- tæki felst í því að leggja nú sjálfstætt mat á það með aðstoð sérfræðinga hvort skilyrði slíks samstarfs eru uppfyllt áður en stofnað er til sam- starfsins. Boltinn hjá fyrirtækjunum  Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður á LOGOS Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður á LOGOS Vel gert Afar frískandi var að sjá hvernig heil- brigðisráðuneytið tók á nýjustu tillögum sóttvarnalæknis um tilhögun opnana líkamsræktarstöðva. Sóttvarnalæknir hefur auðvitað eingöngu smitvarnaforsendur að leiðarljósi við sína tillögusmíð, en það liggur í augum uppi að fleiri sjónarmið þurfa nú að komast að í baráttunni við kórónaveiruna. Í umfjöllun ráðuneytisins sagði meðal annars: „Niðurstaða ráðu- neytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkams- ræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf.“ Það er ánægju- legt að grundvallarlögmál á borð við jafnræðisregluna hafi nú aftur hlotið hljómgrunn meðal íslenskra stjórnmálamanna. Vel gert, Svandís Svavarsdóttir! Lítilmannlegt Benedikt Jóhannes- son, sem titlar sig einatt stofnanda Viðreisnar, ætti að þekkja höfuðgildi flokksins: Frjáls- lyndi. Engu að síður hefur hann það ekki í hávegum. Þess í stað sveiflast skoðanir hans eins og lauf í vindi. Tvennt er í tísku um þessar mundir: Gera lítið úr frelsi fólks á tímum COVID-19 og skoðunum Brynjars Níelssonar þingmanns. Benedikt, sem þarf að njóta vinsælda til að komast aftur á þing, kaus því að traðka á grunngildum flokksins og gera lítið úr Brynjari til að afla sér vinsælda. Það er hvorki stórmannlegt né góð byrjun á framboði. Vel fjármagnað Enginn vafi leikur lengur á því að Stjórnarskrár- félagið, undir for- mennsku Katrínar Oddsdóttur, er vel fjármagnað, hvort sem það er með beinum eða óbeinum hætti. Sjónvarpsauglýsingar, þar sem málstað félagsins er haldið á lofti, birtast á besta tíma, til dæmis fyrir Ráðherrann á sunnudags- kvöldið. Einhver telur sig eða þjóð sína, ranglega, hafa ríka hagsmuni af því að stjórnarskránni verði um- bylt. Forvitnilegt væri að vita hverjir helstu bakhjarlar félagsins eru. Það er hins vegar ljóst að bakhjarl- arnir hafa notið góðrar ávöxtunar. Stjórnarskrárfélagið hefur á ótrú- legan hátt náð að koma máli, sem á ekkert erindi í umræðuna á þessum tímum, efst á dagskrá. Önnur brýnni mál líða fyrir það. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.