Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Höfuð
borgin á
betra skilið
en að vera
hundsuð af
þingmönn
um sínum,
sem eru
rúmur
þriðjungur
alls þing
heims.
Staðan
kallar til
dæmis á
umræðu um
hver skurð
punkturinn
sé á milli
sóttvarna
aðgerða og
efnahags
aðgerða.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Hrista, ekki hræra
Jarðskjálftinn sem fékk Pírat-
ann til að slá met Usain Bolt
í 100 metrunum hefur verið
túlkaður á alla vegu. Undir-
skriftirnar vegna nýju stjórnar-
skrárinnar voru af hentar í gær
og mætti því túlka skjálftann
sem velþóknun eða vanþóknun
almættisins á því hitamáli.
Aðrir gætu túlkað skjálftann
sem vanþóknun á þá ákvörðun
heilbrigðisráðherra að leyfa
opnun líkamsræktarstöðva
á meðan sundlaugar standa
auðar. Allir sem hlusta á
Útvarp Sögu vita hins vegar að
skjálftann má rekja til upp-
kasta almættisins vegna enn
eins viðtalsins við Viðar Guð-
johnsen.
Hátíðarútgáfa
Í ljós kom að takmörkuð laga-
stoð er fyrir lokun tollhliðsins í
Kef lavík þar sem ekki er búið að
birta reglugerðina í Stjórnartíð-
indum. Tímaritið Stjórnartíð-
indi, sem fylgir öðru hverju ein-
taki Lifandi vísinda, á enn eftir
að birta rúmlega 300 alþjóða-
reglugerðir sem Ísland hefur
ákveðið að fylgja. Meðal þess
er tilskipun um hvorum megin
á að opna banana og reglugerð
um hvernig standa á að borgara-
legum handtökum þeirra sem
spila jólalög of snemma. Stendur
nú til að prenta þær allar í einu.
Stjórnartíðindi XL-Director’s
Cut má nálgast fyrir áramót í
öllum skárri verslunum.
Þungt ástand vegna heimsfaraldursins er nú talið í mánuðum og við blasir að nokkuð er í land. Í þeirri þreytu sem við finnum fyrir þarf að muna
að skæður heimsfaraldur færir stjórnvöldum ekki
aðeins rétt til að bregðast við heldur einnig skyldu. Hin
pólitíska jafnvægislist lýtur svo að því hvernig það er
gert. Í vikunni fór fram á Alþingi sérstök umræða um
valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra
til sóttvarnaráðstafana.
Eftirlitshlutverk Alþingis er háð samtali og upp-
lýsingagjöf. Vitaskuld hefur faraldurinn verið
til umræðu á Alþingi, en fyrst og fremst að kröfu
stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnin hefur lítið frum-
kvæði sýnt að öðru leyti en í umræðum um efna-
hagsaðgerðir. Á hinum pólitíska vettvangi er það ekki
aðeins réttur Alþingis heldur einnig skylda að sinna
eftirlitshlutverki.
Þegar reynsla er komin á sóttvarnalögin, sem sótt-
varnaaðgerðir byggja á, verður að telja undarlega
pólitíska forgangsröðun að endurskoðun sóttvarna-
laga sé ekki ofar á lista ríkisstjórnarinnar. Lögin eru
verkfærakista stjórnvalda og ákveðnir veikleikar
hafa komið í ljós. Lögin þurfa að vera skýr og lagastoð
aðgerða óumdeild. Tímabær endurskoðun hefur ekki
með mildari eða harðari aðgerðir að gera, heldur að
löggjöf sé skýr um aðgerðir og heimildir.
Þessar aðstæður gera að verkum að hlutverk þingsins
hefur sjaldan verið mikilvægara. Það er Alþingis að
fara yfir framkvæmdina. Staðan kallar til dæmis á
umræðu um hver skurðpunkturinn sé milli sótt-
varnaaðgerða og efnahagsaðgerða. Það er pólitísk jafn-
vægislist og umræðan þarf þess vegna að eiga sér stað á
hinum pólitíska vettvangi.
Þríeykið, smitrakningarteymið og fólk í framlínu
á lof skilið fyrir framlag sitt. Það er hins vegar heil-
brigðisráðherra að svara fyrir hugmyndafræði aðgerða
í samtali við fulltrúa þjóðarinnar inni í þingsal og
hvers vegna farið er að sumum tillögum sóttvarna-
læknis en öðrum ekki. Umræða vikunnar í þinginu var
þörf og góð, en hefði átt að eiga sér stað fyrr af hálfu
stjórnarinnar og þarf að gerast oftar.
Pólitísk jafnvægislist
Þorbjörg
Sigríður Gunn-
laugsdóttir
þingmaður
Viðreisnar
Reykjavík á fáa málsvara þessa dagana. Kjördæmakerfið er ekki bara ósann-gjarnt vegna þess ójöfnuðar sem það veldur milli kjósenda, heldur einnig vegna þess að þingmenn Reykjavíkur virðast ekki taka þátt í leiknum. Þing-
menn Reykjavíkur virðast líta á sig sem þingmenn
alls landsins, en þingmenn landsbyggðarinnar ein-
blína á kjördæmi sín.
Samfélagsleg áhrif heimsfaraldursins hafa komið
niður á Reykjavík. Margfalt f leiri ferðamenn heim-
sækja miðborgina en nokkurn annan stað á Íslandi
og verslun og þjónusta á svæðinu er því í molum.
Eigendum ferðaþjónustufyrirtækja um allt land er
vorkunn, en sumarið var huggun harmi gegn – alls
staðar nema í borginni. Stjórnvöld hafa ráðist í ýmsar
aðgerðir til að milda höggið fyrir atvinnulíf um allt
land – líka fyrir Reykjavík. En það hefur að mörgu
leyti mistekist.
Menningarverðmætin í höfuðborginni fá að mæta
afgangi í allri umræðu. Menningarlíf í borginni hefur
legið niðri að mestu síðan í vor. Miðborgin er ein-
manaleg. Æ f leiri verslunar- og veitingarými standa
auð. Borgarstjórinn á erfitt með að klæðast ekki
læknasloppnum í faraldrinum, í stað þess að berjast
fyrir íbúana. Borgin hefur orðið út undan.
Á meðan Reykjavík hefur koðnað niður í faraldrin-
um hafa þingmenn landsbyggðarinnar hvergi slegið
slöku við í að minna á hagsmuni sinna kjördæma.
Það vantar þyrlupall úti í Eyjum, björgunarpakka við
atvinnuleysi á Suðurnesjum og að ef la skógrækt um
landið. Það þarf að létta á sóttvörnum fyrir norðan
en loka á Reykjavík. Það þarf að breyta Akureyri í
borg.
Það kann að hljóma léttvægt á sama tíma og stjórn-
völd standa frammi fyrir krísunni. En þau okkar sem
eru lokuð inni með skertan rétt til athafna dreymir
mörg um bjartari tíð og iðandi borgarlíf á ný.
Frá því þingið var sett í haust hefur einn þing-
maður borgarinnar lýst áhyggjum af lífsmarki höfuð-
borgarinnar. „Að ganga um miðborg Reykjavíkur,
til dæmis að kvöldi til, er annað en það var. Ljósin
á veitingastöðunum eru slökkt, stólar standa uppi
á borðum og rými til að skapa tekjur er að hverfa,“
sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður
Viðreisnar, á fyrstu viku haustþingsins.
Hún kvaddi sér hljóðs til að ræða áfengisgjald, þá
tekjulind ríkissjóðs sem fæstir þingmenn treysta sér
til að andmæla, en verður æ ósanngjarnari. Gjaldið
hækkar þegar herðir að, en er aldrei lækkað. Skattar á
áfengi og tóbak koma ekki aðeins verst niður á tekju-
lægstu hópunum, heldur hitta mikilvæg fyrirtæki
í miðborg Reykjavíkur gríðarlega illa fyrir á versta
hugsanlega tíma.
Þorbjörg er ekki eini þingmaður Reykjavíkur.
Íbúar Reykjavíkur eiga tuttugu og tvo þingmenn
og höfuðborgin á betra skilið en að vera hundsuð af
þingmönnum sínum, sem eru rúmur þriðjungur alls
þingheims. Hvað eru þeir allir að brasa? Eru þeir að
hjálpa Loga Einarssyni að byggja borg fyrir norðan?
Einmana borg
2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN