Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 16
Það er hægt að þjálfa lyktarskyn- ið með því að þefa af ilmkjarnaolíum eins og sítrónu- eða rósaolíu. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Leo Newhouse, ráðgjafi sem starfar með sjúklingum sem glíma við langvinn veikindi, skrifaði í vikunni grein á vef Har- vard-háskóla þar sem hann lýsir upplifun sinni af því að missa bragð- og lyktarskyn og veltir fyrir sér hvað hægt sé að gera til að takast á við það. Morgunn einn í mars þegar hann var að skera sítrónusneið út í teið sitt, fann hann enga lykt af sítrónunni. Að sama skapa fann hann ekkert bragð af ferskjusult- unni á ristaða brauðinu sínu. Hann hafði verið örlítið slappur dagana á undan og áttaði sig á því að líklega væri hann kominn með vírusinn alræmda. Hann var heppinn að verða ekki alvarlega veikur, en er enn þá rúmu hálfu ári síðar að fást við skert bragð- og lyktarskyn. Gríðarlegur fjöldi fyrrverandi COVID-19 sjúklinga glímir við skert bragð- og lyktarskyn. New- house vitnar í bandaríska tölfræði þar sem kemur fram að tæplega 90% þeirra sjúklinga sem fengu væg til miðlungs einkenni sjúk- dómsins hafi kvartað yfir skertu bragð- og lyktarskyni. Newhouse bendir á að missir bragð- og lyktarskyns geti haft nei- kvæð áhrif á heilsuna. Missirinn getur valdið minnkaðri matarlyst og óæskilegu þyngdartapi. Þegar fólk getur ekki lengur notið matar- ins, borðar það oft of lítið eða sleppir máltíðum. Skortur á þessu skyni getur líka valdið hættu, þar sem fólk finnur ekki lykt eða bragð af ónýtum mat og finnur ekki lykt af til dæmis gasleka eða bruna. Newhouse segir að nýlegar rannsóknir sýni tengsl á milli skorts á lyktarskyni eftir COVID -19 og þunglyndi og kvíða. Hann tekur þó fram að enn eigi eftir að rannsaka betur hvort það tengist beint bragð- og lyktarskyninu, eða hvort tengingin sé vegna áhrifa vírussins á miðtaugakerfið. Hann segir þó vitað með vissu að skap- gerð og lyktarskyn tengjast að einhverju leyti. Lyktartaugar geta endurnýjað sig, en þó að lyktarskynið geti komið til baka er ekki víst að allir sem missa lyktarskynið fái það til baka að fullu, að sögn Newhouse. Þar sem lyktarskynið minnkar Þakklátur fyrir hvert framfaraskref Tap á bragð- og lyktarskyni er algengt einkenni COVID-19. Margir eru heppnir og missa bragð- og lyktarskyn í stutta stund, á meðan aðrir hafa ekki fundið lykt og bragð svo mánuðum skiptir. Það getur tekið tíma að fá bragðskynið og lyktarskynið til baka. MYND/GETTY yfirleitt vegna aldurs, gæti það einnig tekið lengri tíma fyrir eldra fólk að fá lyktarskynið aftur. Newhouse segir að til að vekja aftur taugaendana í nefinu sem nema lykt, mæli sérfræðingar með lyktarþjálfun. Það er hægt að þjálfa lyktarskynið með því að þefa af ilmkjarnaolíum eins og sítrónu- eða rósaolíu. Newhouse segir að núvitund skipti mestu máli og að ef fólk finni ekki lyktina af olíunni þá sé gott að reyna að muna lyktina og virkja þannig hugann í að vekja tilfinninguna. Hann segir einnig að ef fólk finnur ekki allt bragðið af matnum sem það borðar sé gott að ein- beita sér að grunnbragðinu, sætu, beisku, súru eða söltu. Einnig er gott að einbeita sér að áferð matarins og njóta þess bragðs og áferðar sem hægt er að skynja. Newhouse tekur sem dæmi að þegar hann borðar dökkt súkku- laði finni hann bara beiskt og sætt bragð, hann þarf að treysta á minnið til að finna bragðið af kakóbauninni. Hann segir að miss- irinn hafi kennt honum að vera þolinmóður og þakklátur fyrir hverja litla framför. Um daginn fann hann til dæmis í fyrsta sinn í nokkra mánuði örlitla sítruslykt af teinu sínu, hann segir að sítróna hafi aldrei áður ilmað eins vel. Ég hef starfað með börnum í langan tíma og þykir starf mitt ómetanlegt. Ég þarf að hafa orku og úthald fyrir verkefni dagsins og finn svo sannarlega mun þegar ég tek inn vítamín frá Solaray. Ég er orkumeiri, betur vakandi á daginn og sef betur á nóttunni,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, leiðbeinandi á leikskól- anum Tjarnarborg. Sigríður hefur tekið inn vítamín og steinefni frá Solaray með góðum árangri. „Ég hef verið með hárlos í nokkurn tíma en finn gífurlega mikinn mun á hárinu mínu þegar ég tek inn Once daily for women-vítamínið frá Solaray. Melt- ingin er líka betri, þökk sé góðgerlum frá Solaray sem hafa góð áhrif á maga- flóruna. Magaflóran hefur svo mikið að segja fyrir almenna vellíðan og einnig hafa góðgerlar góð áhrif á ónæmiskerfið okkar,“ segir Sigríður. Bætiefni úr hágæða jurtum Framleiðendur Solaray eru frumkvöðlar í blöndun jurta. Solaray-vörurnar komu fyrst á markað fyrir 40 árum og hefur áherslan frá upphafi verið á að framleiða bætiefni úr hágæðajurtum eftir ströng- ustu gæðareglum. Bætiefnin hafa frá upp- hafi verið framleidd og seld í sérstökum grænmetishylkjum sem bjóða upp á betri nýtingu á virkum efnum jurtanna. Solaray-bætiefnin koma í hylkjum eða perlum og eru flestar vörurnar án glút- ens, gers, sykurs og mjólkur. Solaray-vörurnar eru allar grænprófað- ar (e. green screened), en þær merkingar upplýsa viðskiptavini um gæðaprófanir á virkni jurtanna og það hvort vörurnar eru „cruelty free“, vegan og/eða fram- leiddar á umhverfisvænan máta. Solaray fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Lyfjum og heilsu, Heilsu- veri og öðrum völdum apótekum. Hrein, óbeisluð orka úr náttúrunni Vítamínin frá Solaray eru uppfull af hreinni orku náttúrunnar og sú orka skilar sér í bættri heilsu, meiri orku og vellíðan. Það veit Sigríður Stefánsdóttir sem sannarlega finnur góð áhrif Solaray. Sigríður er leiðbeinandi á Tjarnarborg. Góðgerlar Multi­ dophilus geta bætt meltingu. Inniheldur Bacillus coagulans góðgerla og mjólkur­ lausa meltingargerla (Asídófílus). Blanda sem hentar öllum vel en einkum þeim sem þjást af mjólkur­ ofnæmi. Geta verið nauðsynlegir fyrir eðlilega meltingu og vellíðan. Geta unnið gegn upp­ þembu, krömpum, verkjum, harðlífi og niðurgangi. Henta börnum vel. Kalk, magnesíum og sink er dásamleg steinefnablanda í góðum hlutföllum, auðnýtanleg og þægi­ leg í inntöku. Gott að taka fyrir svefninn. Hentar sérstaklega vel eldri einstaklingum. Algengt er að fólk skorti þessi mikil­ vægu efni, sem getur komið niður á bein­ þéttni, vöðvavirkni og ástandi taugakerfis. Once daily woman er alhliða fjölvítamín fyrir konur og inniheldur öll helstu vítamín og steinefni. Hentar sérlega vel konum sem þurfa að huga að járnstöðu, með 18 mg af járni og góðri upptöku. Í því eru 800 mcg af fólínsýru sem er nægi­ legt magn fyrir þær sem huga að barn­ eignum. Einnig MSM og amínósýrur fyrir hár, húð og neglur.  4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.