Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 8
Að öðrum kosti
muni gjafaríkin
breyta eða stöðva greiðslur, í
samræmi við reglur sjóðs-
ins.
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
Frelsi, jafnrétti og
virðing fyrir mannrétt-
indum, eru meðal skilyrða
fyrir EES-fjármögnun.
Gunnar Jóhann Gunn-
arsson var fundinn sekur
um morð af yfirlögðu ráði.
DÓMSMÁL Gunn ar Jó hann Gunn
ars son var í gær dæmdur í 13 ára
fangelsi fyrir að verða hálf bróður
sínum, Gísla Þór Þór ar ins syni, að
bana í Mehamn í Noregi aðfaranótt
27. apríl á síðasta ári.
Dómurinn var birtur Gunn ari
Jó hanni í fang els inu þar sem hann
hefur setið í gæsluvarðhaldi, en ekki
í sér stöku þing haldi eins og venjan
er, til þess að gæta að sóttvarna
sjónarmiðum.
Samkvæmt dómnum var það
virt Gunnari Jóhanni til refsiþyng
ingar að hann hefði lagt á ráðin um
árásina fyrir verknaðinn og þá hafi
fórnarlambið ekki átt undankomu
leið frá staðnum þar sem brotið var
framið. – hó
Dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum
FANGELSI Danski uppfinningamað
urinn Peter Madsen, sem situr af sér
lífstíðardóm fyrir morð á sænsku
blaðakonunni Kim Wall, freistaði
þess í gær að flýja úr vistinni í Her
stedvesterfangelsinu.
Madsen komst út úr fangelsinu
með því að hóta að sprengja sjálfan
sig í loft upp ef hann fengi ekki að
yfirgefa prísundina. Var hann með
eitthvað sem líktist sprengjubelti
um sig miðjan meðan á f lóttatil
rauninni stóð.
Danskir fjölmiðlar greina frá því
að Madsen hafi tekið gísl meðan á
f lóttanum stóð, en sá náði að f lýja
frá morðingjanum af sjálfsdáðum.
Eftir nokkurra klukkustunda
lögregluaðgerð við Nyvej í Alberts
lund, sem er um 500 metra frá fang
elsinu, var Madsen svo handsam
aður og færður í fangelsið. – hó
Peter Madsen
náðist eftir að
hafa lagt á flótta
Morðið átti sér stað í Mehamn í Noregi síðastlliðið vor. MYND/AFP
Peter Madsen situr hér spakur á
grasinu í flóttanum í gær. MYND/AFP
FÉLAGSMÁL „Það eru því verulegar
líkur á að Skálatún komist f ljótlega
í greiðsluþrot verði ekki gerður nýr
þjónustusamningur sem tekur mið
af rekstrarumfangi stofnunarinn
ar,“ segir í áritun endurskoðenda
með ársreikningi Skálatúnsheimil
isins fyrir síðasta ár.
Sjálfseignarstofnunin Skálatún
rekur heimili í Mosfellsbæ fyrir
fólk með þroskahömlun. Saman
lagt rekstrartap 20162019 er 216
milljónir króna, að því er segir í
ársskýrslu Skálatúns. Rekstrartapið
var 81,5 milljónir króna í fyrra og
74,3 milljónir árið 2018. Heimilið
hefur verið rekið samkvæmt þjón
ustusamningi sem Mosfellsbær
yfirtók af ríkinu árið 2011.
Í skýrslu setts framkvæmdastjóra
Skálatúns, Þóreyjar I. Guðmunds
dóttur, sem lögð var fyrir aðalfund
Skálatúns í júlí, kemur fram að frá
því í fyrra hafi verið gerðar tvær
úttektir og greiningar á stöðunni.
Síðari úttektina gerði hún raunar
sjálf, áður en hún settist tímabund
ið í stól framkvæmdastjóra með það
verkefni að gera rekstur Skálatúns
sjálf bæran. Íbúum hefur fækkað
um sex fá árinu 2017. Segir í skýrslu
Þóreyjar að lítið hafi verið brugðist
við með lækkun kostnaðar.
„Sem dæmi má nefna að sam
býlið Austurhlíð er með sex íbúa og
er áætlaður rekstrarkostnaður þess
sambýlis um 103 milljónir króna,“
segir í skýrslu Þóreyjar. „Annað
dæmi er sambýlið Fagrahlíð sem
er með þrjá íbúa og er áætlaður
rekstrarkostnaður þess sambýlis
um 82,5 milljónir króna.“
Íbúar í Skálatúni voru í júlí 35
talsins í tólf íbúðum og fjórum her
bergjasambýlum, að því er fram
kemur í samantekt sem lögð var
fram á aðalfundinum og er skrifuð
af Önnu Kristínu Gunnlaugsdóttur,
sviðsstjóra þjónustusviðs Skála
túns. Kveður þar við nokkuð þung
an tón. Segir Anna heimilismenn
vera að eldast og að þjónustan við
hvern og einn aukist að sama skapi.
Samt sé reynt að skapa íbúum sam
bærileg lífskjör á við aðra þjóð
félagsþegna.
„Til þess að það sé gerlegt þarf
þeim sparnaði sem hefur verið við
varandi alltof lengi að linna. Það
segir sig sjálft að þó svo að allir séu
af vilja gerðir þá kemur að því að
það er ekki hægt að veita þá þjón
ustu sem við viljum veita. Gríðar
legt álag kemur meðal annars fram
í því að fjarvistir starfsfólks vegna
veikinda eru viðvarandi og í sumum
tilfellum gefst fólk upp og hættir,“
segir Anna í umsögn sinni. Bætir
hún því við að algengt sé að starfs
fólk ferðist innan lands og utan með
íbúana. Það sé gert meira og minna
í sjálf boðavinnu og eigi það einnig
við um félagslíf eins og að sækja tón
leika, leikhús og slíkt.
„Við erum að leita leiða til að hag
ræða í rekstrinum en grundvallar
atriðið er að þjónustan verður ekki
skert á nokkurn hátt,“ undirstrikar
Þórey framkvæmdastjóri Skálatúns.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, fram
kvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mos
fellsbæjar, tekur í svipaðan streng.
Til skoðunar séu ákveðin atriði sem
sett voru fram í rekstrar áætlun fyrir
árin 2020 til 2022. Ein meginstoðin
í hagræðingu sé sameining tveggja
fámennra búsetueininga, þeirra
sem fyrr eru nefndar. „Það er hægt
að sameina rekstur á einingum án
þess að ganga á gæði þjónustunnar
nema síður sé,“ leggur Sigurbjörg
áherslu á.
Stöðufundur um málefni Skála
túns er áætlaður í sveitarstjórnar
ráðuneytinu á mánudag.
gar@frettabladid.is
Sameina sambýli til að mæta
taprekstri á Skálatúnsheimili
Hallarekstri á Skálatúni í Mosfellsbæ á meðal annars að mæta með sameiningu tveggja sambýla. Settur
framkvæmdastjóri segir hagræðingu ekki skerða þjónustu við íbúa. Sviðsstjóri segir hins vegar að
sparnaðinum verði að linna. Starfsmenn vinni að hluta í sjálfboðavinnu og séu mikið frá vegna álags.
Ein bygginga Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ þar sem starfsemi var hafin árið 1954. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það er hægt að
sameina rekstur á
einingum án þess að ganga á
gæði þjónustunnar nema
síður sé.
Sigurbjörg Fjölnis-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
fjölskyldusviðs
Mosfellsbæjar
UTANRÍKISM ÁL Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra segir
að þau sveitarfélög í Póllandi sem
lýst hafi sér sem LGBTlausum eigi
ekki að fá styrki úr Uppbyggingar
sjóði EES. Hann er fjármagnaður af
Íslandi, Noregi og Liechtenstein og
eru utanríkisráðherrar þjóðanna
sammála um þetta og hafa komið
áhyggjum sínum á framfæri við
pólsk yfirvöld.
Þetta segir Guðlaugur í svari við
fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfs
dóttur, óháðs þingmanns, um fjár
veitingar til LGBTlausra svæða.
Yfirlýsingar einstakra sveitar
stjórna Póllands, f lestra í suðaust
urhluta landsins, hafa verið harðlega
gagnrýndar af Evrópusambandinu
og fleirum. Þykja þær þó vera mjög
í anda stefnu Laga og réttlætis,
stjórnarf lokksins í Póllandi, sem
byggir á íhaldssömum, þjóðlegum
gildum. Líkt og í Rússlandi og víðar
í AusturEvrópu hefur réttindum
LGBTfólks farið hrakandi á undan
förnum árum í Póllandi.
Í EESsamningnum kemur fram
að öll starfsemi sem fjármögnuð
er skuli byggjast á sameiginlegum
gildum um virðingu fyrir mann
legri reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti,
réttarríkinu og virðingu fyrir mann
réttindum.
Samkvæmt Guðlaugi hefur stjórn
Uppbyggingarsjóðsins sent tvö bréf
til pólskra yfirvalda hvað þetta varð
ar, en því miður hafi yfirlýsingum
um LGBTlaus svæði fjölgað. Segir
hann hlutverk lands tengiliðs að
tryggja að farið sé eftir reglum sjóðs
ins. „Að öðrum kosti muni gjafaríkin
breyta eða stöðva greiðslur, í sam
ræmi við reglur sjóðsins.“ – khg
LGBT-laus svæði í Póllandi fái ekki styrki frá EES
VIÐSKIPTI Ríkisstjórn Bandaríkj
anna hefur hafið lagt fram kæru á
hendur bandaríska tæknifyrirtæk
inu Google, en þar er fyrirtækinu
gefið að sök að brjóta þarlend sam
keppnislög í starfsemi sinni, sem
lýtur að leit á internetinu og aug
lýsingum þar.
Þetta er stærsta prófmál banda
rískra dómstóla hvað tæknifyrir
tæki varðar í áraraðir. Bandarísk
stjórnvöld hafa rannsakað málið
í rúmt ár, en starfsemi þeirra bæði
í heimalandinu og erlendis hefur
verið skoðuð í þeirri rannsókn.
Meginþungi kærunnar er að
Google greiði marga milljarða
árlega til þess að ganga úr skugga
um að leitarvél fyrirtækisins sé
halað niður sem þeim möguleika
sem fyrstur kemur til greina í net
vöfrum og hjá símfyrirtækjum.
Þetta verði til þess að notendur
noti Google í 80 prósentum skipta
sem leitarvélar eru notaðar á
bandarískri grundu.
Forsvarsmenn Google segja rann
sóknina byggða á sandi, þar sem
samkeppni ríki á þeim markaði
sem fyrirtækið vinnur á og að hags
munir neytenda séu ávallt í fyrsta
sæti við tækni og viðskiptalegar
ákvarðanir fyrirtækisins.
Fyrirtækið segir notendur velja
Google vegna þess að það bjóði upp
á bestu þjónustuna, en ekki vegna
þess að þeir séu þvingaðir til þess á
grundvelli einokunarstöðu. – hó
Google sakað
um að hindra
samkeppni
Tæknifyrirtækið þarf að svara til
saka fyrir dómstólum. MYND/GETTY
2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð