Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
BúÚH!
á meðan þú
verslar
Biti fyrir
börnin
NÁTTÚRUVÁ Hinn stóri jarðskjálfti
sem reið yfir í gærdag er liður í
mikilli spennulosun á Reykjanes
hryggnum. „Við getum alveg reikn
að með hrinum næsta árið,“ segir
Ármann Höskuldsson eldfjalla
fræðingur. Virknin hafi hafist í fjall
inu Þorbirni í janúar og færist í átt
til Bláfjalla. Þessu muni ljúka þegar
virknin sé komin yfir í tenginguna
við Suðurlandsskjálftabeltið. Seg
ist Ármann hafa meiri áhyggjur af
virkninni á Norðurlandi, sem færist
sífellt nær Húsavík, en þar hefur
byggst upp spenna í sprungum í
hundrað ár. – khg / sjá síðu 6
Hrinur færast
nær borginni
Ármann
Höskuldsson
Kylfingar, sem hefur verið óheimilt að stunda golf á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar vegna sóttvarnareglna, þustu út á vellina þegar þeir voru opnaðir á nýjan leik í gær. Þeir létu
ekki skjálftahrinu koma í veg fyrir golfiðkun sína. ÍSÍ hefur hvatt landsmenn til þess að hreyfa sig í COVID-faraldrinum og golf er góð leið til þess að liðka líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Íslenska líftæknifyrir
tækið Alvotech hefur gengið frá
fjármögnun upp á samtals 65 millj
ónir Bandaríkjadala, jafnvirði 9
milljarða króna, en um er að ræða
stóra fjárfesta úr lyfjageiranum í
Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu
sem munu leggja félaginu til aukið
hlutafé, samkvæmt heimildum.
Alvotech, sem er stýrt af Róberti
Wessman stofnanda félagsins, hefur
á undanförnum mánuðum unnið að
útgáfu á nýju hlutafé að fjárhæð 100
milljónir dala en félagið væntir þess
að ljúka útboðinu í næsta mánuði.
Á meðal fjárfesta sem skoða nú að
fjárfesta í fyrirtækinu eru íslenskir
lífeyrissjóðir. Fulltrúar sjóðanna
hafa á undanförnum vikum átt
fjárfestafundi með stjórnendum og
innlendum ráðgjöfum Alvotech en
verði af fjárfestingu þeirra yrði það
í fyrsta sinn sem íslenskir stofnana
fjárfestar koma inn í eigendahóp
félagsins.
Samkvæmt fjárfestakynningu
er fjármögnun Alvotech ætlað að
styðja við rekstur þess fram að
skráningu í Hong Kong á næsta ári.
Þá áformar Alvotech að ráðast
í stækkun á hátæknisetri sínu
í Vatnsmýrinni, sem var tekið í
notkun 2016, þannig að það verði
samtals 24 þúsund fermetrar að
stærð – það er 13 þúsund fermetrar
í dag – og er áætlað að sú fjárfesting
kosti jafnvirði 4,6 milljarða króna.
Þá er lyfjafyrirtækið Coripharma
á sama tíma að ganga frá milljarða
fjármögnun sem ætlað er að renna
stoðum undir þróun á samheita
lyfjum hér á landi. Ef ætlanir Cori
pharma ganga eftir mun það velta
um 75 milljónum evra, jafnvirði 12,3
milljarða króna, árið 2025 og skapa
260 störf í þekkingargeiranum.
Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri
Coripharma, segir viðræður vera í
gangi við núverandi hluthafa, inn
lenda fjárfesta og einnig fagfjár
festasjóði sem lífeyrissjóðir koma
að.
„Við teljum okkur enn eiga inni
hjá íslenskum fjárfestum og það má
segja að Coripharma haki í mörg
box sem eru í umræðunni í dag.
Þetta er félag í þróunar og tækni
geiranum sem stefnir að því að tvö
falda starfsmannafjöldann á næstu
fimm árum. Við erum að byggja upp
þekkingu og endurvekja lyfjafram
leiðslu í landinu.“ – hae / sjá Markaðinn
Setja níu milljarða í Alvotech
Alvotech hefur tryggt sér 65 milljónir dala í nýtt hlutafé frá erlendum fjárfestum. Lífeyrissjóðir skoða að
fjárfesta í fyrirtækinu. Coripharma er einnig að ganga frá fjármögnun til að tryggja þróun samheitalyfja.
195
milljarðar króna er áætlað
markaðsvirði Alvotech.