Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 49
Sigríður í Brattholti er aðalper-sónan í sögulegri skáldsögu Eyrúnar Ingadóttur, Konan
sem elskaði fossinn. Sigríður er
einn kunnasti náttúruverndarsinni
Íslandssögunnar.
Eyrún segir áhuga sinn á Sigríði
hafa vaknað árið 1992 þegar hún
var að ljúka námi í sagnfræði við
Háskóla Íslands. „Þá skrifaði ég
svokallaða „BA-ritgerð hina minni“
um Sigríði. Upp úr henni skrifaði ég
síðan grein sem var birt í jólalesbók
Morgunblaðsins árið 1993 og Sig-
ríður hefur svolítið fylgt mér síðan,
enda merkilegt að kona skuli hafa
barist gegn virkjun Gullfoss á fyrstu
á r u m 20. a ld a r
með öllum færum
leiðum og hótað að
henda sér í fossinn
við fyrstu skóf lu-
stungu. Í febrúar
n æ s t k o m a n d i
verða 150 ár liðin
síð a n Sig r íðu r
fæddist og ég held
að hennar tími sé
loksins kominn.“
Spurð hvernig
persóna Sigríður
hafi verið segir
E y r ú n : „ S i g -
ríður var með
ríka réttlætis-
kennd, listræn,
dugleg en jafn-
framt einþykk
og félagsfælin.
Gullfossmála-
f e r l i n v o r u
ekki fyrsta deilan sem hún lenti í,
en bændur í sveitinni kærðu hana
til sýslumanns Árnesinga fyrir að
rífa niður gaddavírsgirðingu sem
þeir höfðu byrjað að girða fyrir
ofan Brattholt, milli Tungufljóts og
Hvítár. Það er stórmerkilegt að kona
á þessum tíma hafi risið upp gegn
valdinu, ferðast ein síns liðs langar
leiðir og lagt á sig ómælt erfiði til að
koma í veg fyrir eyðileggingu Gull-
foss.“
Frelsi til að skálda
Eyrún, sem er sagnfræðingur,
sendi árið 2012 frá sér
s ö g u l e g u
s k á l d s ö g u n a
Lj ó s m ó ð i r i n ,
sem hlaut góðar
viðtökur. Hún er
spurð af hverju
hún hafi ákveðið
að skrifa skáld-
sögu um Sigríði
en ekki fræði-
bók. „Skáldsögu-
for mið heil la r
mig, að geta gætt
p e r s ó nu r l í f i ,
getið mér til um
skoðanir þeirra
og hugsanir. Það
gefur mér einn-
ig mér frelsi til að
skálda í eyðurnar.
Það eru eyður í
sögu Sigríðar sem
er gríðarlega áhuga-
v e r t að fást við í sögulegri
skáldsögu, til dæmis af hverju faðir
hennar leigði Gullfoss fyrir lítið fé
til 150 ára, til ársins 2062, í stað þess
að selja hann fyrir stórfé. Eins, hvers
vegna Einar fósturbróðir hennar
sveik hana er hann seldi Gullfoss
ríkinu árið 1945. Skáldsagan höfðar
til mun stærri lesendahóps og mig
langar auðvitað að verkin mín séu
lesin sem víðast.“
Um heimildavinnu við gerð
skáldsögunnar segir Eyrún: „Ég fylgi
heimildunum svo langt sem þær
ná, en leyfi mér jafnframt að skálda
inn í þegar sagan krefst þess. Það
er áskorun að fara úr forminu sem
sagnfræði setur – að þekkja regl-
urnar en fara ekki eftir þeim. Að
sama skapi setur það mér ákveðnar
skorður að fjalla um fólk sem einu
sinni var og því fylgir ábyrgð sem ég
er vel meðvituð um. Ég setti síðan
„af látsbréf sagnfræðingsins“ aft-
ast; það er að segja lista með helstu
heimildum sem áhugasamir geta
skoðað.“
Lygilegur raunveruleiki
Tímarammi skáldsögunnar er
frá 1904 til 1975 en Sigríður fæddist
árið 1871 og dó haustið 1957. „Sagan
hefst eiginlega þegar Sigríður fer
að hafa afskipti af málum í sveit-
inni sem misbuðu réttlætiskennd
hennar. Auk þess að vera sögð út
frá sjónarhóli Sigríðar, þá er sagan
einnig sögð út frá f leiri persónum
sem áttu í samskiptum við Sigríði
og fjölskyldu hennar. Svo koma
margir við sögu, til dæmis Sveinn
Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins,
en hann var lögfræðingur Sigríðar
og föður hennar í Gullfossmálaferl-
unum. Prestshjónin á Torfastöðum,
séra Eiríkur Þ. Stefánsson og frú Sig-
urlaug Erlendsdóttir, koma einnig
mikið við sögu en þau voru miklir
velvildarmenn Sigríðar.
Stundum er raunveruleikinn lygi-
legri en skáldskapurinn og allar
persónurnar eru sprottnar úr raun-
veruleikanum. Ég breytti einstaka
nöfnum og hnikaði til tíma, allt til
þess að láta söguna njóta sín.“
Einþykk og félagsfælin kona
Konan sem elskaði fossinn er söguleg skáldsaga eftir Eyrúnu
Ingadóttur sagnfræðing. Aðalpersónan er Sigríður í Brattholti.
Eyrún Ingadóttir hefur skrifað sögulega skáldsögu um einn kunnasta náttúruverndarsinna Íslands. MYND/VERÖLD
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ÞAÐ ERU EYÐUR Í
SÖGU SIGRÍÐAR SEM
ER GRÍÐARLEGA ÁHUGAVERT AÐ
FÁST VIÐ Í SÖGULEGRI SKÁLD-
SÖGU.
C&J SILVER
stillanlegt rúm
Aðeins 141.570 kr.
n C&J Silver er með sterkum stálbotni og kraftmiklum en hljóðlátum mótor.
n Rúminu fylgir þráðlaus fjarstýring með tveimur minnum og ljósi.
n Botn rúmsins dregst að vegg þannig að þú ert í eðlilegri fjarlægð frá
náttborði og lampa.
n Sérstakur takki á fjarstýringunni kemur rúminu í upphaflega stöðu.
15%
AFSLÁTTUR*
AFMÆLIS
* ef C&J Silver
stillanlegur botn
er keyptur með Nature’
Rest Luxury heilsudýnu er
15% afsláttur af botni og
20% afsláttur af dýnunni.
VERÐDÆMI A: 90 x 200 cm stillanlegt C&J Silver rúm
með Nature’s Rest Luxury heilsudýnu: Fullt verð: 168.900 kr.
Við eigum afmæli
og nú er veisla
Láttu drauminn rætast
SENDUM
FRÍTT
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Við sendum þér vörurnar frítt hvort sem
þú kaupir á dorma.is eða í DORMA-verslun
AVIGNION
hægindastóll
með skemli
Stillanlegur hægindastóll
með innbyggðum skemli.
Grátt áklæði
Fullt verð : 109.900 kr.
Aðeins 87.920 kr.
20%
AFSLÁTTUR
AFMÆLIS
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0